Gæsin og gulleggin

Í dæmisögum Esóps má lesa eftirfarandi sögu:

A certain man had the good fortune to possess a goose that laid him a Golden Egg every day. But dissatisfied with so slow an income, and thinking to seize the whole treasure at once, he killed the Goose; and cutting her open, found her just what any other goose would be!

Þessi saga birtist okkur mjög víða, jafnvel daglega. Það er gaman að eiga gæs sem verpir gulleggjum en líka freistandi að drepa hana og reyna að krækja í öll gulleggin í einu og enda þá oftar en ekki á því að drepa gæsina og missa alla gulleggjauppskeruna.

Gullgæsirnar eru víða í kringum okkur og allar eru látnar verpa eins hratt og þær geta því eigandinn er óþreyjufullur að halda eyðslunni áfram. Sumar eru hreinlega drepnar. Það er mikilvægt að leyfa gullgæsunum að vaxa og dafna jafnvel þótt þolinmæðin sé af skornum skammti. Annars er hættan sú að gulleggin breytist í fúlegg.


mbl.is Þurfa að vera heiðarleg í markaðsstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband