Að sjá hið ósýnilega

Frédéric Bastiat (1801-1850), franskur stjórnmálaheimspekingur, ritaði eftirfarandi orð sem ættu að verða öllum umhugsunarefni:

In the department of economy, an act, a habit, an institution, a law, gives birth not only to an effect, but to a series of effects. Of these effects, the first only is immediate; it manifests itself simultaneously with its cause - it is seen. The others unfold in succession - they are not seen: it is well for us if they are foreseen. Between a good and a bad economist this constitutes the whole difference - the one takes account of the visible effect; the other takes account both of the effects which are seen and also of those which it is necessary to foresee.

Af hverju skiptir þetta máli? Af hverju skiptir máli að sjá hið ósýnilega og taka athyglina af því augljósa?

Jú, því oft hafa gjörðir okkar afleiðingar sem blasa ekki við. Ég gæti t.d. skotið úr fallbyssu og séð kúluna þjóta af stað og úr sjónmáli. En kúlan lendir einhvers staðar og veldur þá sennilega einhverjum skemmdum eða jafnvel dauðsföllum. Ég hefði átt að sjá það fyrir en ég valdi að einblína á það sem blasti við: Að fallbyssukúlan yfirgaf mig og hvarf úr sjónmáli.

Svona haga stjórnmálamenn sér iðulega. Þeir leggja á skatta eða setja á reglur sem á yfirborðinu líta sakleysislega út. Ríkið fær meiri peninga og getur ráðið embættismann eða byggt brú. Reglan fælir fólk frá einhverri iðju, t.d. reykingum eða óhollustu. Málinu lokið! En hvað ef hinn hækkaði skattur svipti efnalítinn mann matarpeningum sínum? Eða dró úr eftirspurn eftir bifvélavirkjanum sem sér nú fram á atvinnuleysi? Hvað ef hin nýja regla leiddi til þess að lögleg verslun lokaði og ólögleg sala fékk búbót? 

Á veirutímum er þetta jafnvel enn mikilvægara. Fólki er sagt að vera heima og fyrirtækjum ýtt út í gjaldþrot. Hvað gerist? Jú, hið ósýnilega lætur á sér kræla. Fólk fremur sjálfsmorð. Sumt leiðist út í glæpi og örvæntingu.

Var hægt að sjá það fyrir? Já, og það gerðu margir. Og fyrr eða síðar kemur hið óséða upp á yfirborðið. Til dæmis eru menn nú að komast að því að í skiptum fyrir að hafa fengið hjartasjúklinga á sjúkrahúsum þá var fólk einfaldlega að hrökkva upp af heima hjá sér, dauðskelkað um að fara út úr húsi.

Einn einstaklingur sparaði sér veirusmit. Annar dó úr læknanlegu meini heima hjá sér.

Kemur þetta, og svipaðar afleiðingar lokunar á samfélagi, á óvart? Þá eru menn búnir að einblína á hið sýnilega - veiru - en sjá ekki hið ósýnilega. Það er slæm hagfræði og það er slæm samfélagshönnun.

Munum það í framhaldinu, og í sem víðustu samhengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í sumum tilfellum er það að loka augunum vísvitandi fyrir hinu ósýnilega einhver alvarlegasti siðferðisbrestur sem um getur.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.8.2020 kl. 12:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki eðli ófyrirséðra afleiðinga það að þær eru ófyrirsjáanlegar. Það má að vísu gefa sér að þær verði, en hverjar þær verða er oftast óútreiknanlegt. Þessvegna eru þær ófyrirsjáanlegar. 

Það má spyrja þá sem gagnrýna ófyrirséðar afleiðingar svona eftirá hvort þeir einir hafi séð þær fyrir og af hverju þeir hafi þagað.

Það má þó allavega segja að öll oðinber inngrip sem eiga að leiðrétta eitthvað valda ófyrirséðum og óæskilegum afleiðingum og búa til fleiri vandamál en það sem leysa á. Tala nú ekki um þegar leiðrétta á þessar afleiðingar í stað þess að bakka með þá fyrstu.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.8.2020 kl. 16:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón,

Sennilega er orðvalið "ófyrirsjáanlegt" óheppileg þýðing á orðinu "unseen", en punkturinn er smá sami.

Geir Ágústsson, 23.8.2020 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband