Mánudagur, 24. júlí 2017
Ætti að vera varanleg aðgerð en ...
Gjaldtaka er nú hafin við Seljalandsfoss, meðal annars til að stilla af framboð og eftirspurn eftir bílastæðunum en einnig til að fjármagna uppbyggingu á svæðinu.
Þetta er sjálfsögð leið til að fjármagna rekstur og tryggja að aðstaðan nýtist sem best. Flugfélög stilla verðlag af til að fylla vélar sínar og tryggja nægt fé í reksturinn. Hið sama gera kvikmyndahús, leikhús, tónleikahaldarar og í raun flestir sem bjóða upp á einhverja þjónustu eða aðstöðu.
Ferðamannastaðir þurfa að gera það sama til að geta boðið upp á aðstöðu og þjónustu.
Fyrirkomulag gjaldtöku þarf að vera varanlegt.
Um leið þarf að leysa skattgreiðendur undan þeirri skyldu að fjármagna rekstur ferðaþjónustu.
Þeir borga þá sem vilja og aðrir sleppa við það.
![]() |
Gjaldheimtan tímabundin aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. júlí 2017
Hægristjórnin sem aldrei varð (grein)
Eftirfarandi grein eftir mig birtist í Morgunblaðinu 22. júlí (aðgengileg áskrifendum hér).
*****************
Þegar í ljós kom að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð höfðu náð saman um stjórnarsáttmála fögnuðu margir hægrimenn og jafnvel frjálshyggjumenn. Nú væri loksins komin stjórn sem tækist á við kerfið, einkavæddi í ríkisrekstrinum, gæfi einkaaðilum aukið svigrúm, drægi saman reglugerðabókasafnið og eftirlitsbáknið, lækkaði skatta, drægi ríkisvaldið út úr framleiðslu landbúnaðarvarnings, borgaði upp skuldir hins opinbera, setti hömlur á peningaframleiðslu bankanna og reisti varnir gegn því að komandi vinstristjórn gæti skuldsett allt upp í rjáfur aftur.
Í stuttu máli má segja að mjög lítið af þessu hafi gengið eftir og að biðin eftir hægristjórninni standi enn yfir.
Blasir hættan af risavöxnu ríkisvaldi ekki við? Framundan er stór fjármálakreppa á heimsvísu þar sem ekki bara bankar fara á hausinn heldur heilu ríkissjóðirnir. Það er ekki hægt að skattleggja meira eða prenta peninga hraðar, skuldirnar eru gríðarlegar og teikn á lofti um að þær fari smátt og smátt að lenda á gjalddaga sem enginn ræður við.
Íslendingar geta mögulega komið sér í skjól en þeir þurfa að bregðast við núna. Ríkið má helst ekki skulda neitt að ráði þegar kreppan skellur á, og atvinnulífið og einstaklingar þurfa að fá að halda sem mestu eftir af tekjum sínum til að setja í varasjóði eða eignir sem fara ekkert, sama hvað gengur á í fjármálaheiminum, og auðvitað greiða niður skuldir. Ríkið þarf að hætta að gefa út gjaldmiðil svo fólk geti dreift áhættunni af pappírspeningum sínum sem mest. Fólk á líka að fá að taka út eignir sínar í lífeyrissjóðunum í auknum mæli og þar með hlutabréfum í fyrirtækjum í áhætturekstri sem munu mörg fara illa út úr stórum áföllum í fjármálaheiminum. Svo þarf líka að fækka reglum og leyfisskyldum til að auka aðlögunarhæfni hagkerfisins í breyttu árferði og breyttum ytri aðstæðum.
Einnig er mikilvægt að minnka ríkisreksturinn mikið. Lítill ríkisrekstur í hallarekstri og skuldsetningu er ódýrari fyrir skattgreiðendur en stór ríkisrekstur í hallarekstri og skuldsetningu. Þegar næsta fjármálakreppa ríður yfir er hætt við að Íslendingar kjósi aftur yfir sig hreina vinstristjórn og hún má ekki geta gengið að útþöndum ríkisrekstri til að sökkva í skuldir eins og gerðist seinast. Nei, ríkið þarf að koma frá sér úr rekstri þar á meðal rekstri spítala og skóla og ýmist einkavæða alveg með tilheyrandi skattalækkunum eða bjóða út þjónustuna og leyfa einkaaðilum að sjá um reksturinn. Það þarf að vera sem minnst eftir sem stjórnmálamenn geta veðsett til að fjármagna hallarekstur.
Ekkert af þessu er að fara gerast með hina svokölluðu hægristjórn við völd. Sú hægristjórn er á fullu að sleikja rjómann af núverandi uppsveiflu og eyða jafnóðum í fjármögnun á óbreyttu fyrirkomulagi ríkisrekstursins, alveg eins og gerðist fyrir kreppuna 2008. Og við völdum tekur svo hrein vinstristjórn, safnar hundruðum milljörðum í skuldir og skilur eftir sig brunarústir. Ekki er hægt að treysta á að Eyjafjallajökull gjósi aftur til að blása lífi í hagkerfið og hvað er þá til ráða til að rísa úr rústunum?
Hægristjórnin var til í um eitt augnablik en hefur síðan aldrei staðið undir nafni. Hún er hægristjórnin sem aldrei varð.
Laugardagur, 22. júlí 2017
Konur níðast á konum í nafni kvennabaráttu
Kvenfólk skiptist í tvo hópa:
Konur sem umbera og jafnvel samgleðjast velgengni annarra kvenna, og konur sem gera það ekki.
Kvenfólk sem nýtur velgengni gerir stundum þau mistök að tjá sig um ástæður velgengninnar.
Sumar segja að það sé ákveðin kúnst að starfa í starfsumhverfi þar sem karlmenn eru í meirihluta. Það þurfi að fara reglulega í bað og jafnvel greiða á sér hárið en um leið að vinna jafnlengi og karlarnir og fara ekki í fýlu þegar einhver segir brandara.
Sem sagt, þurfi að gera nákvæmlega sömu hluti og karlmenn sem vinna með karlmönnum.
Þetta fer rosalega fyrir brjóstið á sumu kvenfólki. Hér sé greinilega verið að níðast á kvenkyninu og þvinga kvenfólk til að haga sér eins og karlmenn, ella sé því haldið niðri! Kvenfólk sem segir frá því hvernig er best að vinna í vinnuumhverfi þar sem eru margir karlmenn fær því á baukinn.
Ekki man ég eftir því að neinn karlmaður sem vinnur mikið með kvenfólki og hefur notið velgengni hafi verið spurður um meðferð kvennanna á sér. Þessi karlmaður myndi kvarta yfir því að hafa engan til að tala við um pungsvita og nefhár. Hann sé þvingaður til að ganga snyrtilega um og lykta ekki eins og sveitt tuska. Óþolandi kúgun karla!
Femínistar sparka í kvenfólk sem gengur vel.
Er skrýtið að umræðan sé svo herská að heill strætó verður nú notaður til að senda einhverjum ónafngreindum aðilum fokkjú-puttann á almannafæri?
![]() |
Femínistastrætó bar sigur úr býtum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. júlí 2017
Skattur fyrir að vera til
Icelandair hefur verið mjólkað um milljarð fyrir svokallaða kolefniskvóta eða losunarheimildir síðan árið 2012. Með öðrum orðum: Viðskiptavinir Icelandair hafa borgað milljarð fyrir nákvæmlega enga þjónustu, engin hlunnindi og engin þægindi. Þeir hafa borgað skatta fyrir að vera til, draga andann, fara í frí eða sinna viðskiptaerindum, rétt eins og Icelandair.
Því já, losunarheimildir eru dulin skattheimta og þvingaður flutningur á fé frá þeim sem afla þess og til einhverra annarra.
Það getur kannski einhver frætt mig um það hverjir fengu þennan milljarð í vasann og hvers vegna? Voru það kannski svefnbæir í skógarlendi? Endar svo þetta kolefni í pokum sem eru seldir til þeirra sem rækta plöntur? Hver er þá ávinningurinn af allri hringavitleysunni?
Loftið í Evrópu er greinilega nógu gott til að hafa verðmæti fyrir Asíubúa, svo mikið er víst. En það sama gildir víst um mulin nashyrningahorn og önnur skottulyf.
Icelandair ætti e.t.v. að byrja sundurliða flugmiðaverðið svo neytendur sjái að hluti þess renni í enga þjónustu, engin hlunnindi og engin þægindi.
![]() |
Icelandair kaupir kvóta á milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. júlí 2017
Ríkið og samkeppniseftirlit
Samkeppniseftirlitið svokallaða hafnaði því að Hagar gætu keypt Lyfju. Fyrir vikið lækka nú hlutabréf í Högum því markaðsaðilar sjá að samkeppnisstaða Haga er ekki að fara styrkjast.
Þeir hjá Costco hljóta að hlægja sig máttlausa núna. Þar kaupa menn inn í gámum inn í alþjóðlega verslunarkeðju og geta fyrir vikið boðið betra verð en flestir. Í þeirra augum eru Hagar bara lítið bílskúrsfyrirtæki sem fékk ekki að sameinast öðru bílskúrsfyrirtæki. Af hverju ekki? Af því eftirlitið segir það!
Það er eins og hið opinbera sé fast í fornöld þegar það komu ekki nema örfá skip til landsins á ári. Núna getur fólk keypt allar helstu nauðsynjar frá öllum heimshornum án þess að yfirgefa svefnherbergið. Hagar og Lyfja eru ekki bara í samkeppni við Costco og aðrar verslanir með byggingar á landinu. Nei, Hagar og Lyfja eru í alþjóðlegri samkeppni um íslenska neytendur.
Samkeppniseftirlitið stuðlar ekki að aukinni samkeppni. Þvert á móti stendur eftirlitið í vegi fyrir að samkeppni geti tekið almennilega af stað.
Leggjum Samkeppniseftirlitið niður. Ef almenningur er nógu klár til að mega kjósa ráðamenn yfir sig er hann líka nógu klár til að kaupa tannkremstúbu á góðum kjörum.
(Ef almenningur er ekki nógu klár að mati einhvers þá hlýtur sá hinn sami að leggja til að þessi sauðheimski lýður verði líka sviptur kosningaréttinum.)
![]() |
Hagar hafa lækkað um 3,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 17. júlí 2017
Sjávarútvegurinn er fórnarlamb eigin velgengni
Á Íslandi er sjávarútvegur skattlagður og hann er að jafnaði rekinn með hagnaði. Það er ekkert sjálfgefið. Í flestum öðrum ríkjum er sjávarútvegurinn hið íslenska landbúnaðarkerfi: Vandræðarekstur vafinn í viðskiptahöft sem þarf ríkisstyrki og er haldið úti til að einhver nenni að búa út á landi.
Sjávarútvegurinn hefur samt aldrei fengið að starfa í friði og langtímaáætlanir þar eru í sífelldu uppnámi. Stjórnmálamenn geta einfaldlega ekki stillt sig í eilífri afskiptasemi sinni. Alltaf er einhver nefndin að störfum sem á að endurskoða hitt og þetta tengt sjávarútvegi.
Ég geri mér grein fyrir að það verður aldrei nein svokölluðu sátt um íslenska sjávarútveginn. Á meðan hann skilar hagnaði eru þeir til sem vilja þjóðnýta þann hagnað. Ef hann tapar eru þeir til sem vilja þjóðnýta greinina eins og hún leggur sig á sama hátt og landbúnaðarkerfinu er haldið í gíslingu ríkisvaldsins.
Það er búið að heilaþvo ákveðinn, háværan hóp fólks með því að hagnaður af rekstri útgerðar sé eitthvað náttúrulögmál - að það sé til einhver "renta" sem fellur af himnum ofan og þarf að plokka ofan í ríkissjóð. Á meðan sá heilaþvottur stendur verður aldrei nokkuð til sem heitir sátt.
Um leið hefur orðasambandið "sameign þjóðarinnar" ruglað einhverja í ríminu. Kaffihúsaklíkan í 101 telur sig eiga tilkall til vinnu sjó- og útgerðarmanna þótt hún kynni e.t.v. líka vel að meta að fiskurinn synti bara sjálfur á land.
Ég hefði vonað að á meðan svokölluð hægristjórn væri við völd væri kannski hægt að gefa atvinnulífi smávegis frið frá stjórnmálunum. Svo virðist því miður ekki vera.
![]() |
Vill breytt fyrirkomulag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 14. júlí 2017
ÁTVR í dauðateygjunum
Stjórnendur ÁTVR vita að þessi stofnun og það fyrirkomulag sem hún stendur fyrir er í dauðateygjunum.
Fólk er orðið þreytt á því að fara í sérstaka verslun til að kaupa áfengi. Fólk er orðið þreytt á því að geta ekki bara kippt með einni kippu eða flösku þegar það verslar inn og þarf þess í stað að kaupa gríðarmiklar birgðir sem taka upp pláss svo það sé nú örugglega til nóg.
Fólk vill hafa lítinn kaupmann eða hverfisverslun í göngufæri sem væri hægt ef áfengi fengi að fara í matvöruverslanir. Fólk er farið að sjá í gegnum það hvernig stóru verslunarkeðjurnar lokka ÁTVR til að opna verslun sem deilir bílastæði með þeim sjálfum og geta þannig krækt í viðskiptavini áreynslulaust.
Verjendur núverandi fyrirkomulags - íhaldsmennirnir sem vilja aldrei breyta neinu í frjálsræðisátt - óttast það versta ef fyrirkomulag áfengisverslunar fer að líkjast meira því sem gengur og gerist í Evrópu. Íhaldsmennirnir hafa samt engar áhyggjur af sjálfum sér þegar þeir ferðast til útlanda, eða hvað? Þeir segja væntanlega börnum sínum að ferðast helst ekki til annarra landa en Svíþjóðar með sína ÁTVR, eða hvað?
Íslandi átti að fara lóðbeint til helvítis þegar bjórinn var leyfður. Svo fór ekki. Áfengi í matvöruverslanir er heldur enginn aðgangsmiði í helvíti.
Hættum nú þessari vitleysu. Bjórinn í búðir, takk!
![]() |
Benedikt gagnrýnir fjáraustur ÁTVR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. júlí 2017
Fólk getur fengið sér fyllingar á meðan það bíður
Stór hópur Íslendinga bíður nú eftir stöðluðum skurðaðgerðum sem hægt er að framkvæma tiltölulega hratt ef aðstaða er fyrir hendi. Hvernig stendur á því?
Einu sinni þurftu Íslendingar að bíða lengi eftir heyrnamælingu og síðan eftir því að fá heyrnatæki. En ekki lengur.
Þeir sem vilja fara í sjónleiðréttingu af einhverju tagi þurfa heldur ekki að bíða. Skiptir engu máli hvort um sé að ræða gleraugu, linsur eða skurðaðgerð með laser.
Þeir sem vilja brjóstastækkun, fyllingar í varir, bótox undir húðina eða lyftingu á augnlokum þurfa heldur ekki að bíða.
Kannski væri ráð fyrir þá sem bíða á biðlistum hins opinbera að skella sér í heyrnamælingu, sjónmælingu og varafyllingu til að láta tímann líða.
![]() |
Saxast hægt á biðlistana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. júlí 2017
Gott og slæmt
Þegar opinberir starfsmenn eru sendir í frí eða fá að sleppa því að vinna í vinnutíma (t.d. í verkföllum þeirra) upplifi ég alltaf blendnar tilfinningar.
Að hluta fagna ég. Þegar opinberir starfsmenn eru í fríi þá hægist örlítið á gangverki hins opinbera. Færri útgjöld eru samþykkt. Minna er notað af klósettpappír á kostnað skattgreiðenda. Um leið myndast ákveðin pressa frá almenningi sem neyðist til að leita til hins opinbera eftir þjónustu í ríkiseinokun. Raðir lengjast og biðtímar og það hlýtur að valda aukni álagi sem um leið fær einhverja til að íhuga hvernig má lágmarka skaðann af svifaseinu ríkisvaldinu. Kannski breytist eyðublað á pappír í eyðublað á netinu. Kannski fækkar eyðublöðunum. Kannski er rýmkað fyrir einhverju sem var áður leyfisskylt. Allt eru þetta jákvæðar afleiðingar þess að senda opinbera starfsmenn í frí.
Að hluta fagna ég samt ekki. Ríkið hefur sogað til sín ýmsa þjónustu og heldur henni þar í fyrirkomulagi ríkiseinokunar. Ríkið hefur líka fundið upp allskonar gagnslausa pappírsvinnu sem almenningur þarf að flækjast í. Fólk getur ekki leitað neitt annað eða sagt upp þjónustunni. Ríkið skyldar fyrirtæki til að sækja um ákveðin leyfi en tekur sér svo rosalega langan tíma að gefa þau leyfi út. Ríkið heimtar að fyrirtæki og einstaklingar sendi sér allskyns pappíra sem fá svo að safna ryki.
Opinberir starfsmenn ættu að sjá sér leik á borði hér. Þeir ættu að biðja yfirvöld um að almennt þurfi færri leyfi fyrir einhverju frekar en fleiri. Þeir ættu að reyna straumlínulaga alla ferla og sameina á sem fæstar hendur svo almennir borgarar þurfi síður að keyra um allan bæ og standa í biðröðum.
Slík þróun gæti minnkað vinnuálag á opinbera starfsmenn til muna. Um leið er vitað að þeim verður aldrei fækkað. Það yrði miklu meira svigrúm fyrir sólarfrí, kaffipásur og almennt hangs. Almennir borgarar þurfa síður að fara í raðir hins opinbera, og opinberir starfsmenn síður að sinna beiðnum þeirra. Allir vinna!
Er eftir einhverju að bíða?
![]() |
Starfsmenn stofnana fengu sólarfrí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. júlí 2017
9/11 á hverjum degi í 15 ár
Ég lærði áhugaverða tölfræði um helgina.
Síðan "stríðið gegn hryðjuverkum" hófst hefur hryðjuverkum fjölgað. Ríkisafskipti af hryðjuverkum hafa greinilega sömu afleiðingar og ríkisafskipti af öllu öðru - vandamálin stækka bara!
Hvað um það. Síðan þetta stríð hófst hafa mjög margir almennir borgarar í Írak fallið í hryðjuverkaárásum. Væri sá fjöldi heimfærður á Bandaríkin og skalaður með heildarfjölda íbúa og það reiknað út hversu margar 9/11 árásir þyrfti til svo hlutfallslega jafnmargir Bandaríkjamenn hafi fallið og Írakar kemur eftirfarandi ljós:
Það þyrfti eina 9/11 árás á dag í 15 ár samfleytt.
Írakar hafa sem sagt upplifað það sem svarar hlutfallslega til eina 9/11 árás á dag, í 15 ár!
Svo spurja menn sig af hverju hryðjuverkasamtökum gengur svona vel að afla liðsmanna og tryggja sér stuðning í sífellt fleiri ríkjum?
Obama sendi sprengjur á íbúa fjölmargra ríkja í forsetatíð sinni og er búinn að vera í stanslausum stríðsrekstri síðan hann tók við embætti.
Því miður var það meðal fyrstu verka Donald Trump að varpa sprengjum á erlent ríki svo hann virðist ætla að fylgja hefðinni. Vonandi verður hann samt ekki eins árásargjarn og fyrirrennari hans.
Það sem menn kalla "welfare/warfare state" er ekkert á förum frá Bandaríkjunum.
![]() |
Fagnar sigrinum í Mósúl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |