Hrun hagkerfis eða lifandi dauður?

Framundan er afhjúpun á þeim sýndarveruleika sem hagkerfi heimsins er í dag. Flest hagkerfi lifa á nýprentuðu fé sem heldur vöxtum langt undir þeim mörkum sem þarf til að draga fé úr neyslu og yfir í sparnað. Lánsfé er ódýrt og rangt vaxtastig á því lætur óarðbærar framkvæmdir líta vel út á pappír en þegar á hólminn er komið er ekki til neinn kaupandi að þeim. Skuldsetning fær líka á sig jákvæðan blæ þegar vextir eru óeðlilega lágir.

Margt minnir þetta á árið 2008. Þó er ekki víst að framundan sé hrun af sama tagi. Bankahrunið svokallaða gæti orðið að ríkissjóðahruni. Það er samt heldur ekki víst. Hér er ein spá sem mér finnst athyglisverð (af Zerohedge.com; áherslu haldið):

Because the endgame is not likely to be a 2008-style bang, but a slow, painful and unstoppable zombification of the global economy.  As the evidence of stagnation rises, governments get more nervous. What do they do? Stop the monetary madness? Allow high productivity sectors to thrive? Promote deleveraging and prudent investment? No. More white elephants, massive unproductive spending at the expense of taxpayers and savers in what is likely to be yet another massive transfer of wealth from salaries and savers to governments with fancy names.

Kannski er staðan á Íslandi örlítið frábrugðin. Íslenska ríkið hefur þrátt fyrir allt verið að greiða niður skuldir og seðlabankinn á smávegis varaforða. Hinu má samt ekki gleyma að gríðarlegur fjöldi opinberra starfsmanna hleður lífeyrisskuldbindingum á hið opinbera og sér ekki fyrir endann á vexti þeirrar tímasprengju.

Hvað sem líður pólitískum veruleika er hagfræðin óbreytt: Peningaprentun sem heldur vöxtum niðri kyndir undir ójafnvægi sem mun, fyrr eða síðar, krefjast leiðréttingar - þeim mun sársaukafyllri sem hún dregst lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er samt ennþá framar Finnum þar sem innan tíu ára þá verða alltof fáar hendur sem eiga að halda uppi velferðakerfinu.

Það ætti ætíð að huga að streyminu, horfa á fyrtæki eða þjóðarbú sem vatnstank sem fjármagn streymir inn í og fjármagn streymir út úr

Hægt er að fylla á takinn með lántöku en þá er meira streymi út þannig að lántakan verður að auka streymið inn í tankinn en ekki fara öll í neyslu eða þróunaraðstoð eða aðra hít tapaðra fjármuna - Venúsaela

Flestir starfsmenn ríkis og bæja skila góðu starfi en vissulega eru sumir í hreinum og klárum gæluverkefnum sem enginn venjulegur íslendingur hefur neinn áhuga á að þurfa að borga fyrir en er neyddur til þess af góða fólkinu

Grímur (IP-tala skráð) 31.3.2019 kl. 23:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Allt sem hið opinbera gerir og er gagnlegt gætu einkaaðilar gert, eða hafa gert en var bolað út af hinu opinbera.

Það er einfaldlega stórhættulegt að leyfa miðstýringu á einhverju, hvort sem það heitir vatnstankur eða Excel-skjöl. Ein mistök í stóru gangverki geta leitt til hruns fyrir alla. Miklu betra er að leyfa einkaaðilum að spreyta sig. Fari einhver þeirra á hausinn þá missa nokkrir starfsmenn vinnu en hagkerfið jafnar sig og tekur við högginu. 

Ímyndum okkur t.d. að WOW Air hefði verið ríkisflugfélag með einokunarstöðu. Það hefði aldrei geta farið á hausinn heldur þurft að safna meira og meira tapi á herðar skattgreiðenda, út í hið óendanlega (eins og Íbúðalánasjóður).

Geir Ágústsson, 1.4.2019 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband