Ríkiđ er linur húsbóndi

Á dögunum birtist í Viđskiptablađinu viđtal [viđ] Eggert Ţór Kristófersson, forstjóra N1, ţar sem hann sagđi ađ markađurinn vćri „harđur húsbóndi“, og bćtti viđ ađ markađurinn „refsar fyrirtćkjum hart ef ţau eru ekki ađ standa sig, svo ţađ er mikiđ ađhald í ţví.“ Viđkomandi taldi sig alltaf ţurfa ađ vera á tánum til ađ bregđast viđ breytingum í ytri og innri ađstćđum. Ţetta vćri hollt fyrir fyrirtćkiđ.  

Auđvitađ blasir ţetta viđ en um leiđ er hverju sannleikskorni hollt ađ vera endurtekiđ svo ţađ gleymist ekki. Fyrirtćki í samkeppnisrekstri fćđast og deyja eins og neytendum hentar. Ţau ţurfa sífellt ađ haga seglum eftir vindi. Sum uppskera vel og önnur fara á hausinn. Sum eru skammlíf og önnur langlíf. Svona er lífiđ á hinum frjálsa markađi ţar sem kröfuhörđum neytendum er ţjónađ.

Á hinum ófrjálsa markađi blasir annar veruleiki viđ. Ţar er hiđ opinbera međ allan sinn ríkisrekstur, hlutafélagarekstur og afskiptasemi af rekstri annarra. Ţađ kemur varla fyrir ađ ríkiđ losi sig viđ rekstur jafnvel ţótt hann gangi illa ár eftir ár. Ríkisforstjórar standa af sér umframkeyrslu, klúđur, skipulagsleysi og ađhaldsleysi ár eftir ár. Opinberar stofnanir og rekstrareiningar geta sent skjólstćđinga sína á biđlista sem endast í mörg ár. Ţćr geta ýtt samkeppnisađilum í burtu međ lögum og niđurgreiđslum. Starfsfólk ţeirra fćr ekki borgađ eftir getu og verđmćtasköpun heldur fćr ţađ međaltalslaun ţeirra bestu og lélegustu innan síns verkalýđsfélags. Ţegar einhver talar um ađ loka ríkisstofnun eđa einkavćđa ţann hluta hennar sem einhver hefur not fyrir fer samfélagiđ á hliđina af deilum. Ríkiđ er linur húsbóndi en klappstýrur ríkisrekstrar eru harđur húsbóndi sem vill aldrei missa spón úr aski sínum sama hvađ gengur á.

Ţađ blasir viđ ađ ríkisvaldiđ og sveitarfélög á Íslandi vasast í alltof mörgu. Ţví er ruglađ saman ađ hiđ opinbera tryggi ákveđna ţjónustu og jafnvel fjármögnun hennar og ađ ţađ ţurfi sjálft ađ standa í tilteknum rekstri međ tilheyrandi ringulreiđ og söfnun lífeyrisskuldbindinga á herđar skattgreiđenda. Á Íslandi ţurfa allir ţrćđir ađ liggja til misviturra og alltaf umdeildra ráđherra sem bókstaflega brenna fé skattgreiđenda á báli sóunar, ađhaldsleysis og linkindar, ađ ógleymdum atkvćđakaupunum. 

Ríkiđ er linur húsbóndi og viđ vitum hvernig fer fyrir starfsmanni međ slíkan yfirmann: Hann verđur sjálfur linur. Viđ eigum ađ óska ţví góđa fólki sem vinnur fyrir ríkiđ í dag betri örlaga og reyna ađ koma ţví á hinn frjálsa markađ sem fyrst.

Ţessi grein birtist í Morgunblađinu í dag og er ađgengileg áskrifendum blađsins hér. Tenglum hefur hér veriđ bćtt viđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband