Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019

Hrun hagkerfis eða lifandi dauður?

Framundan er afhjúpun á þeim sýndarveruleika sem hagkerfi heimsins er í dag. Flest hagkerfi lifa á nýprentuðu fé sem heldur vöxtum langt undir þeim mörkum sem þarf til að draga fé úr neyslu og yfir í sparnað. Lánsfé er ódýrt og rangt vaxtastig á því lætur óarðbærar framkvæmdir líta vel út á pappír en þegar á hólminn er komið er ekki til neinn kaupandi að þeim. Skuldsetning fær líka á sig jákvæðan blæ þegar vextir eru óeðlilega lágir.

Margt minnir þetta á árið 2008. Þó er ekki víst að framundan sé hrun af sama tagi. Bankahrunið svokallaða gæti orðið að ríkissjóðahruni. Það er samt heldur ekki víst. Hér er ein spá sem mér finnst athyglisverð (af Zerohedge.com; áherslu haldið):

Because the endgame is not likely to be a 2008-style bang, but a slow, painful and unstoppable zombification of the global economy.  As the evidence of stagnation rises, governments get more nervous. What do they do? Stop the monetary madness? Allow high productivity sectors to thrive? Promote deleveraging and prudent investment? No. More white elephants, massive unproductive spending at the expense of taxpayers and savers in what is likely to be yet another massive transfer of wealth from salaries and savers to governments with fancy names.

Kannski er staðan á Íslandi örlítið frábrugðin. Íslenska ríkið hefur þrátt fyrir allt verið að greiða niður skuldir og seðlabankinn á smávegis varaforða. Hinu má samt ekki gleyma að gríðarlegur fjöldi opinberra starfsmanna hleður lífeyrisskuldbindingum á hið opinbera og sér ekki fyrir endann á vexti þeirrar tímasprengju.

Hvað sem líður pólitískum veruleika er hagfræðin óbreytt: Peningaprentun sem heldur vöxtum niðri kyndir undir ójafnvægi sem mun, fyrr eða síðar, krefjast leiðréttingar - þeim mun sársaukafyllri sem hún dregst lengur.


Jöklar koma og fara

Jöklar koma og fara, þynnast og þykkjast, stækka og minnka, myndast og hverfa. Um Vatnajökul segir t.d. á einum stað:

Jaðar Vatnajökuls gæti fram á 13. öld hafa legið 10–15 km innar en nú er.

Síðan skall á svokölluð litla-ísöld: Byggð hvítra manna lagðist af á Grænlandi, lífskjör allra í Evrópu versnuðu, kornrækt var hætt á Íslandi og miðaldirnar urðu myrkari.

Með öðrum orðum: Þegar Vatnajökull var minni, í hlýrra loftslagi, þá leið öllum betur en þegar hann stækkaði vegna kulda.

En samt halda menn ráðstefnur, spá heimsendi og því að jöklar hverfi (núna á það að vísu að taka heil 200 ár að losna við jöklana, þ.e. miklu fleiri ár en spámennirnir geta vonast til að lifa).

Menn eru að gera til að athlægi. Nú þegar eru fyrstu spádómar Al Gore byrjaðir að ekki-rætast. Hvað eiga að líða mörg ár af spádómum sem rætast ekki áður en menn hætta að taka þá alvarlega? 

Það er kannski hægt að stofna nýjan dálk í einhverju dagblaðinu við hliðina á stjörnuspánni og gefa honum heitið: Loftslagsspá dagsins. Þar geta menn lesið einhverja vitleysu eins og hverja aðra afþreyingu yfir morgunkaffinu áður en brunað er af stað í bensínbílnum með bros á vör.


mbl.is Jöklarnir munu hverfa innan 200 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlisfræðilegt sjálfræði innleitt í lögin

Í tugþúsundir ára hefur mannkynið reynt að komast að niðurstöðu um hvaða orð þýða hvað og hvernig á að lýsa heiminum á sem skýrastan hátt.

Þó hefur okkur ekki alltaf tekist vel upp.

Af hverju tölum við til dæmis um að grjót sé hart en að eitthvað hafi mjúkt bragð? Silki hefur mjúka áferð án þess að það tengist þykkt þess nokkuð á meðan sófapúðinn mjúkur þótt hann sé klæddur í grófa bómull.

Af hverju eru hægrimenn bæði þeir sem vilja lítið og grannt ríkisvald sem lætur eigur okkur og einkalíf í friði, en líka öflugt fasistaríki sem vill að réttindi ríkisvaldsins trompi réttindi einstaklinga?

Stundum tölum við um að eitthvað hafi þyngd þótt við séum að meina massann. 

Það sem bjargar þessu öllu er yfirleitt gagnkvæmum skilningur á því hvað átt er við. Við vitum alveg að þegar við segjum að silki sé mjúkt þá er verið að tala um áferð þess en ekki hvernig er að liggja á því með höfðinu. Við vitum alveg að þegar frjálshyggjumenn eru kallaðir öfgahægrimenn á sama hátt og fasistar þá er verið að villa um fyrir ungu fólki sem hefur ekki náð að kynna sér hina pólitísku orðræðu.

En núna hefur ný kynslóð tekið við hinni hugmyndafræðilegu forystu og sú kynslóð hefur afneitað raunveruleikanum. Hún segir að engin skoðun sé réttari en önnur, að það séu ekki til nein algild sannindi og að hugtök eins og kyn og menning megi einfaldlega skilgreina að vild.

Niðurstaðan er hugmyndafræðileg ringulreið í versta falli en bjánaskapur í besta falli. Appelsína er ekki lengur appelsína. Nei hún er það sem þú vilt að hún sé! Það er ekkert rétt eða rangt, bara það sem stjórnendur almenningsálitsins ákveða að gildi þá og þá stundina. 

Ætla Íslendingar virkilega að hefja þess vegferð? Ég hélt að svona tískubylgjur úr háskólum ríkra unglinga í Norður-Ameríku væru ekki svona auðseldar á norðurhjara?


mbl.is Kynrænt sjálfræði fyrir Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ræstitæknir breytist í ryksuguróbot

Hvað gerist þegar starfsmaður leggur niður störf og lögin banna atvinnurekanda að finna annan starfsmann?

Tvennt gerist, að minnsta kosti:

  • Leiða verður leitað til að skipta þeim starfsmanni út fyrir eitthvað tæki sem sinnir svipuðum verkefnum á ásættanlegum afköstum
  • Leiða verður leitað til að fækka í fjölda þess konar starfsmanna á einn eða annan hátt, t.d. með því að leita á náðir verktaka með öllum sínum kostum og göllum

Það er einkennilegur siður að leggja niður störf og ætlast í staðinn til þess að njóta betri kjara að verkfalli yfirstöðnu. Hvers konar foreldrar eru formenn verkalýðsfélaga?


mbl.is Ástand sem getur ekki varað lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrsta skref úr óvæntri átt

Svandís Svavarsdóttir, VG-liði og heilbrigðisráðherra, vill nú heimila svokölluð neyslurými. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að úr röðum VG kæmi hugmynd sem eykur svigrúm, frekar en takmarka það!

Þetta er gott, fyrsta skref í átt að því að draga úr neikvæðum afleiðingum fíkniefnaneyslu.

Næsta skref verður vonandi afnám löggjafar um hvaða efni má og má ekki framleiða, dreifa, selja og setja í líkama sinn. Ég bíð spenntur!


mbl.is Frumvarp um neyslurými lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samráð? Til hvers!

Verslunareigendur í miðbænum eru margir hverjir ósáttir við að vera skornir frá bílaumferð. Þeir óska eftir samráði. En af hverju ættu yfirvöld af einhverju tagi að stunda samráð? Samráð er tímafrekt og kallar á vesen og flækjur. Það er auðveldara að munda hinn opinbera hamar og segja fólki og fyrirtækjum fyrir verkum.

Það er ekki nóg að biðla til yfirvalda. Þetta er gömul saga sem endurtekur sig í sífellu. Það þarf að hugleiða róttækari leiðir. Það þarf að berjast fyrir því að borgin, og önnur yfirvöld, gefi eftir völd sín. Göturnar þurfa að komast í einkaeigu og lögin þurfa að verja það grundvallaratriði að sá sem á, hann má. Þetta vita allir sem eiga húsnæði og innrétta það óhikað eftir eigin smekk, hvað sem líður tískusveiflunum í ráðhúsum landsins og í Stjórnarráðinu. Það er kominn tími til að fleiri átti sig á þessu. Annars er hætt við að hitafundunum fjölgi og verði um leið tilgangslausari og tilgangslausari.


mbl.is Afgerandi stuðningur við umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslagsbreytingar hvað?

Íslendingar ættu að vita það allra best að náttúran er harður húsbóndi. Hún getur þakið landflæmi með ösku eða vatni, feykt í burtu húsum og bílum, brotið veggi og gler, sökkt skipum, drepið úr kulda og svona mætti lengi telja.

Íslendingar hafa brugðist við þessu með tvennum hætti:

  • Drepist
  • Varist

Fyrri lausnin var yfirleitt eini valkosturinn á meðan Íslendingar voru bláfátæk torfkofaþjóð. Hin síðari er valin þegar þess er kostur. Íslendingar reisa snjóflóðavarnir, halda úti björgunarsveitum, reikna jarðskjálfta inn í burðarþol bygginga og forðast að byggja þar sem sjór, sandur eða jöklaár sópa öllu í burtu.

En núna er okkur sagt að loftslagið sé að breytast á óþekktum hraða. Gefum okkur að sú lygi sé sönn: Hvað er þá til ráða?

Það sem er til ráða er að gerast eins ríkur og úrræðagóður og hægt er og gera viðeigandi ráðstafanir.

Við erum ekki í vitahring þar sem aukin auðsköpun ýtir undir loftslagsbreytingar sem ýta undir þörfina á auðsköpun sem ýtir enn undir loftslagsbreytingar.

Leyfum fólki að vinna saman og stunda viðskipti og verja eigur sínar. Vandamál leyst - öll!


mbl.is Staurar brotnuðu og línur slitnuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, stúdentar vilja ekki aðgerðir (bara frí)

Lofts­lags­verk­fall stúd­enta á Austurvelli hófst á hádegi í dag. Stúd­ent­ar og fram­halds­skóla­nemar mót­mæla aðgerðal­eysi í lofts­lags­mál­um. 

Um leið geta þeir skrópað í skólanum án þess að fá samviskubit.

Það seinasta sem stúdentar og aðrir vilja eru raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum eins og það er kallað. Því um hvað snúast slíkar aðgerðir? Jú, að hætta að nota hagkvæma orku og byrja að nota óhagkvæma orku. Þetta gerir enginn sjálfviljugur og því þarf að pína fólk til aðgerða með róttækum lögum og svimandi skattlagningu. 

Nei, stúdentar vilja ekki að gripið verði til aðgerða nema að nafninu til. Við viljum aðgengi að hagkvæmri orku sem veitir okkur lífsgæði. Það er það sem allir vilja, og auðvitað frí á föstudögum til að hitta mann og annan, t.d. á mótmælum.


mbl.is Mótmælendur krefjast aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunnskólar eru sláturhús

Fullorðið fólk er hvatt til að vera það sjálft og láta ekki staðalímyndir samfélagsins kúga sig og koma út úr skápnum með persónuleika sinn, smekk, hneigðir og hvaðeina. Við fögnum fjölbreytileikanum, höldum gleðigöngu, gerum tilraunir með klæðaburð okkar, umberum allskyns sérvisku og dæmum ekki aðra út frá eigin smekk.

Þess vegna ættu allir að geta verið vinir eða a.m.k. verið vingjarnlegir við aðra.

Þessu er þveröfugt farið í grunnskólunum. Þar eiga allir að læra það sama á sama hraða í sama umhverfi. Allir eiga að geta setið á rassinum og gleypt í sig námsefni af bók eða töflu. Það á helst enginn að tala nema úti. Stórum og litlum er hrúgað saman á aldri þar sem krakkar prófa mörkin. 

Foreldrum er sagt að börn þeirra eigi að mæta í skólann en skólinn getur svo lokað hvenær sem honum sýnist. 

Krakkarnir eru fóðraðir í hraði á skólatíma og svo sendir heim með fullar skólatöskur af heimanámi sem foreldrarnir þurfa að eiga við. Þá erum við ekki að tala um litlar æfingar sem skerpa á kennslu dagsins heldur fleiri klukkustundir á viku af námsefni sem ætti að hafa verið kennt í skólatíma en náðist ekki að komast yfir því enginn má dragast aftur úr.

Grunnskólarnir eru því af skiljanlegum ástæðum ekki eitthvað tilhlökkunarefni í hugum margra barna. Mörgum þeirra líður eins og rollu á leið í sláturhús. Hún finnur lyktina af dauðanum og veit nákvæmlega hvað er að gerast. Þegar kemur að kindabyssunni getur hún bara vonað að pinninn ljúki verkinu hratt og örugglega.

Það er kominn tími til að taka kennslu barna úr höndum hins opinbera og setja í hendur einkaaðila í samkeppnisrekstri sem þurfa á ánægðum foreldrum og börnum að halda til að reksturinn gangi upp. Ekki er nóg að losa aðeins hið opinbera kverkatak. Nei, það þarf að afnema opinberar námskrár, opinberar kvaðir á því hver má kenna og hver ekki og alla aðkomu skattpeninga að fjármögnun skóla.

Grunnskólarnir eru sláturhús og undirlögð opinberri miðstýringu í umhverfi ríkiseinokunar. Fullorðið fólk léti aldrei bjóða sér neitt slíkt. Af hverju eiga börnin þá að gera það?


mbl.is Of mikið um leyfi grunnskólabarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg sjónarhorn hinnar einhliða umræðu

Hvað geta margir englar staðið á enda saumnálar?

Getur Guð skapað svo stóran stein að hann getur ekki loftað honum sjálfur?

Hvernig kallar maður bölvun yfir annan einstakling?

Af hverju er súkkulaðiís betri á bragðið en jarðaberjaís?

Hvað getur mannkynið gert til að snúa við manngerðum breytingum á loftslagi Jarðar?

Þessar spurningar byggjast ekki á raunvísindum heldur einhverri trúar- eða heimspekilegri forsendu. Sá sem spyr gefur sér að aðrir deili forsendu sinni.

Okkur er sagt að loftslagið sé að breytast og sjórinn að súrna af mannavöldum. Þetta er einfaldlega notað sem forsenda áður en nokkur umræða getur átt sér stað. Þeir sem samþykkja ekki forsenduna eru uppnefndir og dæmdir úr leik. Meira að segja vísindamenn mega ekki vefengja forsenduna því þá hætta þeir á að missa alla rannsóknarstyrki og pláss í vísindatímaritum. 

Við erum sem sagt ekki komin lengra en þetta í vísindalegri umræðu, þrátt fyrir allt.

Loftslagsvísindin hafa ekki spáð rétt fyrir um neitt af því sem fer fram í loftslaginu. Það hefur einfaldlega ekki tekist. Samt er haldið áfram að spá hinu og þessu nema mannkynið minnki losun sína á koltvísýringi úr hlutfallslega nánast engu í hlutfallslega enn minna. Menn hafa meira að segja gerst svo kræfir að stilla sambandi styrks á koltvísýringi í andrúmsloftinu og meðalhita loftslags upp sem línulegu samhengi! 

T = f(CO2)

Ef málið væri svona einfalt af hverju hefur þá engum tekist að spá rétt fyrir um neitt? Stjórnmálamenn hafa einfaldlega látið draga sig út í einhverja vitleysu.

En já, það er gott að RÚV ætli að sýna þætti sem ræða það frá mörgum sjónarhornum hvað margir englar geti staðið á enda saumnálar. Ég er viss um að þeir sem hafi ekki látið sannfæra sig um tilvist engla njóti áhorfsins.


mbl.is Fólk loksins reiðubúið að hlusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband