Gott fyrsta skref úr óvæntri átt

Svandís Svavarsdóttir, VG-liði og heilbrigðisráðherra, vill nú heimila svokölluð neyslurými. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að úr röðum VG kæmi hugmynd sem eykur svigrúm, frekar en takmarka það!

Þetta er gott, fyrsta skref í átt að því að draga úr neikvæðum afleiðingum fíkniefnaneyslu.

Næsta skref verður vonandi afnám löggjafar um hvaða efni má og má ekki framleiða, dreifa, selja og setja í líkama sinn. Ég bíð spenntur!


mbl.is Frumvarp um neyslurými lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Allt það sama verður áfram bannað, en sennilega er betra að leyfa þeim sem þegar hafa dæmt sig sjálfa til dauða að drepast undir verndarvæng stjórnvalda í "neyslurými". "Frjálsræðið" algert, en undir vökulu auga "stóra bróðurs".

 Sósíalismi andskotans, sem nennir ekki lengur að grípa til úrræða gegn fíkniefnavánni, heldur býður neytendum að drepast í ríkisreknum  rýmum, sér að kostnaðarlausu. Minnkar kostnað hins opinbera. 

 Hvað næst?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2019 kl. 00:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það sem menn telja sig fá út úr þessu er að koma dópistunum af götunum (og þar með nálunum frá leikvöllunum) og minnka líkurnar á útbreiðslu sjúkdóma. Kannski er líka hagkvæmt að dópistarnir drepist á einum stað eða nálægt slíkum í stað þess að enda í skurði á víðavangi, hver veit.

Hérna er aldeilis vegleg höll fyrir dópistana í boði danskra skattgreiðenda:

https://www.tv2lorry.dk/artikel/saadan-ser-vesterbros-nye-fixerum-ud-indefra

Það þarf samt sem fyrst að koma fíkniefnum út úr hegningarlögunum.

Geir Ágústsson, 21.3.2019 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband