Hakkaðu sjálfan þig

Þú getur hakkað líkama þinn. Hvernig? Ég veit það ekki enda þekkir þú þinn eigin líkama best allra. En það er hægt. Oft er það frekar einfalt: Sofðu meira, drekktu meira af vatni eða borðaðu öðruvísi fæðu. Svo er hægt að ganga lengra og borða svokallaða ofurfæðu eða láta allskyns ljós og bylgjur streyma um líkamann. Þú getur hreinsað þarmana, húðina og heilann.

Niðurstaðan er oft betri einbeiting og meiri vellíðan en óneitanlega getur hreinsun verið erfið og leiðinleg.

Það er ekki til einhver ein uppskrift sem virkar fyrir alla. Bæði erum við líkamlega mismunandi en líka andlega. Þótt einstaklingur fái nákvæma formúlu fyrir því hvernig á að margfalda afköst sín þá er ekki víst að viðkomandi hafi nauðsynlegan viljastyrk, svo dæmi sé tekið.

Þegar ég var í grunnskóla var okkur sýndur fæðupýramídi sem sýndi samsetningu á fjölbreyttri fæðu. Nú eru margir búnir að henda stórum hluta þessa fæðupýramída í ruslið. Það vilja ekki allir meina að auðmelt kolvetni, beljumjólk og sykur sé hollari fæða en dýraprótein, grænir safar og fita svo dæmi sé tekið. Þeir sem vilja hakka sig þurfa að hugsa út fyrir rammann og varpa leiðbeiningum grunnskólakennslunnar á haugana.

Hakkar þú líkamann þinn?


mbl.is Einn áhrifamesti maður heims borðar aðeins eina máltíð á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband