Ríkið og samkeppniseftirlit

Samkeppniseftirlitið svokallaða hafnaði því að Hagar gætu keypt Lyfju. Fyrir vikið lækka nú hlutabréf í Högum því markaðsaðilar sjá að samkeppnisstaða Haga er ekki að fara styrkjast.

Þeir hjá Costco hljóta að hlægja sig máttlausa núna. Þar kaupa menn inn í gámum inn í alþjóðlega verslunarkeðju og geta fyrir vikið boðið betra verð en flestir. Í þeirra augum eru Hagar bara lítið bílskúrsfyrirtæki sem fékk ekki að sameinast öðru bílskúrsfyrirtæki. Af hverju ekki? Af því eftirlitið segir það!

Það er eins og hið opinbera sé fast í fornöld þegar það komu ekki nema örfá skip til landsins á ári. Núna getur fólk keypt allar helstu nauðsynjar frá öllum heimshornum án þess að yfirgefa svefnherbergið. Hagar og Lyfja eru ekki bara í samkeppni við Costco og aðrar verslanir með byggingar á landinu. Nei, Hagar og Lyfja eru í alþjóðlegri samkeppni um íslenska neytendur.

Samkeppniseftirlitið stuðlar ekki að aukinni samkeppni. Þvert á móti stendur eftirlitið í vegi fyrir að samkeppni geti tekið almennilega af stað. 

Leggjum Samkeppniseftirlitið niður. Ef almenningur er nógu klár til að mega kjósa ráðamenn yfir sig er hann líka nógu klár til að kaupa tannkremstúbu á góðum kjörum. 

(Ef almenningur er ekki nógu klár að mati einhvers þá hlýtur sá hinn sami að leggja til að þessi sauðheimski lýður verði líka sviptur kosningaréttinum.)


mbl.is Hagar hafa lækkað um 3,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þér dottið í hug að fara í

stjórnmálin?

"Skattlagning er þjófnaður - Geir Ágústsson xD"

Að hafa einn Ron Paul "troll" í Sjálfstæðisflokknum í nokkra áratugi sem kýs gegn nánast öllu sem aðrir "frjálshyggjumenn" í Sjálfstæðismenn kjósa með, hljómar ekki svo illa. Eða hvað?

Gunnar (IP-tala skráð) 19.7.2017 kl. 13:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Gunnar,

Takk fyrir áhugaverða ábendingu, en takk samt. Ég er að vona að Sigríður Andersen geti verið þessi þingmaður. 

http://www.visir.is/g/2015150618991

Geir Ágústsson, 20.7.2017 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband