Nei, stúdentar vilja ekki aðgerðir (bara frí)

Lofts­lags­verk­fall stúd­enta á Austurvelli hófst á hádegi í dag. Stúd­ent­ar og fram­halds­skóla­nemar mót­mæla aðgerðal­eysi í lofts­lags­mál­um. 

Um leið geta þeir skrópað í skólanum án þess að fá samviskubit.

Það seinasta sem stúdentar og aðrir vilja eru raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum eins og það er kallað. Því um hvað snúast slíkar aðgerðir? Jú, að hætta að nota hagkvæma orku og byrja að nota óhagkvæma orku. Þetta gerir enginn sjálfviljugur og því þarf að pína fólk til aðgerða með róttækum lögum og svimandi skattlagningu. 

Nei, stúdentar vilja ekki að gripið verði til aðgerða nema að nafninu til. Við viljum aðgengi að hagkvæmri orku sem veitir okkur lífsgæði. Það er það sem allir vilja, og auðvitað frí á föstudögum til að hitta mann og annan, t.d. á mótmælum.


mbl.is Mótmælendur krefjast aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það er svo krúttlegt þegar ungviðið æfir með sér hjarðhegðunina.

Vagn (IP-tala skráð) 15.3.2019 kl. 13:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það mætti auka þekkingu nemenda með því að skipuleggja skólaferðalög til Kína eða Indlands.  Þar fá þeir samanburð við íslensk loftlagsmál.  Jafnvel fræðslu um að mengun er ekki það sama og loftslag.

Kolbrún Hilmars, 15.3.2019 kl. 14:02

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Loftslagsheilaþvottur Al Gores fer víða um heim. Unga fólkið heldur að það viti um hvað það er að tala en það gerir það ekki. Það versta er að fullorðið fólk hefur einnig látið blekkjast og þar með taldir stjórnmálamenn. Fjöldi vísindamanna hafa hafnað þessum kenningum.

Fjöldi vísindamanna hafa komið fram og lýst yfir að loftslagsbreytingar af mannavöldum eigi ekki við rök að styðjast, heldur er verið að nota þessar blekkingar í pólitískum tilgangi og til að hræða fólk. Þegar tekist hefur að koma inn ótta hjá fólki er auðvelt að stjórna því.!.!.!

Hér fyrir neðan er vefslóð á youtube síðu Prof. Terry J. Lovell. Margir aðrir hafa tekið sér fyrir og fjallað um blekkingarnar á youtube.

https://www.youtube.com/watch?v=aEaFzhoS67I

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2019 kl. 14:31

4 identicon

Kennaranir hvetja eindregið nemendur til þátttöku og keyra þau gjarnan niður í bæ á sínum einkabíl. Hver vill ekki fá launað frí eftir hádegi á föstudegi

Borgari (IP-tala skráð) 15.3.2019 kl. 16:25

5 identicon

Mikið er ég sammála þér og ykkur öllum.

Fyrir utan að þessi mótmæli hefðu átt að fara fram fyrir utan bandaríska eða kínverska sendiráðið þá hefði alveg mátt spyrja þessa velmegunarkrakka hvað þau sjálf hafi hugsað sér að leggja af mörkum. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2019 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband