Leik- og grunnskólar sem barnageymslur

Leik- og grunnskólar eru barnageymslur þar sem tíminn er látinn líða með einhverju námi (því eldri sem börnin eru, því meira nám).

Auðvitað eru skólarnir líka staðir náms og lærdóms en það er ekki það sem megnið af tímanum fer í. Megnið af skólatímanum fer í leiki af einu eða öðru tagi. Í skólanum læra krakkar að umgangast jafnaldra og fullorðna. Þar læra þeir á klukku og að deginum er að jafnaði skipt upp í hólf þar sem á að gera ákveðna hluti á ákveðnum tímum. 

Þegar kemur að sjálfu náminu held ég að flestir hafi mjög hófstilltar væntingar til grunnskólans. Á 10 árum læra flestir krakkar að lesa og einhver grunnatriði í stærðfræði en miðað við allan tímann sem þau hafa eytt í skóla er námsefnið vægast sagt þunnt.

En hvað um það. Sem barnageymslur þurfa leik- og grunnskólar alvarlega yfirhalningu. Til að mynda mætti leggja niður þessa starfsdaga eða hluta þá niður og dreifa á venjulega vinnudaga. Það á aldrei að vera í boði að hreinlega loka og ætlast til þess að foreldrar geti tekið frí. Þannig hefur það aldrei verið hjá mér í Danmörku og hef ég þó reynslu af öllu frá ungbarnaleikskóla til grunnskóla. Enda kæmi það aldrei til greina. Foreldrar myndu mótmæla, skiljanlega.

Kannski er ekki mögulegt að endurskoða rekstrarumhverfi leik- og grunnskóla innan núverandi ramma. Sennilega myndi það mæta of mikilli mótstöðu frá hagsmunasamtökum fólksins sem nýtur góðs af núverandi fyrirkomulagi og skorti á samráði milli barnageymslustaða. Þá er til annað ráð sem heitir að einkavæða alla leik- og grunnskóla og búa til aðeins frjálsari markað þar sem er hlustað aðeins meira á skjólstæðingana.


mbl.is Segir Ísland eftir á með grunnskólafrí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband