Maðurinn sem hatar mannkynið en elskar hvalina

Paul Watson fær oft mikla athygli. Fjölmiðlamenn lepja upp rausið hans. Þessi athygli er óverðskulduð. Maðurinn er einfaldlega hávær og vel fjármagnaður hryðjuverkamaður.

Ekki það nei?

Eftirfarandi er ritað af þessum manni sem sumir dýrka:

"Humans are presently acting upon this body [the collective body of the biosphere] in the same manner as an invasive virus with the result that we are eroding the ecological immune system." (heimild)

Sami maður hefur vonast til að réttur vírus komi fram og drepi stóran hluta mannkyns svo þeir sem lifa af geti flutt inn í lokaðar nýlendur. Þannig bjó mannkynið lengst af, og það var ömurleg tilvera.

Núna óskar hann þess að Íslendingar yfir miðjan aldur drepist.

Þetta lepja blaðamenn upp. Hvað vakir fyrir þeim? Er verið að styðja við bakið á þessum hryðjuverkamanni?

Er ekkert pláss fyrir jákvæðan boðskap um t.d. framfarir og bjartsýni?


mbl.is Vilja sökkva hvalveiðiskipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Maður verður að líta á þettu frá fleiri en einu sjónarmiði.

Framtíð heimsins, er hörmung ... þetta hefur verið boðskapur allra, í gegnum aldirnar.  Ef það er ekki Guð, sem kemur hingað niður og drepur alla ... þá er það sjúkdómur, veira, styrjöld ... eitthvað, mun drepa allt mankynið. Ástæðan er sú, að við mankynið ofnýtum náttúruna ... dýrin í hálsaskógi, munu fyrr eða síðar snúast gegn okkur eins og í Avatar bíómyndinni, eða Hitchkock bíómynd þar sem fuglarnir ráðast á mennina fyrir að eyðileggja jörðina.

Þetta er tema, sem fólki hefur verið brauðfætt frá barnsbeini ... margir bíða eftir hinum góða "messías", sem drepur allt mankynið ... nema hina 6000 álfa jólasveinsins.

Það er náttúrulega erfitt að vera "álfur jólasveinsins" og þurfa að bíða eftir þessu í þúsundir ára ...

Örn Einar Hansen, 19.8.2018 kl. 19:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Núna óskar hann þess að Íslendingar yfir miðjan aldur drepist."

Sá sem er orðinn 75 ára er einfaldlega orðinn gamall maður og enda þótt Íslendingar verði að meðaltali eldri en flestar aðrar þjóðir í heiminum er meðalævilengd íslenskra karla nú um 81 ár.

Og harla ólíklegt að aðrir en Kristján Loftsson muni standa fyrir veiðum á langreyðum hér við Ísland eða þær verði stundaðar út í hið óendanlega.

Þorsteinn Briem, 19.8.2018 kl. 20:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.7.2018:

""Við reynd­um við þetta í júní en hætt­um svo," seg­ir Gunn­ar Berg­mann Jóns­son fram­kvæmda­stjóri IP út­gerðar sem ger­ir út bát­inn Hrafn­reyði KO á hrefnu­veiðar. Sex hrefn­ur veidd­ust áður en veiðunum var hætt ..."

Einungis sex hrefnur veiddar hér í sumar

Þorsteinn Briem, 19.8.2018 kl. 20:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrefnuskoðun í Faxaflóa skapar hér miklar gjaldeyristekjur en hrefnuveiðar sáralitlar.

Hvalaskoðun frá Reykjavík var strax árið 2013 með um eins milljarðs króna veltu og skapar þar hundruð starfa.

Og hvalaskoðunarbátar hafa einnig verið notaðir til norðurljósaferða í Faxaflóa.

Þorsteinn Briem, 19.8.2018 kl. 20:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt hundrað hrefnur eru um 0,2% af hrefnustofninum hér við Ísland og 150 langreyðar um 0,4% af langreyðarstofninum.

Þar að auki er langreyðurin einungis hluta af árinu hér við Ísland.

Hrefnur og langreyðar éta mjög lítið af verðmætasta fiskinum
og enda þótt hér yrðu veiddar 100 hrefnur og 150 langreyðar á ári skiptir það nánast engu  máli fyrir lífríkið í hafinu hér.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35% fæðunnar, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%.

Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.

Um 16 þúsund langreyðar eru á hafsvæðinu milli Íslands og Austur-Grænlands en tæplega 19 þúsund á milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen (norðan 50. breiddargráðu), samkvæmt talningum Hafrannsóknastofnunar.

Á Mið-Atlantshafssvæðinu eru um 72 þúsund hrefnur og þar af eru um 56 þúsund dýr á íslenska landgrunninu.

Íslendingar og Norðmenn hafa étið hrefnukjöt en Norðmenn hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Og við getum eingöngu selt langreyðarkjöt til Japans en Japanir hafa sjálfir veitt stórhveli.

Veiðar á langreyði hér við Ísland eru ekki okkar einkamál, því þær eru fardýr sem eru einungis hluta af árinu hér við land. Um þær gilda alþjóðlegir sáttmálar sem okkur Íslendingum ber að virða.

Við getum því ekki veitt hér langreyðar eins og okkur sýnist
og markaður verður að vera fyrir langreyðarkjötið. Ekki étum við það sjálfir og því getum við ekki ætlast til að aðrir éti það.

Verð á langreyðarkjöti í Japan myndi lækka mikið með stórauknu framboði
af slíku kjöti héðan frá Íslandi og japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af því.

Þorsteinn Briem, 19.8.2018 kl. 20:43

7 Smámynd: Tryggvi Helgason

Paul Watson og áróðurssamtökin gegn hvalveiðum, fá sína peninga aðallega frá Hollywood leikurum, kvikmynda iðnaðinum og frá eldra fólki sem gefur, jafnvel mánaðarlega, einhverja peninga upphæð. Sjálfur fær Paul um 100 þús. dali í árslaun. (10 milljón kr.) En það virðist sem tekjurnar fari minnkandi og áhugi almenning minnkar, enda hafa samtökin ekki treyst sér til þess að senda skip til Íslands, til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga.

Tryggvi Helgason, 20.8.2018 kl. 01:41

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég legg til að þeir sem óska mannkyninu eða stórum hluta þess dauða sýni gott fordæmi.

Hvað varðar hvalveiðar þá held ég nú að það renni bráðum upp fyrir heiminum að hvalir eru stórar beljur sem má alveg nýta og neyta og tvímælalaust grisja. 

Geir Ágústsson, 20.8.2018 kl. 09:07

9 identicon

Ég leiðrétti titilinn fyrir þig Geir : 

Hryðjuverkamaðurinn sem hatar mannkynið en elskar hvalina..

Halldór (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband