Ljúka og hafna í hvelli

Jóhanna Sigurðardóttir hefur lög að mæla. Alþingi ber að ljúka Icesave-málinu í hvelli, hætta umræðum sem fyrst og hafna nýjasta Icesave-frumvarpinu.

Endurreisnin byrjar ekki á því að gera kröfur á Íslendinga að byrði á Íslendingum. Aukin skuldsetning hægir á endurreisninni, eins og raunar allar hagstjórnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til (hækkandi skattar, vaxandi regluverk). 

Pólitískt markmið ríkisstjórnarinnar er ekki að endurreisa efnahaginn, heldur undirbúa Ísland fyrir innlimun í ESB. Icesave-málið allt er ekkert annað en pólitískt spil til að mýkja þá sem sitja hinum megin við ESB-innlimunarviðræðuborðið. Stjórnarandstaðan á ekki að taka þátt í slíku spili. VG hefur að vísu kyngt öllum sínum stefnumálum, en ætti að reyna endurheimta eitthvað af trúverðugleika sínum og hana Icesave-frumvarpinu og vinna að því að Íslandi dragi aðildarumsókn sína að ESB til baka.

Orðið "sátt" í munni Jóhönnu Sigurðardóttur hljómar furðulega. Sætti Jóhanna sig við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave? Nei. 


mbl.is Icesave verði afgreitt í sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sátt vinstri manna gengur bara í eina átt.

Að landslýður sé sáttur við að vera þrykktur í rassgatið trekk í trekk og komi svo ekki fram og biðji um brauðmola af borðunum sem allt er uppi á.

Óskar Guðmundsson, 16.12.2010 kl. 18:21

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Horreimarhugvekja.

  Ei fytja í fortíð hjá neikvæðum kallisem ok fyrir Alþingi stendur á palli.Af þrákelni er hann víst þekktur karlgrei

Þó mest fyrir heimasetu og NEI.

  Það leiða man Jóhrannar ok sam-mála erað mönnum skal ei líft á skerinu hér.Þó skríður með skuggum of veggjum sú kveif

þá sérlega í ræðu og rit um Æseif.

  Viljug á báðum út rétt vinstri höndmeð vammi og hinni ein þjóð skyldi í bönd.S-gjaldborg þau boða ok svo Þjófasátt

svo þjóðin vill utan aðeins aðra átt.

  Í ESB þræla þau vilja oss vístEn vitið þau stíga ei tel ek það víst.Því ei hafa hugað hvort manni sitt fjóseða hver skildi síðastur slökkva öll ljós.

Óskar Guðmundsson, 16.12.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband