Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018
Föstudagur, 31. ágúst 2018
Fjölmenning og velferðarkerfið
Geta ólíkir hópar fólks búið saman í sátt og samlyndi? Er hægt að halda uppi friðsælu samfélagi mismunandi trúarbragða, siða, venja og kynþátta?
Já auðvitað.
Það er bara ekki hægt á meðan umfangsmikið velferðarkerfi er starfrækt.
Fjölmenningarsamfélag þarf að vera samfélag og samstarf hópa sem lifa af eigin verðmætasköpun en ekki annarra. Vandamálin byrja að hrannast upp þegar það er hægt að nota hið opinbera til að berja á öðrum hópum, siðum, trúarbrögðum og kynþáttum.
Það má ekki lokka valdagráðuga ofstækismenn úr holum sínum með tælandi völdum umsvifamikils opinbers valds. Þetta ættu andstæðingar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að hafa lært núna. Þeir fögnuðu hverri einustu útþenslu Obama á alríkisvaldinu og gráta nú yfir því að öll þessi völd séu komin í hendur manns sem að þeirra mati er rangur maður í stól forseta. Ef Trump hefði tekið við litlu og mjóu ríkisvaldi gæti hann ekki gert mjög mikið af sér.
Leggjum niður velferðarkerfið, lækkum skatta og gerum aðstoð við náungann að raunverulegu góðverki, en ekki bara heimtufrekju á kostnað annarra með það markmið fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig.
Langflottasti gyðingurinn í sturtuklefanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. ágúst 2018
Kjarasamningar og hagfræði
Þetta er dapurlegt að lesa:
Guðbergur Rósi Kristjánsson er 25 ára og á sér marga drauma. Hann er með Downs-heilkenni og frá því að hann útskrifaðist af starfsnámsbraut FB fyrir þremur árum hefur hann haft lítið fyrir stafni, þar sem fá tækifæri eru fyrir fötluð ungmenni í starfi og námi.
Enn dapurlegri verður lesturinn þegar maður gerir sér grein fyrir ástæðum erfiðleika hins unga manns: Kjarasamningar og vinnulöggjöf!
Kjarasamningar og ýmis lög binda hendur atvinnurekenda sem væru sennilega alveg til í að ráða þennan unga mann. Kjarasamningar segja hvað hann eigi að fá í laun og sennilega er sú upphæð hærri en sem nemur þeirri verðmætasköpun þeirra starfa sem óhætt væri að setja einstakling með Downs-heilkenni í.
Ef raunverulegt fyrirtæki á að bjóða manninum raunverulegt starf þarf að leyfa honum að vinna fyrir raunveruleg markaðslaun. Hið sama gildir um alla aðra, svo því sé haldið til haga.
Ósjálfviljugt atvinnuleysi er heimatilbúið vandamál sem stafar af mannlegum hindrunum sem lagðar eru í veg fyrir fólk og fyrirtæki sem vilja semja sín á milli. Og fórnarlömbin, sem komast ekki yfir þessar hindranir, þjást.
Finnur ekki eldinn inni í sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. ágúst 2018
Ríkið er linur húsbóndi
Á dögunum birtist í Viðskiptablaðinu viðtal [við] Eggert Þór Kristófersson, forstjóra N1, þar sem hann sagði að markaðurinn væri harður húsbóndi, og bætti við að markaðurinn refsar fyrirtækjum hart ef þau eru ekki að standa sig, svo það er mikið aðhald í því. Viðkomandi taldi sig alltaf þurfa að vera á tánum til að bregðast við breytingum í ytri og innri aðstæðum. Þetta væri hollt fyrir fyrirtækið.
Auðvitað blasir þetta við en um leið er hverju sannleikskorni hollt að vera endurtekið svo það gleymist ekki. Fyrirtæki í samkeppnisrekstri fæðast og deyja eins og neytendum hentar. Þau þurfa sífellt að haga seglum eftir vindi. Sum uppskera vel og önnur fara á hausinn. Sum eru skammlíf og önnur langlíf. Svona er lífið á hinum frjálsa markaði þar sem kröfuhörðum neytendum er þjónað.
Á hinum ófrjálsa markaði blasir annar veruleiki við. Þar er hið opinbera með allan sinn ríkisrekstur, hlutafélagarekstur og afskiptasemi af rekstri annarra. Það kemur varla fyrir að ríkið losi sig við rekstur jafnvel þótt hann gangi illa ár eftir ár. Ríkisforstjórar standa af sér umframkeyrslu, klúður, skipulagsleysi og aðhaldsleysi ár eftir ár. Opinberar stofnanir og rekstrareiningar geta sent skjólstæðinga sína á biðlista sem endast í mörg ár. Þær geta ýtt samkeppnisaðilum í burtu með lögum og niðurgreiðslum. Starfsfólk þeirra fær ekki borgað eftir getu og verðmætasköpun heldur fær það meðaltalslaun þeirra bestu og lélegustu innan síns verkalýðsfélags. Þegar einhver talar um að loka ríkisstofnun eða einkavæða þann hluta hennar sem einhver hefur not fyrir fer samfélagið á hliðina af deilum. Ríkið er linur húsbóndi en klappstýrur ríkisrekstrar eru harður húsbóndi sem vill aldrei missa spón úr aski sínum sama hvað gengur á.
Það blasir við að ríkisvaldið og sveitarfélög á Íslandi vasast í alltof mörgu. Því er ruglað saman að hið opinbera tryggi ákveðna þjónustu og jafnvel fjármögnun hennar og að það þurfi sjálft að standa í tilteknum rekstri með tilheyrandi ringulreið og söfnun lífeyrisskuldbindinga á herðar skattgreiðenda. Á Íslandi þurfa allir þræðir að liggja til misviturra og alltaf umdeildra ráðherra sem bókstaflega brenna fé skattgreiðenda á báli sóunar, aðhaldsleysis og linkindar, að ógleymdum atkvæðakaupunum.
Ríkið er linur húsbóndi og við vitum hvernig fer fyrir starfsmanni með slíkan yfirmann: Hann verður sjálfur linur. Við eigum að óska því góða fólki sem vinnur fyrir ríkið í dag betri örlaga og reyna að koma því á hinn frjálsa markað sem fyrst.
Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í dag og er aðgengileg áskrifendum blaðsins hér. Tenglum hefur hér verið bætt við.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. ágúst 2018
Losun frá blaðamönnum hefur aukist um 500%
Síðan vinstrimönnum tókst að sannfæra fleiri en örfáa um að koltvísýringur væri stórhættuleg lofttegund hefur blaðamönnum tekist að auka framleiðslu sína á innantómu lofti um mörg hundruð prósent.
Í stað þess að fjalla um veðrið, náttúruna, sveiflur, sólina, geimgeisla, víxlverkanir himins og hafs og gagnleg áhrif ódýrrar orku fyrir mannkynið fjalla þeir um ímyndað vandamál.
Auðvitað dettur engum stjórnmálamanni í hug að svipta sína þegna ódýrri orku og meira að segja ríkustu þjóðir eyða bara rétt svo nóg í óstöðuga og viðhaldsfreka orkuframleiðslu til að friða háværustu raddir. Meintar skuldbindingar um minnkandi losun í raun eru innantómt gaspur. Um það má fræðast í myndbandinu sem fylgir þessari færslu.
Það fer að koma að því að almenningur fái nóg af þessari þvælu og byrji að heimta raunverulegar fréttir í staðinn.
Losun frá flugi jókst um 13,2% milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. ágúst 2018
Svo virðist sem ...
Að ætla sér að byggja lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar er nánast klikkun.
Sveiflurnar í fjölda ferðalanga er gríðarlegar. Þessu geta rútufyrirtæki auðveldlega svarað með því að bæta við eða leggja rútum. Rútur má kaupa, selja og leigja á tiltölulega einfaldan hátt. Þær eru öruggar í akstri, stöðugar og þola flest veðurskilyrði. Rekstur rútu þarf ekki að fara á hausinn þótt sætanýting sé léleg á hluta sólarhrings eða árs. Stjórnmálamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af takmörkuðu fé skattgreiðenda.
Fordæmin frá útlöndum ættu að hræða alla frá lestarframkvæmdum milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Innlend fordæmi, svo sem Harpan og Vaðlaheiðargöng, ættu líka að hræða rækilega.
Það er krúttlegt að menn hafi áhyggjur af rekstrarafkomu flugvallarrútufyrirtækjanna, en óþarfi. Þau spjara sig eða fara á hausinn. Neytendur fá eftir sem áður sitt sæti.
120 ferðir á flugvöllinn á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. ágúst 2018
Kapítalisminn bjargar lífum
Hrein rökhugsun komast að þessari niðurstöðu fyrir mörgum öldum.
Tölfræðilegar upplýsingar hafa sannreynt þá niðurstöðu alla tíð síðan.
Niðurstaðan er einföld:
Frjáls markaður er vænlegasta leiðin til að samstilla erfiði og vinnu mannkyns, í þágu mannkyns.
Því frjálsari sem markaðurinn er, því mun betur þjónar vinna hvers og eins okkar mannkyninu í heild sinni. Þetta gerist þótt hver og einn hugsi bara um sig og sína. Væntumþykjan fyrir eigin fjölskyldu skaðar ekki aðra.
Ég er frjálshyggjumaður af því ég vil verja eignarrétt minn á mínum eigin líkama fyrir ofbeldi, og lít á það sem réttlætisbaráttu. Um leið veit ég að sú varnarbarátta mun gagnast öðrum, beint og óbeint.
Fyrrverandi nemi gæti orðið milljarðamæringur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. ágúst 2018
Hvernig eigum við þá að drepa okkur?
Nú hefur einhverjum vísindamanninum dottið í hug að gerast stjórnmálamaður og notar rannsóknir sínar til að rökstyðja hert kverkatak ríkisins á einstaklingum:
Aðalhöfundur rannsóknarinnar, doktor, Emmanuela Gakidou, segir að herða eigi reglur um sölu áfengis og að skattar á því eigi að vera háir. Það fylgir því mikil heilbrigðisáhætta að neyta áfengis, segir Gakidou.
En hvernig eigum við þá að drepa okkur?
Löglegur varningur er þrátt fyrir allt aðeins öruggari en ólöglegur varningur jafnvel þótt hinn löglegi varningur sé í sjálfu sér skaðlegur heilsunni. Vodkinn er svipaður í styrkleika og innihaldi og landinn, en landinn getur hafa komið úr notuðu klósetti á meðan vodkinn er líklega bruggaður í hreinni og snyrtilegri verksmiðju. Sé hinn löglegi varningur hækkaður of mikið í verði eða gerður óaðgengilegur mun sá ólöglegi engu að síður eiga upp á pallborðið hjá sumum neytendum.
(Ég man vel eftir því að hafa keypt landa á hagstæðum kjörum á mínum menntaskólaárum og stundum þurft að blanda hann í bragðsterku gosi til að fá þokkalegt bragð út úr honum. Vodkinn var einfaldlega of dýr eða óaðgengilegur eða bæði.)
Í sumum ríkjum sem banna áfengi notar fólk bara sterkari vímuefni.
Í sumum ríkjum hafa ungmennin ekki efni á áfenginu eða hafa ekki aðgang að því og þefa þá í staðinn af lími eða dæla lofti í endaþarminn á sér.
Í Bandaríkjum bannáranna var ólögleg framleiðsla og sala á áfengi að helstu tekjulind harðsvíraðra glæpamanna. Venjulegt fólk sótti staði þeirra, keypti af þeim áfengi og fjármagnaði glæpastarfsemi þeirra.
Hert aðgengi að áfengi og hærri skattlagning á því hefur margar og neikvæðar afleiðingar sem eru miklu verri en nokkrum árum styttra líf þeirra sem njóta sopans.
Nú fyrir utan að við, sem einstaklingar, eigum líkama okkar og eigum að fá að umgangast hann sem slíkan.
Skál!
Öruggast að drekka ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2018
Leik- og grunnskólar sem barnageymslur
Leik- og grunnskólar eru barnageymslur þar sem tíminn er látinn líða með einhverju námi (því eldri sem börnin eru, því meira nám).
Auðvitað eru skólarnir líka staðir náms og lærdóms en það er ekki það sem megnið af tímanum fer í. Megnið af skólatímanum fer í leiki af einu eða öðru tagi. Í skólanum læra krakkar að umgangast jafnaldra og fullorðna. Þar læra þeir á klukku og að deginum er að jafnaði skipt upp í hólf þar sem á að gera ákveðna hluti á ákveðnum tímum.
Þegar kemur að sjálfu náminu held ég að flestir hafi mjög hófstilltar væntingar til grunnskólans. Á 10 árum læra flestir krakkar að lesa og einhver grunnatriði í stærðfræði en miðað við allan tímann sem þau hafa eytt í skóla er námsefnið vægast sagt þunnt.
En hvað um það. Sem barnageymslur þurfa leik- og grunnskólar alvarlega yfirhalningu. Til að mynda mætti leggja niður þessa starfsdaga eða hluta þá niður og dreifa á venjulega vinnudaga. Það á aldrei að vera í boði að hreinlega loka og ætlast til þess að foreldrar geti tekið frí. Þannig hefur það aldrei verið hjá mér í Danmörku og hef ég þó reynslu af öllu frá ungbarnaleikskóla til grunnskóla. Enda kæmi það aldrei til greina. Foreldrar myndu mótmæla, skiljanlega.
Kannski er ekki mögulegt að endurskoða rekstrarumhverfi leik- og grunnskóla innan núverandi ramma. Sennilega myndi það mæta of mikilli mótstöðu frá hagsmunasamtökum fólksins sem nýtur góðs af núverandi fyrirkomulagi og skorti á samráði milli barnageymslustaða. Þá er til annað ráð sem heitir að einkavæða alla leik- og grunnskóla og búa til aðeins frjálsari markað þar sem er hlustað aðeins meira á skjólstæðingana.
Segir Ísland eftir á með grunnskólafrí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 19. ágúst 2018
Maðurinn sem hatar mannkynið en elskar hvalina
Paul Watson fær oft mikla athygli. Fjölmiðlamenn lepja upp rausið hans. Þessi athygli er óverðskulduð. Maðurinn er einfaldlega hávær og vel fjármagnaður hryðjuverkamaður.
Ekki það nei?
Eftirfarandi er ritað af þessum manni sem sumir dýrka:
"Humans are presently acting upon this body [the collective body of the biosphere] in the same manner as an invasive virus with the result that we are eroding the ecological immune system." (heimild)
Sami maður hefur vonast til að réttur vírus komi fram og drepi stóran hluta mannkyns svo þeir sem lifa af geti flutt inn í lokaðar nýlendur. Þannig bjó mannkynið lengst af, og það var ömurleg tilvera.
Núna óskar hann þess að Íslendingar yfir miðjan aldur drepist.
Þetta lepja blaðamenn upp. Hvað vakir fyrir þeim? Er verið að styðja við bakið á þessum hryðjuverkamanni?
Er ekkert pláss fyrir jákvæðan boðskap um t.d. framfarir og bjartsýni?
Vilja sökkva hvalveiðiskipunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 18. ágúst 2018
Miðausturlönd eru átakasvæði
Þeir sem senda vopn inn í Miðausturlönd eiga skilið stóran löðrung. Skiptir engu máli hver á í hlut. Miðausturlönd eru eitt stórt átakasvæði og hafa verið í margar aldir. Öll vopn sem fara þar inn geta lent í höndum manna sem hika ekki við að myrða saklausa borgara.
Meira að segja án vopna eru Miðausturlönd vondur staður fyrir venjulegt fólk. Þar eru refsingar við meintum afbrotum enn í miðaldarstíl. Þar er venjulegt fólk kúgað.
Ef ekki hefði verið fyrir þá óverðskulduðu heppni að olía hefði fundist á þessu svæði væri það ekki í fréttum frekar en átakasvæði víða í Afríku. Þar væru litlir ættbálkar í eilífum erjum en yfirleitt frekar fámennum. Þökk sé olíupeningunum er hægt að taka slíkar ættbálkaerjur á næsta stig og fjármagna rándýr drápstól og þurrka út fólk í stórum stíl.
Nú er kannski freistandi að draga þá ályktun að kenna múslímatrú um hið herskáa andrúmsloft Miðausturlanda undanfarnar aldir. Þá ályktun draga nú fleiri og fleiri. Ekki ætla ég að mótmæla því.
Fengu sprengjuna frá Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |