Vinstrimaður spáir ríkisstjórninni lífi

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, spáir því að ríkisstjórnin haldi lífi.

Birgir Guðmundsson, vinstrimaður og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, spáir því að ríkisstjórnin haldi lífi.

Og hvað með það?

Af hverju gerir Morgunblaðið það að frétt (sem það kallar fréttaskýringu) að vinstrimaður og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar spái því að ríkisstjórnin haldi lífi?

Menn gleyma því að það var ekki ríkisstjórnin sem kom fjárlagafrumvarpinu í gegn, heldur 31 þingmaður stjórnarflokkanna og einn þingmaður utan þeirra, Þráinn Bertelssen. Án Þráins hefði frumvarpinu verið hafnað. Hvað hefði Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, sagt þá? Hvað segir hann við því að utanstjórnarþingmaður hafi fleytt ríkisstjórninni yfir þetta mál? Að ríkisstjórnin njóti víðtæks stuðnings á Alþingi? 

Og eitt að lokum: Af hverju sitja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp af þessu tagi? Hvað er að því að kjósa nei við og hafna því sem er slæmt og eykur á vandræði hagkerfisins og Íslendinga allra?


mbl.is Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta pakk sem situr við stjórn núna er EKKI vinstrimenn. "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Þetta eru loddarar, og svikarar og lygarar og hræsnarar, sem þykjast vera eitthvað sem þeir eru alls ekki. Jóhanna og Steingrímur hafa lítið gert annað en sleikja sig upp við erlendar fjármálaelítur þær sem standa á bak við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, bukta sig og beygja fyrir þeim í hlýðni og undirgefni, seljandi land sitt og þjóð, sál sína og samvisku, og þeir sem hegða sér þannig eru auðvitað ekkert annað í stórkapítalistar. Var alinn upp í Svíþjóð Olafs Palme og myndi ekki kalla svona pakk vinstrimenn þó það kalli sig það sjálft, frekar en ég fari að kalla Hitler "sósíalista" bara afþví hann sjálfur skreytti flokk sinn nafnbótinni "þjóðernissósíalista", þegar hann var ekki meiri sósíalisti en svo að færa auðinn frá einni elítu til annarra, moka undir þýsk stórfyrirtæki, fjármagnaður af bandarískum stórfyrirtækjum eins og General Motors, og hygla vinum sínum..........og var til þess jafnvel tilbúinn að breyta fólki í sápu til að selja það. Þannig hugsa þeir sem vilja selja þegna sína. Jóhanna og Steingrímur eiga meira sameiginlegt með slíkum aðilium en í fyrstu virðist, þau lugu til dæmis blákalt að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að blæða út af misbrestum rétt yfir þrjátíu íslenskra viðskiptamanna, en á svipuðum forsendum hugsuðu nazistar að allir gyðingar, venjulegt fólk, þyrftu að gjalda fyrir óvinsældir nokkurra bankamanna. Þannig hugsa allir gerfi "sósíalistar", þjóðernis, grænir eða samspillingar - sósíalistar, breytir engu máli. Hjarta gerfisósíalismans slær eins, mun hraðar og örar fyrir heimskapítalisman og glæpamenn en hjarta hins venjulega hægrimanns eða Sjálfstæðismanns, og ólíkt hægri arminum þjáist sá "vinstri", sem svo segist vera líkt og nazistarnir lugu líka upp á sig, ekki aðeins af eigingirni heldur líka af heimsku og barnaskap. Ég er vinstrimaður í húð og hár en ég kýs frekar þá sem þykjast ekki vera annað en þeir eru en þá sem hæðast að hugsjónum mínum og spíta þannig í andlit hins sanna sósíalisma. Olaf Palme átti álíka mikið sameiginlegt með þessu pakki og Hitler.

Svíinn (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Svíi,

Munurinn á fasisma Hitlers og sósíalismann sem Karl Marx boðaði er varla mikið meira en yfirborðskenndur. 

Hayek útskýrir: 

"Planning", therefore, is wanted by all those who demand that "production for use" be subsituted for production for profit. But such planning is no less indispensable if the distribution of incomes is to be regulated in a way which to us appears to be the opposite of just. Whether we should wish that more of the good things of this world should go to some racial élite, the Nordic men, or the members of a party or an aristocracy, the methods which we shall have to employ are the same as those which could ensure an equalitarian distribution.

Þú getur því alveg kallað Hitler sósíalista án þess að missa alltof mikið marks.

Hvað varðar valkvíða þinn í kosningum þá sýnist mér þú ekki eiga um margt að velja. Þeir sem kalla sig vinstrimenn á Íslandi töluðu vissulega í dúr sænskra sósíalista fyrir kosningar, en hafa svo svikið allt og alla og njóta ennþá stuðnings. Því miður fyrir þig. 

Geir Ágústsson, 19.12.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband