Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Aðhald á Alþingi - loksins!

Ég er himinlifandi með framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þessa dagana. Hann hundeltir Jóhönnu Sigurðardóttur og mokstur hennar á almannafé til vina sinna. Þetta er aðhald í lagi. Loksins!

Nú vita auðvitað allt sem vilja að ríkisstjórnin sem núna situr er vægast sagt spillt. Hún mokar fé í vini sína, leiðir allar reglur (skráðar og óskráðar) hjá sér, hótar þingmönnum sem kjósa ekki eftir hennar höfði, og svona má lengi telja. ESB-draumur Samfylkingarinnar er líka blautur draumur Samfylkingarmanna um að komast í vel launuð störf í Brussel og feit eftirlaun að starfsævi lokinni.

Það lítur út fyrir að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu að vakna örlítið til lífsins. Þeir hafa látið kæfa sig með þvaðri um "samstarf" og "samstöðu" í "þágu þjóðarinnar" en raunin er sú að þögn stjórnarandstöðunnar er þögul útfarartónlist fyrir þjóðina, sem ríkisstjórnin er að grafa lifandi þessi misserin undir þungu hlassi skuldasöfnunar og skattahækkana. 


mbl.is Svör ráðherra til Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta á við um fleiri gjaldmiðla

Það er bæði auðvelt og vinsælt að tala illa um hina íslensku krónu. En það er óþarfi að hlífa öðrum gjaldmiðlum.

Í Bandaríkjunum prenta menn nú dollarann eins og óðir. Þetta kalla menn allt annað en peningaprentun, en peningaprentun er það samt. "Viðteknar" hagfræðikenningar segja að peningaprentun geti komið hjólum atvinnulífsins af stað, dregið úr atvinnuleysi og ýtt undir hagvöxt. Þessar kenningar hafa ekki endað í ruslatunnunni eftir hrunið. Þvert á móti. Því miður.

Örlög pappírsgjaldmiðla heimsins í fjarveru bindingar við einhvers konar raunveruleg verðmæti (t.d. gull eða silfur) eru fyrirsjáanleg:

Until and unless we return to the classical gold standard at a realistic gold price, the international money system is fated to shift back and forth between fixed and fluctuating exchange rate,s with each system posing unsolved problems, working badly, and finally disintegrating. And fueling this disintegration will be the continued inflation of the supply of dollars and hence of American prices which show no sign of abating. The prospect for the future is accelerating and eventually runaway inflation at home, accompanied by monetary breakdown and economic warfare abroad.

..eða svo var ritað árið 1980. Þá vitið þið það.


mbl.is Rýrnun krónunnar 99,95%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Öll fita farin' segir hrokafulli lýðskrumarinn

Ein vinsælasta afsökun stjórnmálamanna (og raunar yfirmanna deilda hjá einkafyrirtækjum líka) til að skera ekki niður útgjöld hjá sér er sú að segja að "öll fita" sé nú þegar farin.

Ef einkafyrirtækjum mistekst að aðlaga útgjöld sín að tekjum þá fara þau á hausinn (nema velviljaðir stjórnmálamenn borgi undir þá með fé skattgreiðenda eða nýprentuðum peningum sem rýra kaupmátt allra peninga hjá öllum öðrum).

Ef stjórnmálamönnum mistekst að aðlaga útgjöld að "tekjum" þá gerist nánast undantekningalaust það að skattgreiðendur eru kreistir örlítið meira og örlítið nær því að kreistast til dauða og í net opinberrar framfærslu, "velferðar" og "aðstoðar". Sjálfbjörg skattgreiðenda sendir stjórnmálamönnum það merki að þá má kreista örlítið meira án þess að bugast endanlega undan okinu.

Lýðskrum og hroki finnst í orðum þeirra sem blása á niðurskurðartillögur (hvaðan sem þær koma), en ekki í orðum þeirra sem vilja hlífa skattgreiðendum við enn einni blóðugri og deyfingarlausri opinni skurðaðgerð, þar sem enn eitt mikilvægt líffæri er fjarlægt úr þeim til að brenna á báli opinberar eyðslu.


mbl.is Hugmyndir Gunnars „óraunhæfar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðhald á Alþingi? Loksins!

Guðlaugur Þór Þórðarson verður seint talinn til minna uppáhaldsstjórnmálamanna, en að hann sé að hundelta Jóhönnu Sigurðardóttur og krefja hana um svör við áleitnum spurningum - það kann ég vel að meta!

Síðan þessi ríkisstjórn tók við hefur hún verið nánast aðhaldslaus. Hún hefur fyllt ráðuneytin af pólitískum vildarvinum vinstriflokkanna, stofnað til aragrúa nefnda og fyllt þær af vinum sínum, skipað vini sína í "sérfræðingastöður" á kostnað almennings, og auðvitað keyrt áfram rándýr gæluverkefni eins og ESB-aðild og Tónlistarferlíkið við Reykjavíkurhöfn. 

Guðlaugur Þór virðist ætla að hundelta Jóhönnu og krefja hana skýringa á því hvert hún mokar aflafé almennings. Það er frábært framtak sem ég fylgist spenntur með. Vonandi taka aðrir í stjórnarandstöðunni sig til og gera eitthvað svipað. Ríkisstjórn Íslands er sú vanhæfasta sem um getur og á góðri leið með að murka seinasta lífsmarkið úr hagkerfi og almenningi á Íslandi. Það sem henni vantar er pressa svo hún komi sér frá. Því fyrr því betra. 


mbl.is Segir Jóhönnu staðfesta leynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggt á sandi

Víða er ranglega gert ráð fyrir því að "botninum" sé náð í íslensku hagkerfi, t.d. á húsnæðismarkaði eða kaupmáttarlækkun almennings. (Húsnæðisverð er rangt af mörgum ástæðum: Ríkið bannar bönkum og Íbúðarlánasjóði að fleyta tómu húsnæði á sölulista, krónan er rangt skráð og kaupmætti er haldið uppi með lántökum og gjaldeyrishöftum.)

Botninum er ekki náð. Grunnstoðir hagkerfisins eru veikari en nokkru sinni fyrr. Ríkissjóður er skuldsettur á bólakaf og búið að binda þannig um hnútana að flestir gjalddagar þeirra lána falla um eða eftir næstu kosningar. Þannig hefur ríkisstjórnin skuldsett sig frá því að þurfa taka til í ríkisrekstrinum og leyfa krónunni að taka út aðlögun sína að breyttum aðstæðum eftir bankahrunið. Vandanum hefur verið slegið á frest, og hann aukinn gríðarlega.

Með gjaldeyrishöftunum er krónunni haldið rangt skráðri, og það kemur fram í of mikilli eftirspurn eftir innflutningi, og stórkostlega dregið úr ábatanum við útflutning. Það er gríðarlega mikilvægt að afnema gjaldeyrishöftin, og því hefur verið marglofað, en öll slík loforð verða svikin og höftunum verður haldið út kjörtímabilið. Vandanum hefur verið slegið á frest, og hann aukinn gríðarlega.

Hagstjórnin á Íslandi gengur út á að ýta öllum stórum vandamálum fram yfir næstu kosningar. Ríkisstjórnin veit að hún heldur ekki lífi eftir þær, og vandinn er því orðinn að vanda næstu ríkisstjórnar. Sú ríkisstjórn mun með réttu geta kennt núverandi ríkisstjórn um hið erfiða ástand sem mun skapast þegar gjaldeyrishöft verða að fara og gjalddagar falla á risalán. En vonandi tekur hún bara á verkefninu sem núverandi stjórnvöld forðast eins og latur unglingur forðast tiltekt á eigin herbergi.


mbl.is Spá verðhækkunum á húsnæðismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar (því miður)

Rekstur sveitarfélagsins Garðbæjar er til fyrirmyndar - því miður!

Því miður, því sveitarfélagið er bara að halda sköttum og gjöldum óbreyttum og greiða niður skuldir sínar, auk þess að reyna halda núverandi rekstri í aðhaldi. 

Þegar miðað er við langflest önnur sveitarfélög (þar á meðan Sjálfstæðismannavígið á Seltjarnarnesi eftir seinustu oddvitaskipti þar á bæ), þá er algjör hátíð að vera íbúi í Garðabæ. Þar eru yfirvöld ekki að reyna kreista seinasta blóðdropann úr skattgreiðendum sínum. Garðabær er til fyrirmyndar.

Því miður er þetta allur metnaðurinn í rekstri hins opinbera á Íslandi. Venjan virðist vera sú að stjórnmálamenn finni stærsta hamarinn í verkfæraskúffu sinni og berji eins fast og þeir mögulega geta í skattgreiðendur sína. Skattgreiðendur geta ekki flúið því önnur eins meðferð bíður þeirra hvert sem þeir flýja. Með örfáum undantekningum. 

Svo tala menn um að sameina sveitarfélög. Það er engin töfralausn. Þá verður ennþá erfiðara að flýja með fótunum þangað sem skattgreiðendum er leyft að byggja sig upp að nýju eftir hrunið.

(Sennilega er erfiðara en ella að flýja til hinna örfáu sveitarfélaga þar sem skattheimtunni er stillt í hóf því fasteignaverð þar endurspeglar sennilega hin góðu skattakjör og því hærra en gengur og gerist. En þetta er bara kenning.)


mbl.is Samstaða í bæjarstjórn Garðabæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimaður spáir ríkisstjórninni lífi

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, spáir því að ríkisstjórnin haldi lífi.

Birgir Guðmundsson, vinstrimaður og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, spáir því að ríkisstjórnin haldi lífi.

Og hvað með það?

Af hverju gerir Morgunblaðið það að frétt (sem það kallar fréttaskýringu) að vinstrimaður og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar spái því að ríkisstjórnin haldi lífi?

Menn gleyma því að það var ekki ríkisstjórnin sem kom fjárlagafrumvarpinu í gegn, heldur 31 þingmaður stjórnarflokkanna og einn þingmaður utan þeirra, Þráinn Bertelssen. Án Þráins hefði frumvarpinu verið hafnað. Hvað hefði Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, sagt þá? Hvað segir hann við því að utanstjórnarþingmaður hafi fleytt ríkisstjórninni yfir þetta mál? Að ríkisstjórnin njóti víðtæks stuðnings á Alþingi? 

Og eitt að lokum: Af hverju sitja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp af þessu tagi? Hvað er að því að kjósa nei við og hafna því sem er slæmt og eykur á vandræði hagkerfisins og Íslendinga allra?


mbl.is Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þótt fyrr hefði verið

Auðvitað á Hanna Birna Kristjánsdóttir að hætta sem fundaritari Samfylkingarinnar og Besta flokksins núna strax, og hella sér óskipt út í virka og gagnrýna stjórnarandstöðu í borginni. Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa fengið að leika lausum hala og skilið eftir sig brunarústir hvert sem þessir flokkar hafa snúið sér. Gegn þessu þarf að spyrna.

Ég veit ekki af hverju Hanna Birna hélt að hún gæti fundastýrt Samfylkingunni í átt að einhvers konar þverpólitísku samstarfi í borginni. Samfylkingin er þeim gegnsæja eiginleika gædd að hegða sér alltaf öfugt miðað við orð sín. Hún talar um þjóðaratkvæðagreiðslur en vill þær svo ekki þegar á hólminn er komið, eða hunsar niðurstöður þeirra ef þær eru á annað borð haldnar. Hún talar um þjóðstjórnir og samstarf þegar hún er í stjórnarandstöðu, en vill ekki heyra á slíkt minnst þegar hún er í stjórn. 

Besti flokkurinn afhjúpaði sig fljótlega sem spilltur klíkuflokkur og dæmigerður vinstriflokkur þegar kemur að hagstjórn og umburðarlyndi gagnvart lífsskoðunum annarra. Þeim flokki verður ekki stjórnað. Hann hverfur hratt og örugglega af sjónarsviðinu í næstu borgarstjórnarkosningum. Gott grín það.

Staða Hönnu Birnu sem persónu, og hennar flokks í borginni, er best borgið með Hönnu Birnu í stöðu óvægins leiðtoga stjórnarandstöðu í borginni, sem bendir á augljós hagstjórnarmistök borgarstjórnar og útskýrir hvernig betra væri að haga seglum. Því fyrr því betra. 


mbl.is Hlýt að íhuga að hætta sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Fylgdu flokkslínunni, eða láttu þig hverfa'

Samfylkingarfólk talaði á sínum tíma um að mönnum væri "refsað" í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki ef þeir fylgdu ekki flokkslínum. Nú er nákvæmlega þetta að gerast í VG og Samfylkingu: Ef þú fylgir ekki flokkslínunni, þá ertu frystur. 

Samfylkingarmenn hafa nú snúið fyrri skoðunum á höfuðið.

Ég sé ekki betur en að Samfylkingarfólk eigi að fagna og klappa í hvert skipti sem VG-maður ljær ESB-áhugamáli þeirra atkvæði sitt. Ég sé ekki betur en að VG-liðar séu að traðka á öllum ályktunum og samþykktum eigin flokks í ótal málaflokkum. En Samfylkingarfólk þakkar ekki svikin, heldur bölvar þeim sem svíkja ekki nógu kerfisbundið. 

Það er yndislegt að lesa upprifjun á eigin orðum VG-liða og annarra stjórnarliða og setja í samhengi við nýjustu atburði. Vonandi er einhver blaðamaðurinn eða sagnfræðingurinn að halda utan um stór orð stjórnarliðanna. 


mbl.is Segist styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúka og hafna í hvelli

Jóhanna Sigurðardóttir hefur lög að mæla. Alþingi ber að ljúka Icesave-málinu í hvelli, hætta umræðum sem fyrst og hafna nýjasta Icesave-frumvarpinu.

Endurreisnin byrjar ekki á því að gera kröfur á Íslendinga að byrði á Íslendingum. Aukin skuldsetning hægir á endurreisninni, eins og raunar allar hagstjórnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til (hækkandi skattar, vaxandi regluverk). 

Pólitískt markmið ríkisstjórnarinnar er ekki að endurreisa efnahaginn, heldur undirbúa Ísland fyrir innlimun í ESB. Icesave-málið allt er ekkert annað en pólitískt spil til að mýkja þá sem sitja hinum megin við ESB-innlimunarviðræðuborðið. Stjórnarandstaðan á ekki að taka þátt í slíku spili. VG hefur að vísu kyngt öllum sínum stefnumálum, en ætti að reyna endurheimta eitthvað af trúverðugleika sínum og hana Icesave-frumvarpinu og vinna að því að Íslandi dragi aðildarumsókn sína að ESB til baka.

Orðið "sátt" í munni Jóhönnu Sigurðardóttur hljómar furðulega. Sætti Jóhanna sig við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave? Nei. 


mbl.is Icesave verði afgreitt í sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband