Kjarasamningar og hagfræði

Þetta er dapurlegt að lesa:

Guðbergur Rósi Kristjánsson er 25 ára og á sér marga drauma. Hann er með Downs-heilkenni og frá því að hann útskrifaðist af starfsnámsbraut FB fyrir þremur árum hefur hann haft lítið fyrir stafni, þar sem fá tækifæri eru fyrir fötluð ungmenni í starfi og námi. 

Enn dapurlegri verður lesturinn þegar maður gerir sér grein fyrir ástæðum erfiðleika hins unga manns: Kjarasamningar og vinnulöggjöf!

Kjarasamningar og ýmis lög binda hendur atvinnurekenda sem væru sennilega alveg til í að ráða þennan unga mann. Kjarasamningar segja hvað hann eigi að fá í laun og sennilega er sú upphæð hærri en sem nemur þeirri verðmætasköpun þeirra starfa sem óhætt væri að setja einstakling með Downs-heilkenni í. 

Ef raunverulegt fyrirtæki á að bjóða manninum raunverulegt starf þarf að leyfa honum að vinna fyrir raunveruleg markaðslaun. Hið sama gildir um alla aðra, svo því sé haldið til haga.

Ósjálfviljugt atvinnuleysi er heimatilbúið vandamál sem stafar af mannlegum hindrunum sem lagðar eru í veg fyrir fólk og fyrirtæki sem vilja semja sín á milli. Og fórnarlömbin, sem komast ekki yfir þessar hindranir, þjást.


mbl.is Finnur ekki eldinn inni í sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðað við þetta hægriöfgabull færi Rósi létt með að starfa sem verkfræðingur í Danmörku. cool

Laun eru að sjálfsögðu ekki alltaf í réttu hlutfalli við þau verðmæti sem viðkomandi skapar með starfi sínu.

Þannig er til að mynda engan veginn auðvelt að segja til um það hversu mikil verðmæti grunnskólakennari skapar.

Lágmarkslaun hér á Íslandi eru 300 þúsund krónur á mánuði og fólk eins og Rósi starfar til að mynda í verslunum Bónuss við góðan orðstír og mun betri en verkfræðingar. cool

Afgreiðslustörf í Bónus eru ekki ómerkilegri en starf forstjóra fyrirtækisins.

Laun fara hins vegar meðal annars eftir því hvernig um semst í kjarasamningum, hversu mikla menntun viðkomandi þarf til að geta sinnt starfi sínu og hversu mikið er til skiptanna í viðkomandi þjóðfélagi.

Laun hafa hækkað mikið hérlendis síðastliðin ár og kaupmáttur þeirra hefur einnig aukist mikið, aðallega vegna þess að mun fleiri erlendir ferðamenn dvelja nú hér en áður. Og launin voru hækkuð vegna verkfalla eða hótana um verkföll.

Þorsteinn Briem, 30.8.2018 kl. 07:31

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er að hluta til rétt, Geir. Hins vegar er fjöldi starfa sem fólk með Downs heilkenni á auðvelt með að vinna og þar sem afköst þess eru ekkert minni en annarra.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2018 kl. 10:17

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þau störf sem henta einstaklingum með Downs heilkenni virðast vera færri en dugar til að útvega þeim öllum (sem vilja) vinnu, eða of hátt launuð til að nógu mikið af þeim séu í boði, eða blanda af hvoru tveggja. Ég sé fyrir mér að kerrusöfnun Bónus-verslana sé ónauðsynleg utan háannatíma og skiljanlega ekki verið að ráða í margar slíkar stöður, sérstaklega ekki starfsmenn sem geta svo ekki hlaupið í afgreiðslustörf og bókhald utan háannatíma.

Það blasir við að laun sem eru ákvörðuð of hátt miðað við verðmætasköpun hverfa. Þannig eru vélmenni byrjuð að taka við starfsmönnum á McDonalds mjög víða, og þess vegna hurfu kallarnir á bensínstöðvunum og viku fyrir sjálfsafgreiðslukössum. 

Eða eru menn hér að reyna þefa upp aðrar skýringar á atvinnuleysi Rósa en það vilji bara enginn ráða hann? Var eitthvað ósagt í fréttinni?

Geir Ágústsson, 30.8.2018 kl. 11:01

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Heppilegast væri að það mætti bjóða vinnu án þess að þurfa borga verkalýðsfélögum þeirra þóknun, ríkinu sína skatta og lífeyrissjóðunum sína spilapeninga. Það gæti lækkað launakostnaðinn töluvert. Svo mætti hugsa sér að launakostnað vegna starfa þeirra með sérþarfir yrði frádráttabær frá tryggingagjaldinu illræmda. 

Með öðrum orðum: Að lækka hinn gríðarlega kostnað sem fylgir hverjum starfsmanni og auka þannig framboð starfa.

Geir Ágústsson, 30.8.2018 kl. 11:15

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Get nefnt raunverulegt launadæmi:  Lítið fyrirtæki greiðir mánaðarlaun alls kr.1750.000 og launþegar fá útborgað kr.883.000 - skattar og launatengdur kostnaður reiknast kr.867.000. (rúnnaðar tölur til einföldunar).

Kolbrún Hilmars, 30.8.2018 kl. 13:09

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fólk er ekki skyldugt til að vera í verkalýðsfélögum. Og það eru fleiri störf en kerrusöfnun sem henta fólki með Downs. Ég held að það séu mörg fyrirtæki sem væru alveg til í að ráða Rósa í vinnu. En vandinn er að í svona tilfellum þurfa fyrirtækin að taka frumkvæði, átta sig á hvaða störf gætu hentað og kalla sérstaklega eftir umsóknum frá þroskaskertum. Það er tiltölulega auðvelt að gera fyrir stjórnendur fyrirtækja, en fyrir aðstandendur þroskaskertra er það eins og að leita að saumnál í heystakki að reyna að finna störf sem henta þeim.

Þetta breytir auðvitað engu um að það er rétt hjá þér að ef skattar og gjöld væru lægri, og lágmarkslaun ekki til staðar, væru slíkar ráðningar auðveldari. En það er ekki það eina sem skiptir hér máli. Það er fleira sem kemur til eins og ég var að benda á.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2018 kl. 00:08

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þá vona ég svo sannarlega að eftir þessu verði tekið og að rekstrarlegur raunveruleiki sé ekki hindrun. 

Geir Ágústsson, 31.8.2018 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband