Miðausturlönd eru átakasvæði

Þeir sem senda vopn inn í Miðausturlönd eiga skilið stóran löðrung. Skiptir engu máli hver á í hlut. Miðausturlönd eru eitt stórt átakasvæði og hafa verið í margar aldir. Öll vopn sem fara þar inn geta lent í höndum manna sem hika ekki við að myrða saklausa borgara. 

Meira að segja án vopna eru Miðausturlönd vondur staður fyrir venjulegt fólk. Þar eru refsingar við meintum afbrotum enn í miðaldarstíl. Þar er venjulegt fólk kúgað. 

Ef ekki hefði verið fyrir þá óverðskulduðu heppni að olía hefði fundist á þessu svæði væri það ekki í fréttum frekar en átakasvæði víða í Afríku. Þar væru litlir ættbálkar í eilífum erjum en yfirleitt frekar fámennum. Þökk sé olíupeningunum er hægt að taka slíkar ættbálkaerjur á næsta stig og fjármagna rándýr drápstól og þurrka út fólk í stórum stíl.

Nú er kannski freistandi að draga þá ályktun að kenna múslímatrú um hið herskáa andrúmsloft Miðausturlanda undanfarnar aldir. Þá ályktun draga nú fleiri og fleiri. Ekki ætla ég að mótmæla því.


mbl.is Fengu sprengjuna frá Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir - sem og aðrir gestir, þínir !

Geir !

Alveg hárrétt niðurstaða: af þinni hálfu, hér að ofan.

Og við má bæta - að Vestrænar þjóðir, sem og Suðurlandamenn og fleirri, eiga mun auðveldara með, að umgangast og umbera Hindúa og Bhúddatrúarmenn t.d., heldur en Múhameðska liðið, eins:: og sagan hefur sýnt okkur, frá alda öðli.

Með beztu kveðjum: af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2018 kl. 13:48

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Úr því að menn eru að vaða inn á svað "jólasveinsin", vil ég bara benda á það að Islam eru trúarbrögð sem sköpuðust í iðju endalausra morða og átaka sem hafa átt sér stað á þessu svæði frá alda öðli. En, hér eigum við á hættu að vaða inn á land "heilags kynþátthaturs" og það er bannað mál, með lögum. Því vendum við okkar kvæði í "kross" og segjum að Kristni var "sköpuð" til þess að gelda kynþáttahaturs trúarbrögðin, sem höfðu skapast í mið austurlöndum. Að lokum varð kristni ekkert skárri en vanskapnaðurinn sem hún var unninn úr.

Fólki sem heldur, að þvi takist að koma vitinu fyrir "öðrum" þar sem ríkjum hefur mistekist í þúsundir ára, eiga bágt ... og reglulega mikið af því.

Að því loknu, segi ég bara eins og margur "kaninn" ... let´s turn it into a parking lot.

Örn Einar Hansen, 18.8.2018 kl. 22:11

3 identicon

Svíar, sem framleiða margvísleg hernaðartól m.a. JAS herþotur,  tóku þessa umræðu fyrir átugum síðan og reyndu að setja alskyns reglur um hverjum mætti selja. Reglurnar reyndust of flóknar og götin of mörg svo þeir gáfust upp.

Enda til hvers að leyfa hergagnaframleiðslu ef ekki má selja?

Grímur (IP-tala skráð) 19.8.2018 kl. 17:42

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má alveg hugsa sér að hætta að senda hermenn inn á svæðið. Og hætta að þjálfa hermenn á svæðinu. Um leið mætti styðja við hreyfingar sem vilja kljúfa sig frá einhverjum heildum og spreyta sig á eigin spýtur, t.d. Kúrdana sem þurfa sneið úr Tyrklandi, Íran, Írak og Sýrlandi og geta þá verið í eigin ríki. Að sundra stóru ríki í smærri þjóðríki reyndist vel fyrir svæðið sem áður hét Júgóslavía. Tékkóslóvakía fékk að sundrast í Tékkland og Slóvakíu. Oft er friðsælla að rjúfa sambúðina en halda henni saman með valdi.

Geir Ágústsson, 20.8.2018 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband