Stríð og stöðnun

Í Bandaríkjunum er mikill munur á auði hvítra og svarta heimila og hefur sá munur staðið í stað síðan árið 1962.

Áratugina fyrir það var þessi munur að minnka hratt en greinilega ekki nógu hratt fyrir metnaðarfulla stjórnmálamenn.

En árið 1962 skall á frost og munurinn hefur haldist óbreyttur síðan það.

Þetta segir tölfræðin okkur.

En hvað segir sagnfræðin?

Hún segir að árið 1964 var blásið til stórátaks í bandarískum stjórnmálum. Lög voru sett og alríkið lýsti yfir stríði við fátækt (War on poverty).

Ætlun yfirvalda var að útrýma fátækt en það sem gerðist - óviljandi - var að hún var bundin í lög. Velferðarkerfið fékk væna innspýtingu og varð að velferðarneti.

Þetta er ekki ný saga en hún er lítið sögð. Svipaða sögu má raunar segja um mörg önnur vestræn samfélög. Stækkandi velferðarkerfi kallar á hærri skatta og til að deila peningunum þarf mikið af reglum. Stækkandi regluverk minnkar sveigjanleika hagkerfisins.

Það væri kannski ráð að Bandaríkin hættu að lýsa yfir stríði við fátækt. Hin opinberu stríð eiga það til að gera illt verra og vara að eilífu.


mbl.is Ætlar að brúa bilið milli svartra og hvítra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Léleg sagnfræði Geir, eiginlega sögufölsun.

Munurinn hélt áfram að minnka þar til taug velferðarkerfisins var skorin. 

Reyndar stóð hlutfallsleg fátækt í stað eftir olíukreppuna hina fyrri, 1974, en fór að hækka eftir valdatöku Reagans og vina þinna í frjálshyggjudeildinni.

Hélst reyndar í hendur með atlögu frjálshyggjunnar að vinnandi fólki og samþjöppun auðs.

Að kenna velferðinni um Geir eru svona svipaðir órar og hjá nútíma rugludöllum sem kenna sig við nýnasisma og afneita helförinni.

Það er slæm stefna sem þarf sögufölsun sér til framdráttar.

Eiginlega verra en þegar viðskiptafélagar Trump í Sádi fengu kallinn, sem sannarlega þjáist af vanþekkingu, til að kenna Írönum um öll hryðjuverk sín.

Sagan þolir sannleikann, það er allstaðar eitthvað gott að finna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2020 kl. 17:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú getur beint sprota þínum að fleirum en mér og kannski er hægt að velja tölfræði sem hentar hverju sinni, sjá framhjá sumu og leggja áherslu á annað en hér er löng tilvitnun (héðan):

"During the 20 years before the War on Poverty was funded, the portion of the nation living in poverty had dropped to 14.7% from 32.1%. Since 1966, the first year with a significant increase in antipoverty spending, the poverty rate reported by the Census Bureau has been virtually unchanged…Transfers targeted to low-income families increased in real dollars from an average of $3,070 per person in 1965 to $34,093 in 2016…Transfers now constitute 84.2% of the disposable income of the poorest quintile of American households and 57.8% of the disposable income of lower-middle-income households. These payments also make up 27.5% of America’s total disposable income. ...The War on Poverty has increased dependency and failed in its primary effort to bring poor people into the mainstream of America’s economy and communal life. Government programs replaced deprivation with idleness, stifling human flourishing."

Að vísu er þarna verið að tala um fátækt almennt, en ekki bara fátækt blökkumanna. Það er kannski bara enn verri vitnisburður fyrir stríðið gegn fátækt. Þó grunar mig að fátækir blökkumenn hafi ekki grætt á því að það hafi almennt orðið erfiðara að rísa upp úr fátækt (almennt).

Nú afneita ég að sjálfsögðu ekki gagnsemi stuðningsnets, en hið ríkisrekna virðist hafa marga ókosti sem hin frjálsu hafa ekki.

Geir Ágústsson, 20.1.2020 kl. 18:31

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eftir 1962 jókst morðtíðnin mikið.  Það eru um það allskyns kenningar.

Hér eru nokkrar reifaðar:

https://stream.org/us-murder-rate-plunged-1-generation-washington-knows-turn-around/

önnur:

http://politicalhat.com/2013/03/19/gun-control-in-one-chart/

Enn ein:

https://attackthesystem.com/2010/09/24/u-s-homicide-rates-since-1900/

100 ára grafið lítur alltaf eins út, en skýringarar eru ekkert alltaf eins.  Þeir vilja hengja þetta við eiturlyf.

En já, ameríska félagslega kerfið virðist hafa óviljandi traðkað illigea á svertingjanum.  Fyrir ~1960 voru þeir ekkert ófriðsamari en aðrir, jafnvel friðsamari miðað við efnahag, og höfðu samheldnustu fjölskildir í öllu landinu.

Það er ekki þannig lengur.  Öllum til ama.  Það fór nefnilega að verða hagkvæmt fyrir einstæðar konur að vera mæður.  Svertingjarnir (og allir sem hafa áhuga á) vita það alveg og segja það.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.1.2020 kl. 19:19

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar velferðarkerfið er þannig, að það skapar hvata til að fólk reyni ekki að bjarga sér sjálft, leiðir það fólk í fátæktargildru, og þegar fólk hefur einu sinni fest sig í hana er algengt að afkomendurnir lendi þar einnig. Eins og Sevareid sagði: "Meginorsök vandamála eru lausnir".

Þorsteinn Siglaugsson, 20.1.2020 kl. 20:04

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Takk fyrir áhugaverða tengla! Það flækir aðeins málið að menn settu í gang "War on Drugs" ekki löngu á eftir "War on Poverty" svo langtímatölfræðin hrærir þessu tvenn eflaust vel saman. En það er jú þetta með stríðsástand: Ef kerfið þrífst á því þá viðheldur það því líka, beint eða óbeint.

Þorsteinn,

Þetta er rétt en hvernig á að útdeila almannafé án þess að setja allskyns reglur og skilyrði fyrir útdeilingu sem um leið gera fólki erfitt fyrir að stökkva út? Það þarf t.d. að vinna ansi marga tíma í líkamlega erfiðri vinnu til að komast upp fyrir bæturnar og af hverju að vinna 40 tíma erfiðisvinnu á viku fyrir sömu upphæð og fæst fyrir einstaka heimsóknir á skrifstofu atvinnuleysisbóta? 

Þetta er öðruvísi þegar kemur að einkarekinni aðstoð við efnalitla/atvinnulausa. Þar er hægt mismuna, ef svo má segja - aðlaga aðstoðina að aðstæðum. Eðli málsins samkvæmt gildir hið sama ekki um opinbera aðstoð þar sem allir þurfa að sitja við sama borð, og falla að sama regluverki (1000 blaðsíður í Danmörku heyrði ég frá einhverjum).

Geir Ágústsson, 20.1.2020 kl. 20:13

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er ekki sannfærður um að það skipti máli hvort aðstoðin er opinber eða einkarekin. Vandinn liggur í þeirri mótsögn, að annars vegar viljum við að fólk bjargi sér sjálft. Hins vegar viljum við að fólk þurfi ekki að líða skort. Þetta er grunnmótsögnin. Markmiðið er að þeir sem þurfa aðstoð fái hana, en ekki hinir sem ekki þurfa hana. Viðhorf spila svo inn í þetta. Þegar það þótti niðurlægjandi að vera "á kerfinu" eða "á bænum" reyndi fólk í lengstu lög að forðast að lenda í þeirri stöðu. En eftir að það hætti að þykja tiltökumál dró úr hvatanum til að bjarga sér. Viðhorf gagnvart peningum og/eða auði skiptir líka máli. Einhvern tíma var sagt að meðan í Bandaríkjunum væru allar líkur á að sá sem sæi annan mann á glæsikerru hugsaði með sér að svona bíl myndi hann vilja eignast, meðan í Frakklandi væri líklegra að áhorfandinn hnussaði og öfundaðist. Hér er svo frásögn úr The Mountain Shadow eftir Gregory David Roberts. Hún gerist í Mumbai á Indlandi:

"A crowd of people had gathered on the footpath, near my bike. Most of them were local people from servants’ quarters in the surrounding streets. They’d gathered in the cool nightfall to admire the fine cars and elegantly dressed guests entering and leaving the exhibition.I heard people speaking in Marathi and Hindi. They commented on the cars and jewellery and dresses with genuine admiration and pleasure. No voice spoke with jealousy or resentment. They were poor people, living the hard, fear-streaked life crusted into the little word poor, but they admired the jewels and silks of the rich guests with joyful, unenvious innocence..."

Þorsteinn Siglaugsson, 20.1.2020 kl. 21:09

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Ég var að vitna í þekkta tölfræði, en ekki trúarbragðasögu.

Línan droppaði fram að olíukreppunni, stóð síðan í stað meðan þær kreppur gengu yfir, sem er þekkt í kreppum, en þegar batinn kom í efnahagslífið, þá lækkuðu raunlaun verkafólks í Bandaríkjunum í réttu hlutfalli við auðsöfnun ríkasta 10%.

Að heimfæra þá staðreynd á velferðarkerfið er sögufölsun, svona álíka gáfulegt og að reikna aldur jarðar út frá ættartölum Gamla testamentisins.

Hins vegar má geta þess að línan fór aftur að droppa marktækt eftir að Trump fór í stríð við globalið, sá það á einhverri síðu sem tengist black power eða einhverju svoleiðis.

Þannig að næstu kosningar??

Ég myndi ekki treysta á svarta ef ég væri demókratar.

Kveðja að austan.

PS.  Ég henti athugasemdinni inn eftir minni en til að vera alveg viss þá fann ég töflu frá bandarísku hagstofunni, eða það sem þeir kalla The United States Census Bureau.

https://www2.census.gov/programs-surveys/cps/tables/time-series/historical-poverty-people/hstpov2.xls

Fátækt almennt fór úr 21% 1962 niður í 11,2% 1974, stóð þá í stað, og hækkaði síðan á meintum velmegunarárum Reagans og Bush.  Lækkaði svo hjá Clinton, en þá reyndar var sögulegt hagvaxtaskeið, svo aftur upp eftir fjármálahrunið, en Trump kallinn er svo með þetta.  Leitnin hjá svörtum er svipuð.

Leit á heimild þína, og gat ekki séð í fljótheitum að skrifin styddust við þekkta tölfræði.

Ómar Geirsson, 20.1.2020 kl. 22:40

8 identicon

Hvaða áróðurspésa varst þú núna að lesa gagnrýnislaust?

Þér hefur ekki dottið í hug að spyrja hvers vegna þetta skeði ekki annarstaðar þar sem velferðarkerfið fékk væna innspýtingu?

Þegar heimurinn var að ná sér eftir seinni heimstyrjöldina voru Bandaríkin með voldugasta iðnað og framleiðslu. Heimurinn þurfti að versla við Bandaríkin. En eftir því sem framleiðsla jókst í öðrum löndum minnkaði þörfin fyrir Bandarískar vörur. Efnahagur annarra ríkja batnaði og þar var farið að setja meira í velferðarkerfið. Barnabótum, atvinnuleysistryggingum, sjúkrasamlögum o.s.frv. var komið á. Bandaríkin fóru til Vietnam og börðust gegn kommúnisma og á heimavelli öllu sem hægt var að túlka vinstra megin við miðju.

Bandaríska velferðarkerfið gekk og gengur skemur en mörg önnur velferðarkerfi og stendur mörgum öðrum velferðarkerfum langt að baki. Fjöldi ríkja setja hlutfallslega meira í sín velferðarkerfi en Bandaríkin án þess að þiggjendur festist í fátæktargildru. Og það gengur þvert á formúluna og það sem þér var sagt og þú kýst að trúa að fátækt er einna minnst þar sem velferðarkerfin eru sterkust. Gæti verið að orsaka fátæktar og mikils munar á auði hvítra og svarta heimila í Bandaríkjunum sé að finna í öðru en ofgnótt velferðar?

Ert þú alveg einstaklega auðtrúa og laus við gagnrýna hugsun þegar hægri þvælumakkarar bulla í þín eyru?

"Það getur oft verið til bóta að reyna hugsa hægar og setja tilfinningarnar og innsæið til hliðar."

Vagn (IP-tala skráð) 20.1.2020 kl. 22:58

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú virðist heilt á litið ekki vera mikil ánægja með War on Poverty í Bandaríkjunum af mismunandi ástæðum, en aðallega þeirri að þetta stríð hefur ekki hjálpað fátækum neitt. Bara í þessum þræði hefur verið vísað í yfir tug greina frá öllum hugmyndafræðilegum hornum.

Þá geta menn spurt sig:

Á að bæta enn í bótakerfið og vona að lyfjaskammturinn hafi bara verið of lítill seinast?

Eða á að minnka umsvif ríkisins og hleypa lífi í hagkerfið í þeirri trú að lyfjaskammturinn hafi verið vandamálið frá upphafi?

Hvað sem líður mínum persónulegu skoðunum þá hefur þróunin frekar verið í þá áttina að draga úr opinberri velferð en auka hana. Ekki í Bandaríkjunum auðvitað þar sem stór hluti landsmanna fær matarmiða og hlutdeild hins opinbera í rekstri heilbrigðiskerfisins er á rjúkandi uppleið, heldur Evrópu.

Menn eru með öðrum orðum að átta sig á því að upphaflega lyfjaskammturinn var of stór en ekki of lítill og það er jákvætt.

Geir Ágústsson, 21.1.2020 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband