Þótt fyrr hefði verið

Auðvitað á Hanna Birna Kristjánsdóttir að hætta sem fundaritari Samfylkingarinnar og Besta flokksins núna strax, og hella sér óskipt út í virka og gagnrýna stjórnarandstöðu í borginni. Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa fengið að leika lausum hala og skilið eftir sig brunarústir hvert sem þessir flokkar hafa snúið sér. Gegn þessu þarf að spyrna.

Ég veit ekki af hverju Hanna Birna hélt að hún gæti fundastýrt Samfylkingunni í átt að einhvers konar þverpólitísku samstarfi í borginni. Samfylkingin er þeim gegnsæja eiginleika gædd að hegða sér alltaf öfugt miðað við orð sín. Hún talar um þjóðaratkvæðagreiðslur en vill þær svo ekki þegar á hólminn er komið, eða hunsar niðurstöður þeirra ef þær eru á annað borð haldnar. Hún talar um þjóðstjórnir og samstarf þegar hún er í stjórnarandstöðu, en vill ekki heyra á slíkt minnst þegar hún er í stjórn. 

Besti flokkurinn afhjúpaði sig fljótlega sem spilltur klíkuflokkur og dæmigerður vinstriflokkur þegar kemur að hagstjórn og umburðarlyndi gagnvart lífsskoðunum annarra. Þeim flokki verður ekki stjórnað. Hann hverfur hratt og örugglega af sjónarsviðinu í næstu borgarstjórnarkosningum. Gott grín það.

Staða Hönnu Birnu sem persónu, og hennar flokks í borginni, er best borgið með Hönnu Birnu í stöðu óvægins leiðtoga stjórnarandstöðu í borginni, sem bendir á augljós hagstjórnarmistök borgarstjórnar og útskýrir hvernig betra væri að haga seglum. Því fyrr því betra. 


mbl.is Hlýt að íhuga að hætta sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill. Sammála.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2010 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband