Mánudagur, 24. ágúst 2020
Fyrsta veiran til að sigra mannkynið
Getur verið að hin frekar almennt séð skaðlausa COVID-19 veira verði fyrsta veiran í mannkynssögunni sem hefur betur?
Ekki með því að drepa sjálf heldur með því að senda manninn inn í peningaskápinn honum til varnar, loka og læsa og kæfa hann úr súrefnisskorti.
Bóluefni verður ekki lausnin.
Landamæralokanir verða ekki lausnin.
Gjaldþrot og atvinnuleysis verða ekki lausnin.
Eina lausnin verður sú að leyfa ungu og heilbrigðu fólki að fá veiruna, læra á hana og breytast þannig í mannlega hlífiskildi fyrir viðkvæmustu hópana.
Í alveg hreint frábærri grein er þetta orðað svona:
Under the vaccine scenario, the right strategy is to protect the elderly and other high-risk groups until they are protected by herd immunity, while the younger generations keep society afloat. Under the second scenario of natural immunity, the right strategy is to protect the elderly and other high-risk groups until they are protected by herd immunity, while the younger generations keep society afloat. If these two strategies sound about the same, they are.
Og síðar:
The one important thing that we do know is the enormous risk difference by age. Covid-19 is a formidable enemy, and in any war, one must take advantage of the opponents weaknesses. That weakness is the near inability of the virus to kill younger people. Hence, it is the young adults among us that must stand in the front line as we fight this enemy. If not, we will have many more casualties than necessary.
Í mjög stuttu máli: Látum okkur hraustu og sem yngri eru standa í framvarðarlínunni og taka við stórskotahríð veirunnar á meðan þeir eldri og sjúku eru í skjóli. Þegar við erum búin að standa af okkur veiruna erum við búin að mynda skjaldborg utan um þá heilsuveilli sem geta um leið snúið aftur í opið og frjálst samfélag, varin af hjarðónæmi okkar hinna.
Þetta er eina raunhæfa leiðin.
![]() |
Greindist aftur með kórónuveiruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. ágúst 2020
Að sjá hið ósýnilega
Frédéric Bastiat (1801-1850), franskur stjórnmálaheimspekingur, ritaði eftirfarandi orð sem ættu að verða öllum umhugsunarefni:
In the department of economy, an act, a habit, an institution, a law, gives birth not only to an effect, but to a series of effects. Of these effects, the first only is immediate; it manifests itself simultaneously with its cause - it is seen. The others unfold in succession - they are not seen: it is well for us if they are foreseen. Between a good and a bad economist this constitutes the whole difference - the one takes account of the visible effect; the other takes account both of the effects which are seen and also of those which it is necessary to foresee.
Af hverju skiptir þetta máli? Af hverju skiptir máli að sjá hið ósýnilega og taka athyglina af því augljósa?
Jú, því oft hafa gjörðir okkar afleiðingar sem blasa ekki við. Ég gæti t.d. skotið úr fallbyssu og séð kúluna þjóta af stað og úr sjónmáli. En kúlan lendir einhvers staðar og veldur þá sennilega einhverjum skemmdum eða jafnvel dauðsföllum. Ég hefði átt að sjá það fyrir en ég valdi að einblína á það sem blasti við: Að fallbyssukúlan yfirgaf mig og hvarf úr sjónmáli.
Svona haga stjórnmálamenn sér iðulega. Þeir leggja á skatta eða setja á reglur sem á yfirborðinu líta sakleysislega út. Ríkið fær meiri peninga og getur ráðið embættismann eða byggt brú. Reglan fælir fólk frá einhverri iðju, t.d. reykingum eða óhollustu. Málinu lokið! En hvað ef hinn hækkaði skattur svipti efnalítinn mann matarpeningum sínum? Eða dró úr eftirspurn eftir bifvélavirkjanum sem sér nú fram á atvinnuleysi? Hvað ef hin nýja regla leiddi til þess að lögleg verslun lokaði og ólögleg sala fékk búbót?
Á veirutímum er þetta jafnvel enn mikilvægara. Fólki er sagt að vera heima og fyrirtækjum ýtt út í gjaldþrot. Hvað gerist? Jú, hið ósýnilega lætur á sér kræla. Fólk fremur sjálfsmorð. Sumt leiðist út í glæpi og örvæntingu.
Var hægt að sjá það fyrir? Já, og það gerðu margir. Og fyrr eða síðar kemur hið óséða upp á yfirborðið. Til dæmis eru menn nú að komast að því að í skiptum fyrir að hafa fengið hjartasjúklinga á sjúkrahúsum þá var fólk einfaldlega að hrökkva upp af heima hjá sér, dauðskelkað um að fara út úr húsi.
Einn einstaklingur sparaði sér veirusmit. Annar dó úr læknanlegu meini heima hjá sér.
Kemur þetta, og svipaðar afleiðingar lokunar á samfélagi, á óvart? Þá eru menn búnir að einblína á hið sýnilega - veiru - en sjá ekki hið ósýnilega. Það er slæm hagfræði og það er slæm samfélagshönnun.
Munum það í framhaldinu, og í sem víðustu samhengi.
Fimmtudagur, 20. ágúst 2020
Árið er 2013 og ástandið er erfitt
Árið er 2013. Skæð flensa herjar á landsmenn, meðal annarra veira. Hún minnir helst á flensuna sem gekk árið 2009, svo slæm var hún! Forstjóri Landspítalans segir svo frá, í samtali við Fréttablaðið (bls. 6):
Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir ástandið á spítalanum erfitt en viðráðanlegt. Tæplega fjörutíu sjúklingar eru í einangrun þar vegna inflúensu, RSveirunnar og nóróveirunnar. Hann segir ástandið svipa að hluta til ársins 2009 þegar svínaflensufaraldurinn gekk yfir landið. Þá stóðum við í raun tæpar því það var svo mikið af fólki í öndunarvél og á gjörgæslu, en það er ekki eins mikið um það núna, segir hann. En síðan þá höfum við þurft að minnka okkur og núna eru svo margir sem eru að bíða eftir einhverju öðru inni á bráðadeildunum. Það er töluverður munur.
Erfitt, en viðráðanlegt. Maðurinn var sjálfur að sinna sjúklingum og fá upplýsingar beint í æð.
Ég hitti mína sjúklinga, tala við fólk og fylgist með aðstöðunni, segir hann. Svo maður sé ekki að fá þetta allt úr Excel-skjölum.
Vel mælt!
Spítalinn var einfaldlega að takast á við erfitt ástand. Ástandið var jú skárra en árið 2009 þegar rosalega margir voru í öndunarvél, vegna flensu og annars.
Í dag er einn einstaklingur á spítala vegna COVID-19 (sennilega eldri borgari með veikt ónæmiskerfi). Einn! Og enginn á gjörgæslu. Enginn! En ólíkt árinu 2009 og 2013 er nú búið að setja keðju utan um samfélagið til að verja það fyrir veiru sem menn eru, þrátt fyrir allt, komnir með svolitla reynslu af. Heilu fyrirtækin eru á leið í gjaldþrot og fyrir mörg þúsund Íslendinga blasir við atvinnuleysi.
Þegar menn setja hlutina ekki í samhengi þá missa menn sjónar af raunveruleikanum. Og raunveruleikinn er sá að það er búið að skera handlegginn af til að losna við sár á puttanum.
![]() |
Kannski fjórar en alls ekki tíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2020
Hverjum er ekki d****usama
Nokkrar vinkonur hittust, borðuðu saman og fór í spa. Þær birtu af því myndir. Þetta gera óteljandi einstaklingar á hverjum einasta degi. Ég gerði eitthvað svipað um daginn. Farðu á samfélagsmiðlasíðurnar og þú sérð hrúgur af myndum af fólki að borða saman og leika sér saman.
En nei, bíddu nú við, ein í hópnum er ráðherra!
2 metra reglan, sem segir að óskyldir og ótengdir aðilar geti kurteisislega beðið um að fá að vera í 2 metra fjarlægð frá hvor öðrum, ekki virt!
Reglan, sem er svohljóðandi, brotin!
Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímsem hylur nef og munn.
Eða, bíddu nú við, þessi regla á ekki við um hitting vina. Jafnvel þótt einn í vinahópnum sé ráðherra, þingmaður eða sjálfur páfinn. Svo má ekki bara láta vinkonurnar í friði núna?
![]() |
Myndir af vinkonunum tengist ekki kostun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. ágúst 2020
Hvað er að eins meters reglunni?
Þegar yfirvöld setja lög eða gefa út fyrirmæli þá er mælst til þess að þau gæti meðalhófs - innleiði ekki strangari reglur og viðurlög en hæfir tilefninu.
Þannig er t.d. ekki stungið í steininn fyrir að leggja ólöglega, eða gefin svolítil sekt fyrir að berja mann til dauða. Þess í stað er sektað fyrir að leggja ólöglega og stungið í steininn fyrir að taka líf.
Núna gengur veira um heimsbyggðina, eins og svo oft áður, en að þessu sinni veira sem menn telja sig ekki vita mikið um (þrátt fyrir yfir 6 mánaða flakk hennar á milli fólks af öllum stærðum og gerðum). Af því tilefni hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að setja á hina svokölluðu 2 metra reglu. Ekki 2 metra lög. Ekki 2 metra viðmið. 2 metra reglu. Sem sagt: Ef þú vilt 2 metra þá áttu að fá 2 metra. Ef þú vilt þá ekki þá hugsar þú þig um.
Gott og vel.
Í Danmörku er svipuð regla í gangi. Hún heitir 1 metra reglan.
Hvað er að henni? Það mætti alveg spyrja sóttvarnarlækninn á Íslandi út í það.
Í sumum ríkjum heitir reglan 1,5 metir. Hvað er að henni?
Kannski er hinn íslenski sóttvarnarlæknir með meiri og betri vísindi í farteskinu en sóttvarnarlæknar annarra ríkja.
En það mætti kannski spyrja hann.
Það blasir að vísu við að sóttvarnarlæknir er orðinn hundleiður á því að vera gerður að blóraböggli fyrir lamandi aðgerðir gegn atvinnulífi og hagkerfi Íslands. Þetta kom m.a. fram í því að hann taldi upp níu valkosti fyrir stjórnvöld, en ekki bara einn, í seinasta minnisblaði sínu, og vonaðist sjálfsagt til að stjórnvöld veldu ekki endilega hörðustu takmarkanirnar. Á hinn bóginn er athyglin ágæt, og Fálkaorðan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 16. ágúst 2020
Opinbert eftirlit
Hvað gerist þegar hið opinbera treystir ekki borgurunum?
Hvað gerist þegar menn reyna að gera aðhald neytanda óþarft með því að blástimpla allt með opinberum leyfisbréfum?
Það sem gerist er að heiðarlegt fólk þjáist.
Það flækist í regluverkinu, missir lífsviðurværið og leitar á náðir bótakerfis. Það hættir að taka áhættu og því að vonast eftir verðlaunum neytenda og fer að feta þröngt einstigi regluverksins.
Sem dæmi má nefna raunir eiganda Microbar keyrir nú á bráðabirgðaleyfi eftir að hafa ekki fengið rekstrarleyfi vegna vanræktrar úttektar á 18 ára gömlum framkvæmdum sem enginn getur sagt frá lengur.
En eflaust eru dæmi fleiri. Og raunar veit ég af dæmum um slíkt, t.d. um fiskbúð sem fæddist andvana eftir að hafa dregist inn á milli tveggja og þriggja opinberra leyfisveitenda sem sugu allt stofnféð út úr fyrirtækinu.
Einn íslenskur athafnamaður orðaði róttækar breytingar á regluverkinu seinustu áratugi svohljóðandi:
Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekkert gera fyrr en öll leyfi eru komin.
Þetta er róttæk breyting. Hún er líka órökstudd. Íslensku bankarnir fóru lóðbeint á hausinn árið 2008 þrátt fyrir að hafa öll tilskilin leyfi og hafa staðist öll opinber próf. Opinber leyfi tryggja ekki gegnsoðinn kjúkling og hrein klósett. Slíkt tryggja neytendur frá degi til dags. Hið opinbera gæti sinnt eftirliti og tryggt að landslögum sé fylgt en opinber rekstrarleyfi eru gagnslaus pappír. Þetta vissu menn kannski betur einu sinni, en ekki lengur. Og opinberir starfsmenn vita að því fleiri sem eyðublöðin eru, því meira er starfsöryggi þeirra sjálfra.
En Microbar er opinn í bili þrátt fyrir vöntun á úttekt á 18 ára framkvæmdum sem enginn kannast við nema á pappír. Skál fyrir því!
![]() |
Fann ekki til sektar og hélt rekstrinum áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. ágúst 2020
2021
Nú líður að seinni helmingi ársins 2020 og því ekki úr vegi að byrja að spá fyrir um atburði ársins 2021. Það er hægur vandi því oft er fortíðin góð vísbending um framtíðina og úr nægu að moða þar.
Árið 2021 er kosningaár. Það þýðir að stjórnmálaflokkar munu keppast við að lofa kjósendum gulli og grænum skógum. Ríkisstjórnarflokkarnir munu að sjálfsögðu taka þátt í þeim leik. Skiljanlega. Kjósendur hafa ítrekað sýnt það og sannað að þeir verðlauna stjórnmálaflokka fyrir að lofa, og þá helst meiru en þeir geta nokkurn tímann staðið við, á kostnað skattgreiðenda. Það þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna kosningasigur flokks sem lofaði því af fullri alvöru að lækka skatta svo einhverju nemi, greiða upp opinberar skuldir, vinda ofan af opinberri framfærslu, fækka opinberum starfsmönnum og draga úr ríkisafskiptum og -umsvifum. Munu kjósendur verðlauna slíkt í dag? Sennilega ekki.
Árið 2021 verður líka veiruár eins og það sem nú gengur yfir. Ofan á kóróna-veiru á eftir að bætast við inflúensu-veira, að ónefndum öllum kvefpestunum. Veiruárið 2021 verður samt ekki ár samstöðu og sáttar um að takmarkanir þurfi að gera til að minnka útbreiðslu og verja ákveðna þjóðfélagshópa. Nei, veiran verður orðin rammpólitísk og enginn skortur verður á nýjum hugmyndum til að umbylta samfélaginu í nafni hennar. Hið opinbera hefur sjaldan látið gott neyðarástand fara til spillis og upp munu spretta tillögur að alls kyns ríkisstofnunum og bólgnum útgjaldahugmyndum sem á yfirborðinu eiga að renna til veiruvarna en eru í raun bara hendur að grípa það sem þær geta á meðan almenningur situr skelkaður við sjónvarpsfréttirnar.
Árið 2021 verður svo að öllum líkindum kreppuár. Góðæri undanfarinna ára hefur verið vel nýtt til að halda uppi gríðarlegri skattheimtu til að byggja undir gríðarlega stórt opinbert bákn. Það mátti ekki skella á veira og hallarekstur ríkisins hljóp upp í þriggja stafa milljarðatölu, rétt eins og hendi væri veifað, og nákvæmlega ekkert svigrúm til að hækka skatta og borga þann reikning, né pólitískur vilji til að selja eigur upp í skuldir eins og venjulegt fólk gerir í hallæri. Sveitarfélögin hafa mörg hver heldur ekkert gert til að búa sig undir niðursveiflu. Menn geta auðvitað kennt veirunni um en almennt má segja að allar áætlanir hafi gert ráð fyrir endalausu góðæri, og engin áætlun B til staðar. Áfallið hefði hæglega geta verið gjóskugos, nýtt bankahrun, hrun bandaríska dollarans, léleg veiði eða tískubylgjubreytingar meðal ferðamanna, sem vildu allt í einu frekar fljúga til Istanbúl en Íslands. Með skatta í himinhæðum og skuldir upp fyrir háls, eftir blússandi góðæri undanfarinna ára, blasir því við að kreppuár sé framundan.
Að þessu sögðu má því segja að árið 2021 verði fyrirsjáanlegt. Kjósendur munu kjósa þá sem lofa mestum ríkisafskiptum. Stjórnmálamenn og hið opinbera mun ekki láta veiruástandið fara til spillis og nota tækifærið til að taka yfir enn stærri hluta samfélagsins. Með skatta og víða skuldir í himinhæðum verður síðan ekkert andrými til að hleypa hagkerfinu af stað á ný.
En vonandi skjátlast mér, að öllu leyti.
Þessi grein birtist áður í Morgunblaðinu, 15. ágúst 2020, og er aðgengileg áskrifendum blaðsins hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2020
Ásetningur og afleiðingar
Stjórnmálamenn vilja bjarga umhverfinu. Auðvitað. Með sköttum og lögum er hægt að bjarga umhverfinu!
Slíkur ásetningur hefur leitt til allskyns löggjafar, t.d. löggjöf sem takmarkar magn vatns sem má fara í gegnum sturtuhaus. Þetta var ágætlega tekið fyrir í Seinfeld-þætti á sínum tíma - sjá myndskeið hér að neðan.
En svo koma afleiðingarnar í ljós. Fólk getur ekki þvegið sér! Hvað er til ráða?
Það má t.d. leita til svarta markaðarins.
Það má fikta við dótið og reyna að breyta virkninni.
Svo er auðvitað bara hægt að vera lengur í sturtu eða fylla baðkar. Fólk vill sitt bað. Lögin gleymdu bara að taka tillit til þess.
Svipuð keðjuverkum ásetnings og afleiðinga finnst mjög víða. Og fólk aðlagast gjarnan. En stjórnmálamaðurinn fær sinn nætursvefn, þess fullviss um að hann hafi bjargað heiminum.
![]() |
Lögum um sturtuhausa breytt til að þjónka Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. ágúst 2020
Nú hefst ringulreiðin
Fram kom á blaðamannafundi almannavarna í gær að Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, spámaður og veðurfræðingur, myndi leggja nokkrar ólíkar tillögur fyrir stjórnvöld í nýju minnisblaði. Hingað til hefur hann einfaldlega lagt fram tillögur sem hlotið hafa staðfestingu ráðherra án beinnar aðkomu stjórnvalda. Staðan nú sé önnur.
Og þá hefst fjörið.
Stjórnvöld geta ekki lengur tekið skjal frá embættismannakerfinu og innleitt í lög. Núna þarf að taka pólitíska afstöðu!
Ekki verður lengur hægt að segja: Við fylgjum ráðum sérfræðinga. Nei, nú verða gefnir valkostir sem þarf að hugleiða!
Persónulega hef ég þannig séð ekki haft neitt á móti nálgun Íslendinga hingað til. Það tókst að hemja útbreiðslu veiru sem menn vissu lítið um og töldu vissara að kynna sér betur áður en hún næði til fleiri. Það tókst að verja viðkvæma hópa betur en í flestum öðrum ríkjum, og halda flestum þeim á lífi sem veiktust alvarlega.
En núna vita menn meira en í mars og apríl, eða það ætla ég rétt að vona.
Menn vita að í Svíþjóð er veiran nánast hætt að breiðast út og fjöldi dauðsfalla að staðna jafnvel þótt þar hafi ekki einu einasta fyrirtæki verið sagt að loka. Hvernig stendur á því?
Menn vita af lyfjum sem hafa virkað vel á veiruna en eru dottin úr einkaleyfi og því erfitt að græða mikla peninga á þeim. Ný lyf gefa mestan ávinning. Er því skrýtið að það finnist raddir sem tali gegn notkun þekktra lyfja?
Menn komust að því frekar snemma að börn smita minna og smitast minna og hafa styrkst í þeirri trú, sem er gott. En hafa menn ekki lært neitt annað? Af hverju á heilbrigt fólk á aldrinum 15-45 ára að forðast veiru?
Allt svona tal er nú komið á borð yfirvalda sem þurfa að taka afstöðu sem tekur tillit til ýmissa hagsmuna, ekki bara þeirra sem einblína á að forða fólki frá smiti. Kannski fara menn sænsku leiðina (sem íslensk umræða virðist kalla frjálshyggjuleiðina, ótrúlegt en satt). Kannski fjölgar andlitsgrímum. Kannski takmarka menn flugumferð. Kannski verður opnað á meira og hraðar í ljósi þess að álag á heilbrigðiskerfinu vegna veiru er lítið (fyrir utan gríðarlega prófanakeyrslu).
Kannski.
En nú hefur sóttvarnarlæknir gefist upp á því að vera settur í stól míní-forsætisráðherra. Nú þarf kjörinn forsætisráðherra að fylla eigin skó.
![]() |
Sóttvarnalæknir afhenti minnisblað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. ágúst 2020
Ræða um persónulega ábyrgð
Pístill Páls Óskars um persónulega ábyrgð er gott lesefni með góðan boðskap. Það mætti halda að hann hafi verið að horfa á fyrirlestur Dr. Jordan Petersen um persónulega ábyrgð. Enginn verður verri af því. Fleiri einstaklingar sem hafa prófað eitt og annað í lífinu og raunverulega lært eitthvað á því mættu tjá sig um persónulega ábyrgð.
![]() |
Páll Óskar: Ég elska að vera hommi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |