Þetta á við um fleiri gjaldmiðla

Það er bæði auðvelt og vinsælt að tala illa um hina íslensku krónu. En það er óþarfi að hlífa öðrum gjaldmiðlum.

Í Bandaríkjunum prenta menn nú dollarann eins og óðir. Þetta kalla menn allt annað en peningaprentun, en peningaprentun er það samt. "Viðteknar" hagfræðikenningar segja að peningaprentun geti komið hjólum atvinnulífsins af stað, dregið úr atvinnuleysi og ýtt undir hagvöxt. Þessar kenningar hafa ekki endað í ruslatunnunni eftir hrunið. Þvert á móti. Því miður.

Örlög pappírsgjaldmiðla heimsins í fjarveru bindingar við einhvers konar raunveruleg verðmæti (t.d. gull eða silfur) eru fyrirsjáanleg:

Until and unless we return to the classical gold standard at a realistic gold price, the international money system is fated to shift back and forth between fixed and fluctuating exchange rate,s with each system posing unsolved problems, working badly, and finally disintegrating. And fueling this disintegration will be the continued inflation of the supply of dollars and hence of American prices which show no sign of abating. The prospect for the future is accelerating and eventually runaway inflation at home, accompanied by monetary breakdown and economic warfare abroad.

..eða svo var ritað árið 1980. Þá vitið þið það.


mbl.is Rýrnun krónunnar 99,95%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Spiritus

Alltaf skemmtilegt að sjá að það kaupa ekki allir þvæluna sem Keynes ældi út úr sér heldur kjósa að hlusta frekar á menn eins og Rothbard.

Spiritus, 20.12.2010 kl. 15:01

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki veldur sá er varar, en því miður er ekki að sjá að hagfræðingar hugleiði grundvöll ríkjandi peningastefnu. Sýndarpeningur (fiat money) er innistæðulaus ávísun. Hversu lengi ætlar almenningur að leyfa duglausum stjórnmálmönnum og heimskum hagfræðingum að stunda útgáfu innistæðulausra ávísana ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2010 kl. 20:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur,

Því miður í einhvern tíma í viðbót. Nasistar nýttu sér óðaverðbólgu seðlaprentunar til að komast til valda og lærðu af mistökunum með því að koma á traustari gjaldmiðli. Ætli sömu örlög bíði fleiri barnalegra sósíaldemókrata? Sagan á það jú til að endurtaka sig!

Geir Ágústsson, 20.12.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband