Ætti að vera varanleg aðgerð en ...

Gjaldtaka er nú hafin við Seljalandsfoss, meðal annars til að stilla af framboð og eftirspurn eftir bílastæðunum en einnig til að fjármagna uppbyggingu á svæðinu.

Þetta er sjálfsögð leið til að fjármagna rekstur og tryggja að aðstaðan nýtist sem best. Flugfélög stilla verðlag af til að fylla vélar sínar og tryggja nægt fé í reksturinn. Hið sama gera kvikmyndahús, leikhús, tónleikahaldarar og í raun flestir sem bjóða upp á einhverja þjónustu eða aðstöðu.

Ferðamannastaðir þurfa að gera það sama til að geta boðið upp á aðstöðu og þjónustu.

Fyrirkomulag gjaldtöku þarf að vera varanlegt.

Um leið þarf að leysa skattgreiðendur undan þeirri skyldu að fjármagna rekstur ferðaþjónustu.

Þeir borga þá sem vilja og aðrir sleppa við það.


mbl.is Gjaldheimtan „tímabundin aðgerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband