Gott og slæmt

Þegar opinberir starfsmenn eru sendir í frí eða fá að sleppa því að vinna í vinnutíma (t.d. í verkföllum þeirra) upplifi ég alltaf blendnar tilfinningar.

Að hluta fagna ég. Þegar opinberir starfsmenn eru í fríi þá hægist örlítið á gangverki hins opinbera. Færri útgjöld eru samþykkt. Minna er notað af klósettpappír á kostnað skattgreiðenda. Um leið myndast ákveðin pressa frá almenningi sem neyðist til að leita til hins opinbera eftir þjónustu í ríkiseinokun. Raðir lengjast og biðtímar og það hlýtur að valda aukni álagi sem um leið fær einhverja til að íhuga hvernig má lágmarka skaðann af svifaseinu ríkisvaldinu. Kannski breytist eyðublað á pappír í eyðublað á netinu. Kannski fækkar eyðublöðunum. Kannski er rýmkað fyrir einhverju sem var áður leyfisskylt. Allt eru þetta jákvæðar afleiðingar þess að senda opinbera starfsmenn í frí.

Að hluta fagna ég samt ekki. Ríkið hefur sogað til sín ýmsa þjónustu og heldur henni þar í fyrirkomulagi ríkiseinokunar. Ríkið hefur líka fundið upp allskonar gagnslausa pappírsvinnu sem almenningur þarf að flækjast í. Fólk getur ekki leitað neitt annað eða sagt upp þjónustunni. Ríkið skyldar fyrirtæki til að sækja um ákveðin leyfi en tekur sér svo rosalega langan tíma að gefa þau leyfi út. Ríkið heimtar að fyrirtæki og einstaklingar sendi sér allskyns pappíra sem fá svo að safna ryki.

Opinberir starfsmenn ættu að sjá sér leik á borði hér. Þeir ættu að biðja yfirvöld um að almennt þurfi færri leyfi fyrir einhverju frekar en fleiri. Þeir ættu að reyna straumlínulaga alla ferla og sameina á sem fæstar hendur svo almennir borgarar þurfi síður að keyra um allan bæ og standa í biðröðum. 

Slík þróun gæti minnkað vinnuálag á opinbera starfsmenn til muna. Um leið er vitað að þeim verður aldrei fækkað. Það yrði miklu meira svigrúm fyrir sólarfrí, kaffipásur og almennt hangs. Almennir borgarar þurfa síður að fara í raðir hins opinbera, og opinberir starfsmenn síður að sinna beiðnum þeirra. Allir vinna!

Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Starfsmenn stofnana fengu sólarfrí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband