Svo virðist sem ...

Að ætla sér að byggja lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar er nánast klikkun.

Sveiflurnar í fjölda ferðalanga er gríðarlegar. Þessu geta rútufyrirtæki auðveldlega svarað með því að bæta við eða leggja rútum. Rútur má kaupa, selja og leigja á tiltölulega einfaldan hátt. Þær eru öruggar í akstri, stöðugar og þola flest veðurskilyrði. Rekstur rútu þarf ekki að fara á hausinn þótt sætanýting sé léleg á hluta sólarhrings eða árs. Stjórnmálamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af takmörkuðu fé skattgreiðenda.

Fordæmin frá útlöndum ættu að hræða alla frá lestarframkvæmdum milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Innlend fordæmi, svo sem Harpan og Vaðlaheiðargöng, ættu líka að hræða rækilega. 

Það er krúttlegt að menn hafi áhyggjur af rekstrarafkomu flugvallarrútufyrirtækjanna, en óþarfi. Þau spjara sig eða fara á hausinn. Neytendur fá eftir sem áður sitt sæti.


mbl.is 120 ferðir á flugvöllinn á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef Degi tekst að láta sinn stærsta draum rætast og loka flugvellinum í Reykjavík.

Væri rekstrargrundvöllur fyrir fluglestinni hans Runólfs ef allt innanlandsflug væri frá Keflavík?

Grímur (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 16:18

2 identicon

Til að bjarga innanlandsfluginu þarf það að flytja til Keflavíkur. Það yrði mikil lyftistöng fyrir landsbyggðina sem kæmist í beint tengiflug við útlönd. Með þessum hætti myndi landsbyggðin einnig fá mun stærri skerf af erlendum ferðamönnum og grundvöllur myndi skapast fyrir lækkun fargjalda í innanlandsflugi.

Ég er þó ekki viss um að það myndi nægja til að hraðlest myndi borga sig. Hætt er við að flestir myndu taka rútu vegna mikils verðmunar. En eru ekki rúturnar háðar leyfum stjórnvalda? Það væri þá kannski hægt að takmarka slík leyfi þannig grundvöllur myndaðist fyrir rekstri hraðlestar á miðaverði sem væri ekki svo miklu hærra en með rútu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 21:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa möguleikann til skoðunar."

"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.

Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.

Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."

Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ)

Þorsteinn Briem, 27.8.2018 kl. 22:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, um tvö hundruð, eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 27.8.2018 kl. 22:39

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Reykjavík er höfuðborg landsins.  Þar er mest öll stjórnsýsla ríkisins og innanlandsflugvélar eru fullar af fólki sem á við hana erindi.  Viðkomandi eiga ekkert erindi til útlanda - fyrr en stjórnsýslan hefur verið flutt til Brussel.

Kolbrún Hilmars, 27.8.2018 kl. 23:44

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað ætli kosti að grafa sex akgreina hraðbraut undir hraunið? 

Hvað ætli kosti að búa til aðstöðu fyrir tvöfaldar rútur við Keflavíkurflugvöll? 

Hvað ætli kosti að hita upp Reykjanesbrautina og reisa skjólveggi meðfram henni?

Það eru til rosalega margir möguleikar en menn skoða þá ekki. Dýrasta lausnin er undir eins valin og sett í sérstakt félag. 

Ég hef setið í mörgum strætó og margri lestinni. Aldrei hef ég lent í að strætó bili (þótt það komi fyrir) en mjög oft - sérstaklega hlutfallslega - hef ég lent í lestum sem bila, komast ekki vegna laufblaða á teinunum, komast ekki vegna snjó og klaka á teinunum, eru stöðvaðar af öryggisástæðum (t.d. að manneskja hoppar á teinana eða eitthvað dýr verður fyrir lest) og svona má lengi telja.

Innanlandsflugið á auðvitað bara að einkavæða eins og það leggur sig - alla flugvelli og flugstöðvar - og hætta niðurgreiðslum og lækka skatta og auðvelda fyrirtækjum að fá rekstrarleyfi. 

Geir Ágústsson, 28.8.2018 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband