Hugsað hratt og hægt

Ég er að lesa bók þessa dagana, Thinking, Fast and Slow, eftir sálfræðinginn Daniel Kahneman, og þótt ég sé ekki kominn mjög langt er ég búinn að læra alveg ótrúlega margt um starfsemi heilans. 

Vissir þú að ef texti sem inniheldur ranga fullyrðingu er skrifaður ólæsilega (t.d. með óskýru letri) þá eru meiri líkur á að fólk sjái hið ranga í textanum?

Það er af því að hinn ólæsilegi texti neyðir okkur til að einbeita okkur að lestrinum og það virkjar heilann, ef svo má segja, og gerir hann betur í stakk búinn að meta innihaldið gagnrýnið. Auðlæsilegur texti rennur inn og út og við erum miklu líklegri til að meðtaka innihald hans hratt og öruggulega, og samþykkja það.

Svona litlar uppgötvanir skipta máli. Það að eitthvað sé kunnuglegt eða er sagt af manneskju sem við höfum myndað okkur skoðun á getur skipt meira máli en sjálft efnið sem við erum að meta. Þróunin hefur gefið okkur öflugt tæki til að taka hratt afstöðu til hluta í kringum okkur byggt á fyrri reynslu og þekkingu og auðvitað innsæi okkar. Þetta hentar ágætlega fyrir flest dagleg verkefni en getur verið gildra þegar á reynir. Það getur oft verið til bóta að reyna hugsa hægar og setja tilfinningarnar og innsæið til hliðar.

Með svona þekkingu í farteskinu er áhugavert að renna yfir fyrirsagnir fjölmiðla. Tökum eftirfarandi skjámynd sem dæmi:

2020-01-18_11-35-18

Á örfáum sekúndum höfðu eftirfarandi hugsanir komið mér til hugar:

  • Faraldur herjar á Asíubúa og stráfellir fólk
  • Ástralía er að farast í eldum og flóðum
  • Boeing-flugvélar eru óáreiðanlegar
  • Weinstein ætti að vera dæmdur af kviðdómi eingöngu skipuðum konum en svo er ekki
  • Í Íran eru trúarleiðtogar og hermenn á einu máli um að tortíma Bandaríkjunum

Sjálfur vil ég meina að ég hafi ekki fallið í allar gildrurnar þótt fyrstu hugsanir hafi verið eins og þær eru. En maður þarf að vera vakandi, sérstaklega þegar maður hlustar á orð blaða- og stjórnmálamanna.

Ég held áfram með bókina og ónáða ykkur lesendur þessarar síðu alveg örugglega með efni úr henni aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sxll Gxxr.

Næsxi bxr vix xhexxa er að athuga
nánd og firð (first=fjærst)orða.

Dæmi um þetta er t.d. hvaða vísun
foreldri notar um börn sín.

Sonur minn, Jón, hann, strákurinn, þetta.

Til er forrit sem notað er við greiningu þessa.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.1.2020 kl. 11:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Húsari,

Þú mátt gjarnan skrifa meira um þetta. Hvað áttu við með vísun í börn? Að það skipti máli hvort maður segir "strákurinn minn" eða noti fornafnið?

Geir Ágústsson, 20.1.2020 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband