Konur níðast á konum í nafni kvennabaráttu

Kvenfólk skiptist í tvo hópa:

Konur sem umbera og jafnvel samgleðjast velgengni annarra kvenna, og konur sem gera það ekki.

Kvenfólk sem nýtur velgengni gerir stundum þau mistök að tjá sig um ástæður velgengninnar. 

Sumar segja að það sé ákveðin kúnst að starfa í starfsumhverfi þar sem karlmenn eru í meirihluta. Það þurfi að fara reglulega í bað og jafnvel greiða á sér hárið en um leið að vinna jafnlengi og karlarnir og fara ekki í fýlu þegar einhver segir brandara.

Sem sagt, þurfi að gera nákvæmlega sömu hluti og karlmenn sem vinna með karlmönnum.

Þetta fer rosalega fyrir brjóstið á sumu kvenfólki. Hér sé greinilega verið að níðast á kvenkyninu og þvinga kvenfólk til að haga sér eins og karlmenn, ella sé því haldið niðri! Kvenfólk sem segir frá því hvernig er best að vinna í vinnuumhverfi þar sem eru margir karlmenn fær því á baukinn. 

Ekki man ég eftir því að neinn karlmaður sem vinnur mikið með kvenfólki og hefur notið velgengni hafi verið spurður um meðferð kvennanna á sér. Þessi karlmaður myndi kvarta yfir því að hafa engan til að tala við um pungsvita og nefhár. Hann sé þvingaður til að ganga snyrtilega um og lykta ekki eins og sveitt tuska. Óþolandi kúgun karla!

Femínistar sparka í kvenfólk sem gengur vel. 

Er skrýtið að umræðan sé svo herská að heill strætó verður nú notaður til að senda einhverjum ónafngreindum aðilum fokkjú-puttann á almannafæri?


mbl.is Femínistastrætó bar sigur úr býtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rétt að senda nýjustu klónuðu Dollý Rússlands (klónaða gervi-Pútín Rússamafíunnar) mynd af þessu?

Hann getur þá hæðs á sinn "karlmannlega" hátt, að baráttu fortíðarinnar Íslands kvenna fyrir launakjörum og jafnréttindum láglaunaðra karla og láglaunaðra kvenna?

Eða veit fólk á Íslandi og víðar í veröldinni almennt kannski alls ekki að kjarabaráttukonur á Íslandi börðust fyrir réttindum bæði karla og kvenna, sem voru launasviknir þrælar á Íslandi fyrri áratuga og alda? 

Það væri réttast að senda þessum nýjasta Sovét-Pútin (Sovét-Egyptalands-Dollý) mynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, og smá fræðslupistil með! (Dollý var klónuð rolla).

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.7.2017 kl. 19:58

2 identicon

Það er góð regla fyrir miðaldra sjálfvita eins og þig (og reyndar fyrir alla karla almennt) að skrifa aldrei um það hvernig konur séu, enda veistu ekkert um það.

Hversemer (IP-tala skráð) 22.7.2017 kl. 21:35

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Youtube: Rúnar Júlíusson - Ó þá náð að eiga Jesúm.

Maður þarf ekki einu sinni að vera þvingaður við fjölmörg ólík pólitísk trúarbrögð heimsmafíunnar, til að geta nærst á sálarheilandi hátt, með því að hlusta á þessa gullperlu Rúnars heitins Júlíussonar.

Blessuð sé minning þess góða drengs.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.7.2017 kl. 23:10

4 identicon

Vel orðuð grein.

Konur gangast upp í því að væla út vorkun og meðaumkun og að kenna öllum öðrum um eigið vanhæfi.  Hver fer að treysta slíkum vælukellingum fyrir stjórnunarstöðu eða mannaforræði.

Segir sig sjálft að einstaklingar sem hvorki vilja né geta tekið ábyrgð á eigin gerðum eru engum til gagns og verða alltaf ã varamannabekknum.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2017 kl. 11:26

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það skal tekið fram að ég er ekki að tala um allar konur. Ég er að tala um ákveðinn hóp (vonandi lítinn) háværra kvenna.

Geir Ágústsson, 23.7.2017 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband