Aðhald á Alþingi - loksins!

Ég er himinlifandi með framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þessa dagana. Hann hundeltir Jóhönnu Sigurðardóttur og mokstur hennar á almannafé til vina sinna. Þetta er aðhald í lagi. Loksins!

Nú vita auðvitað allt sem vilja að ríkisstjórnin sem núna situr er vægast sagt spillt. Hún mokar fé í vini sína, leiðir allar reglur (skráðar og óskráðar) hjá sér, hótar þingmönnum sem kjósa ekki eftir hennar höfði, og svona má lengi telja. ESB-draumur Samfylkingarinnar er líka blautur draumur Samfylkingarmanna um að komast í vel launuð störf í Brussel og feit eftirlaun að starfsævi lokinni.

Það lítur út fyrir að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu að vakna örlítið til lífsins. Þeir hafa látið kæfa sig með þvaðri um "samstarf" og "samstöðu" í "þágu þjóðarinnar" en raunin er sú að þögn stjórnarandstöðunnar er þögul útfarartónlist fyrir þjóðina, sem ríkisstjórnin er að grafa lifandi þessi misserin undir þungu hlassi skuldasöfnunar og skattahækkana. 


mbl.is Svör ráðherra til Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Góður pistill hjá þér Geir - Ekki veitir af að láta í sér heyra................

Benedikta E, 21.12.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband