Samráð? Til hvers!

Verslunareigendur í miðbænum eru margir hverjir ósáttir við að vera skornir frá bílaumferð. Þeir óska eftir samráði. En af hverju ættu yfirvöld af einhverju tagi að stunda samráð? Samráð er tímafrekt og kallar á vesen og flækjur. Það er auðveldara að munda hinn opinbera hamar og segja fólki og fyrirtækjum fyrir verkum.

Það er ekki nóg að biðla til yfirvalda. Þetta er gömul saga sem endurtekur sig í sífellu. Það þarf að hugleiða róttækari leiðir. Það þarf að berjast fyrir því að borgin, og önnur yfirvöld, gefi eftir völd sín. Göturnar þurfa að komast í einkaeigu og lögin þurfa að verja það grundvallaratriði að sá sem á, hann má. Þetta vita allir sem eiga húsnæði og innrétta það óhikað eftir eigin smekk, hvað sem líður tískusveiflunum í ráðhúsum landsins og í Stjórnarráðinu. Það er kominn tími til að fleiri átti sig á þessu. Annars er hætt við að hitafundunum fjölgi og verði um leið tilgangslausari og tilgangslausari.


mbl.is Afgerandi stuðningur við umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband