Fyrsta veiran til að sigra mannkynið

Getur verið að hin frekar almennt séð skaðlausa COVID-19 veira verði fyrsta veiran í mannkynssögunni sem hefur betur?

Ekki með því að drepa sjálf heldur með því að senda manninn inn í peningaskápinn honum til varnar, loka og læsa og kæfa hann úr súrefnisskorti.

Bóluefni verður ekki lausnin.

Landamæralokanir verða ekki lausnin.

Gjaldþrot og atvinnuleysis verða ekki lausnin.

Eina lausnin verður sú að leyfa ungu og heilbrigðu fólki að fá veiruna, læra á hana og breytast þannig í mannlega hlífiskildi fyrir viðkvæmustu hópana.

Í alveg hreint frábærri grein er þetta orðað svona:

Under the vaccine scenario, the right strategy is to protect the elderly and other high-risk groups until they are protected by herd immunity, while the younger generations keep society afloat. Under the second scenario of natural immunity, the right strategy is to protect the elderly and other high-risk groups until they are protected by herd immunity, while the younger generations keep society afloat. If these two strategies sound about the same, they are.

Og síðar:

The one important thing that we do know is the enormous risk difference by age. Covid-19 is a formidable enemy, and in any war, one must take advantage of the opponent’s weaknesses. That weakness is the near inability of the virus to kill younger people. Hence, it is the young adults among us that must stand in the front line as we fight this enemy. If not, we will have many more casualties than necessary.

Í mjög stuttu máli: Látum okkur hraustu og sem yngri eru standa í framvarðarlínunni og taka við stórskotahríð veirunnar á meðan þeir eldri og sjúku eru í skjóli. Þegar við erum búin að standa af okkur veiruna erum við búin að mynda skjaldborg utan um þá heilsuveilli sem geta um leið snúið aftur í opið og frjálst samfélag, varin af hjarðónæmi okkar hinna.

Þetta er eina raunhæfa leiðin.


mbl.is Greindist aftur með kórónuveiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Svíþjóð eru skráð dauðsföll vegna Covid-19 nú 575 á hverja milljón íbúa, um tólf sinnum fleiri en í Noregi (49) og meira en 20 sinnum fleiri en hér á Íslandi (27). cool

Ef jafn margir hefðu látið lífið hér á Íslandi hlutfallslega og í Svíþjóð vegna Covid-19 væru þeir 213 en ekki tíu. cool

20.8.2020 (síðastliðinn fimmtudag):

"Talsvert fleiri hafa látist í Svíþjóð á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma og í fyrra.

Sænsk heilbrigðisyfirvöld gripu ekki til harðra viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í vor.

Ekki virðist hjarðónæmi það hafa náðst sem sóttvarnarlæknir bjóst við. cool

Fimmtán prósent fleiri létust í Svíþjóð fyrstu sex mánuði ársins 2020 en á sama tíma í fyrra.

Um 5.800 af 51 þúsund dauðsföllum eru af völdum kórónuveirufaraldursins, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum.

Til samanburðar hafa 264 látist í Noregi af völdum faraldursins.

Ekki hafa jafnmörg dauðsföll verið skráð í Svíþjóð frá árinu 1869 þegar hungursneyð gekk yfir. cool

Fæðingar eru sömuleiðis í lágmarki í landinu, auk þess sem 35% færri fluttust þangað erlendis frá.

Aðeins 7,3% íbúa Stokkhólms hafa þróað með sér mótefni gegn kórónuveirunni, þrátt fyrir að ekki hafi verið gripið til harðra sóttvarnaraðgerða í vor.

Megnið af veitingahúsum, skólum og snyrtistofum fékk að hafa opið sem endranær og treyst á að almenningur gætti að eigin smitvörnum.

Til að hjarðónæmi náist þurfa 70-90% að mynda mótefni.

Sænskum heilbrigðisyfirvöldum hefur helst verið legið á hálsi fyrir fjölda andláta á öldrunarheimilum í landinu.

Sóttvarnalæknir Svía, Anders Tegnell, kvaðst fyrr í sumar ekki hafa gert sér grein fyrir að veiran gæti breiðst út með viðlíka hætti og hún gerði á slíkum heimilum."

"Faraldurinn hefur haft þung áhrif á efnahagslega afkomu Svía.

Ferðamannaiðnaðurinn hefur dregist mjög saman og útflutningur iðnaðarvara sömuleiðis, sem stendur undir helmingi efnahags Svíþjóðar.

Búist er við 5% samdrætti á árinu 2020 og að hundruð þúsunda verði atvinnulaus." cool

Ekki fleiri dauðsföll í Svíþjóð frá árinu 1869

Þorsteinn Briem, 24.8.2020 kl. 19:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn Briem,

Þú ert hér stundum að tala fyrir hönd ferðaþjónustunnar, sem er núna verið að eyðileggja. Ertu núna að tala fyrir aðgerðum sem drepa ferðaþjónustuna?

Hvað um það. Læknir í Stokkhólmi hafði þetta að segja, og sjáum hvað setur:

"Then, after a few months, all the covid patients disappeared. It is now four months since the start of the pandemic, and I haven’t seen a single covid patient in over a month. When I do test someone because they have a cough or a fever, the test invariably comes back negative. At the peak three months back, a hundred people were dying a day of covid in Sweden, a country with a population of ten million. We are now down to around five people dying per day in the whole country, and that number continues to drop. Since people generally die around three weeks after infection, that means virtually no-one is getting infected any more."

Einnig, réttalega athugað:

"In total covid has killed under 6,000 people in a country of ten million. A country with an annual death rate of around 100,000 people. Considering that 70% of those who have died of covid are over 80 years old, quite a few of those 6,000 would have died this year anyway. That makes covid a mere blip in terms of its effect on mortality."

Og, sem er mikilvægt (feitletrun mín):

"But covid is over in Sweden. People have gone back to their normal lives and barely anyone is getting infected any more. I am willing to bet that the countries that have shut down completely will see rates spike when they open up. If that is the case, then there won’t have been any point in shutting down in the first place, because all those countries are going to end up with the same number of dead at the end of the day anyway."

En já, lokum öllu, drepum fólk heima hjá sér úr einhverju allt öðru en veiru, og vonum að ríkisvaldið hafi ekki hreinlega tekið yfir allt samfélagið þegar veiran hefur loksins fengið að ganga um og deyja út.

Geir Ágústsson, 24.8.2020 kl. 19:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Tengill á pistil læknisins gleymdist. Hér er hann:

https://sebastianrushworth.com/2020/08/04/how-bad-is-covid-really-a-swedish-doctors-perspective/

Fyrir þá sem vilja vita hvernig land sem lokaði engu en hvatti fólk einfaldlega til að sýna aðgát þá er hægt að fylgjast vel með hér:

https://www.thelocal.se/20200310/timeline-how-the-coronavirus-has-developed-in-sweden

Geir Ágústsson, 24.8.2020 kl. 19:27

4 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Það er ekkert sem styður hjarðónæmi... ekkert

Svíar reyndu það og eru nú að súpa seiðið af því.

  

Birna Kristjánsdóttir, 24.8.2020 kl. 19:34

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Aðferðin sem lýst er í greininni í Spectator snýst um tvennt. Annars vegar að ná upp hjarðónæmi. Hins vegar að vernda veikustu hópana meðan verið er að ná því.

Í Svíþjóð virðist sem hjarðónæmi sé að nást. Verndun veikustu hópanna brást hins vegar. Það er ekki áfellisdómur yfir hjarðónæmi.

Það hvernig þetta mál hefur verið meðhöndlað, meira og minna um allan heim, sýnir glöggt hvað gerist þegar óskhyggja og ofsahræðsla ráða aðgerðum fremur en skynsemi, þegar öll viðbrögð og aðgerðir eru til skamms tíma og þegar athafnir eru grundvallaðar á upplýsingum sem vitað er að eru rangar.

Í vor var okkur sagt að opnun landamæranna væri ekkert til að hafa áhyggjur af, við myndum auðveldlega ráða við þær sýkingar sem upp kæmu. Nú er okkur sagt að vegna þess að fáeinir af þeim tugþúsundum sem hingað komu í júní og júlí reyndust smitaðir verði að harðloka landamærunum.

Nú er okkur einnig sagt að samfélagið verði áfram meira og minna drepið í dróma þar til töfralausnin, bóluefnið, finnst. Samt hefur forstjóri WHO varað sterklega við óhóflegum væntingum varðandi bóluefni; alls óvíst sé að neitt bóluefni sem dugar komi fram.

Samkvæmt bandarískum rannsóknum veldur 1% aukning atvinnuleysis um 50.000 dauðsföllum þar í landi. Hér myndi sama hlutfall þýða 50 dauðsföll. En það er öllum alveg sama um það fólk, bara svo lengi sem enginn deyr úr flensunni!

Þorsteinn Siglaugsson, 24.8.2020 kl. 20:22

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Birna,

Af hverju er aldrei neinu lokað vegna inflúensu? Eða þegar hún leggst ofan á allt mögulegt annað? T.d. 2009 og 2013.

Þorsteinn,

Heyr, heyr! 

Geir Ágústsson, 24.8.2020 kl. 21:22

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þar sem margir líta til Svía þá er vert að benda á að veiruprófin hjá þeim hafa verið meingölluð og margir verið úrskurðaðir smitaðir án þess að vera það sbr. https://www.svt.se/nyheter/inrikes/senaste-nytt-fran-myndigheternas-presskonferens

Gæti verið að þessi veirupróf og úrvinsla þeirra sé almennt ekki nógu "vísindaleg"

Grímur Kjartansson, 25.8.2020 kl. 16:05

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Af hverju er aldrei neinu lokað vegna inflúensu?"

Kannski vegna þess að hún er ekki nærri því eins smitandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2020 kl. 16:25

9 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Guðmundur þú svaraðir fyrir mig, takk kiss

Geir...  þessi veira er ekki inflúensa hún er miklu alvarlegri en það. 

Ég hef ekki nennu til að karpa við þig um þetta.

Þú hefur þína skoðun og ég mína, reyndar er ég orðin hundleið á þessari fjandans veiru ef satt skal segja en það gerir hana ekki betri fyrir það. wink

Birna Kristjánsdóttir, 25.8.2020 kl. 18:01

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Birna.

Covid er reyndar ekki endilega svo mikið "alvarlegri" í hverju og einu tilfelli. Það sem gerir hana hættulegri er hins vegar hversu miklu meira smitandi hún er og þess vegna geta tilfellin orðið miklu fleiri ef ekkert er gert til að hemja útbreiðsluna.

Tökum dæmi um tvo smitsjúkdóma, þar sem dánarhlutfall er t.d. 1% smitaðra. Ef annar þeirra smitar hundrað er líklegt að einn muni deyja. Ef hinn sjúkdómurinn smitar t.d. tíu þúsund þá er líklegt að 100 muni deyja. Hundrað sinnum fleiri, jafnvel þó báðir sjúkdómar séu jafn "alvarlegir".

Tek það fram að þetta eru ímyndaðar tölur í dæmaskyni. Ég er ekki sérfræðingur í því hver hlutföllin eru vegna Covid samanborið við venjulega inflúensu. Veit bara að Covid er mun meira smitandi.

Eitt prósent af mörgum eru fleiri en eitt prósent af fáum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2020 kl. 18:14

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Birna og Guðmundur,

Það þarf að undirstrika, þrefalt, nokkur atriði:

1) Veiran virðist nánast ómögulega geta lagt af velli einstalinga undir 70 ára aldri, en þá sem eru ekki offeitir, eða þjást af D-vítamínskorti (algengt vandamál meðal þeldökkra á norðlægum slóðum sem hafa ekki aðlagað mataraæði sitt að takmarkaðri sól). Leyfum þeim sem standast veiruna auðveldlega að fá hana! Verjm aðra!

2) Með því að smita þá sem standast veiruna er myndaður varnarveggur utan um þá sem þola hana verr. Inflúensa er hamin með því að bólusetja þá veikasta fyrir henni. Og með því að leyfa öðrum að fá hana og læknast af henni. Núna er ekkert bóluefni í myndinni, en að leyfa öðrum að smitast er það.

3) Það er aldrei góð hugmynd að drepa hagkerfið og forgangsraða öðru-en-veiru í burtu, og drepa þannig óbeint allskonar fólk sem hefði lifað af veiru, auðveldlega.

4) Já, COVID-19 er alvarlegri en flensan, fyrir suma, en ekki alla.

Auðvitað er freistandi að vilja fletja út veiru. En þá þarf að fletja út, ekki reyna að útrýma. Með því að reyna útrýma er hagkerfið flatt út. Og það er virkilega, virkilega banvænt, fyrir alla.

Geir Ágústsson, 25.8.2020 kl. 19:38

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vernd þeirra sem eru veikir fyrir er lykilatriði eins og Geir bendir á. Tjónið fyrir velferð almennings af því að þráast við að útrýma smitandi sjúkdómi sem er á þessu stigi er miklu meira en það sem vinnst. Veiran er hins vegar mjög smitandi eins og Guðmundur bendir á, og ónæmi gagnvart henni er langtum minna en gagnvart öðrum flensufaröldrum. Þess vegna þarf einnig að stórauka afkastagetu heilbrigðiskerfisins. Þetta tvennt, að vernda viðkvæmustu hópana og stórauka afkastagetuna er það sem stjórnvöld hefðu ráðist í strax í upphafi ef skynsemi en ekki skoðanakannanir hefðu ráðið aðgerðum. Það er enn ráðrúm til að taka skynsamlegar ákvarðanir, en því miður er ákaflega ólíklegt að það verði gert úr þessu. Í staðinn verður öllu haldið í heljargreipum með því fororði að það sé alveg að koma bóluefni. En svo kemur það auðvitað ekkert fyrr en eftir dúk og disk, og kannski jafnvel aldrei. Það sem kemur verða uppreisnir og gripdeildir, og það verður ekki fyrr en stjórnmálamenn sjá fram á valdamissi eða þaðan af verra að þeir hætta vitleysunni og reyna að fara að takast á við vandann. En kannski verður það bara of seint. Þetta er svartsýn spá, en ég er því miður sannfærður um að hún er rétt.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.8.2020 kl. 20:09

13 identicon

Frá ómunatíð hafa hefur hungur, drepsóttir og náttúruhamfarir haldið fjölda mannfólksins í skefjum. Hér á Íslandi var algengt að hjón eignuðust átta til tíu börn og þótti gott ef helmingurinn náði fullorðinsaldri.

Átakanleg voru örlög Önnu Stuart Englandsdrottningar. Hún ól átján börn, flest andvana. Einn sonur hennar náði ellefu eða tólf ára aldri. Með honum dó Stuart ættin út og núverandi Hannoverætt settist í konungsstól á Englandi.

Með aukinni þekkingu á sóttvörnum, bóluefni og loks fúkalyfjum, um miðja síðustu öld, snérist dæmið við. Vesturlandabúar brugðust við með færri barneignum, en í þriðja heiminum, þar sem barneignum fækkaði ekki, hefur fólksfjöldinn margfaldast á örfáum áratugum.

Þetta er eitt mesta vandamál mannkynsins í dag og við því hefur ekki enn fundist lausn. En náttúran á alltaf síðasta orðið. Hvenær og hvernig grípur hún í taumana?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.8.2020 kl. 21:23

14 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Geir... það sem þú ert að mæla með er hjarðónæmi ekki satt. 

Sú leið virkar ekki og er hægt að benda á Svíþjóð því til staðfestingar.

Að nota orðið "flensa" og "Covid-19" í sömu andrá er rangt, flensa á ekkert skylt við Covid-19 nema að stofninn er sá sami þ.e.a.s. "Corona" eins og allar inflúensur.

Það sem gerir þennan Corona-vírus að Covid-19 er; að búið er að fikta/ bæta við erfðaefni á tilraunastofu. Síðan hefur veiran stökkbreyst og virðist aðlaga sig að breyttum aðstæðum, og vegna þess að hún er bráðsmitandi er hún stórhættuleg, við hreinlega vitum ekki hvað hún gerir næst. Hún er byrjuð að smita yngri aldurshópa út um allan heim.

Þó smitin séu færri þá þýðir það ekki endilega að hún sé að drepast, gæti frekar verið að varnir gegn henni eru að virka. Hér er það þolinmæðin sem blífur. 

Nú veit ég ekki hvernig best er að bregðast við til langframa, auðvitað hefur þessi andsk...veira fært allt úr skorðum.

Það breytir því ekki að eina leiðin til að "drepa" þessa veiru er að skera á smitleiðir hennar.

Við getum endalaust þráttað um leiðir til að komast sem best í gegnum þetta tímabil, öll umræða er til góðs. 

Ofsahræðsla og/eða framtaks- kæruleysir geri ekkert gagn.

Birna Kristjánsdóttir, 27.8.2020 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband