Hvað er að eins meters reglunni?

Þegar yfirvöld setja lög eða gefa út fyrirmæli þá er mælst til þess að þau gæti meðalhófs - innleiði ekki strangari reglur og viðurlög en hæfir tilefninu.

Þannig er t.d. ekki stungið í steininn fyrir að leggja ólöglega, eða gefin svolítil sekt fyrir að berja mann til dauða. Þess í stað er sektað fyrir að leggja ólöglega og stungið í steininn fyrir að taka líf.

Núna gengur veira um heimsbyggðina, eins og svo oft áður, en að þessu sinni veira sem menn telja sig ekki vita mikið um (þrátt fyrir yfir 6 mánaða flakk hennar á milli fólks af öllum stærðum og gerðum). Af því tilefni hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að setja á hina svokölluðu 2 metra reglu. Ekki 2 metra lög. Ekki 2 metra viðmið. 2 metra reglu. Sem sagt: Ef þú vilt 2 metra þá áttu að fá 2 metra. Ef þú vilt þá ekki þá hugsar þú þig um.

Gott og vel.

Í Danmörku er svipuð regla í gangi. Hún heitir 1 metra reglan.

Hvað er að henni? Það mætti alveg spyrja sóttvarnarlækninn á Íslandi út í það.

Í sumum ríkjum heitir reglan 1,5 metir. Hvað er að henni?

Kannski er hinn íslenski sóttvarnarlæknir með meiri og betri vísindi í farteskinu en sóttvarnarlæknar annarra ríkja.

En það mætti kannski spyrja hann.

Það blasir að vísu við að sóttvarnarlæknir er orðinn hundleiður á því að vera gerður að blóraböggli fyrir lamandi aðgerðir gegn atvinnulífi og hagkerfi Íslands. Þetta kom m.a. fram í því að hann taldi upp níu valkosti fyrir stjórnvöld, en ekki bara einn, í seinasta minnisblaði sínu, og vonaðist sjálfsagt til að stjórnvöld veldu ekki endilega hörðustu takmarkanirnar. Á hinn bóginn er athyglin ágæt, og Fálkaorðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum." cool

Sóttvarnalög nr. 19/1997

"4. gr. Almenn nálægðartakmörkun. Á samkomum,
öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. ..."

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Hins vegar segir ekkert í auglýsingunni um að þessir einstaklingar eigi að vera í að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð frá hver öðrum. cool

Þorsteinn Briem, 17.8.2020 kl. 21:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lögreglan verður að hafa skýra heimild til að leysa upp samkomur þar sem menn hafa sjálfir valið að hafa minna en tvo metra á milli sín. cool

Þorsteinn Briem, 17.8.2020 kl. 22:03

3 identicon

Hann er búinn að svara því hver munurinn sé.  Hefurðu prófað að gúggla?

ls (IP-tala skráð) 17.8.2020 kl. 22:47

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Miðað við svör sóttvarnarlæknis er mjög lítið sem vinnst með því að bæta metra við. Það er bara eins gott að engum hafi dottið í hug að hafa 10 metra reglu (örugglega einhver örlítill munur á líkum á að maður hrökkvi upp af við 9 metra fjarlægð eða 10 metra fjarlægð), því þá væri vafalaust búið að innleiða hana. En kannski verður það gert næst þegar panikk stjórnvalda verður orðin alveg stjórnlaus.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.8.2020 kl. 22:58

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Ég get lesið þetta á heimasíðu WHO:

"To avoid contact with these droplets, it is important to stay at least 1 metre away from others ..."

Þetta hefur ekkert breyst frá upphafi faraldursins.

Bandarísk sóttvarnaryfirvöld segja "6 feet" (1,9 m). Þau bresku segja 2 m. 

En almennt er þetta svolítið á reiki og fer jafnvel eftir aðstæðum og öðru. Það mætti því segja að með því að segja 2 m en ekki 1 m sé verið að velja hörðustu línuna sem veldur mestum óþægindum, án þess þó að hafa sannanlega ástæðu fyrir því. Eða hitt, að gera fjarlægðatakmörkunina svo stranga að það er í raun engin leið að fara eftir henni og hún því frekar hunsuð en hitt.

Geir Ágústsson, 18.8.2020 kl. 06:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"74. gr. ... Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 18.8.2020 kl. 10:17

7 identicon

Af því að þú spurðir um hvað sóttvarnarlæknir segi um mun á einum og tveim metrum en nenntir ekki að gúggla sjálfur

https://www.visir.is/g/20201999700d/a-tvitugsaldri-a-sjukrahusi-og-ihuga-ad-taka-upp-eins-metra-fjarlaegdarmork-i-akvednum-tilfellum

ls (IP-tala skráð) 18.8.2020 kl. 11:49

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Þetta kom nú ekki upp hjá mér. Ég var reyndar að leita á ensku og dönsku, ekki íslensku, en ég þakka ábendinguna. Hvað um það. Þetta er 8 daga gömul frétt og kallinn er ennþá að íhuga og samfélagið er að fara á hliðina því einn ráðherrann hitti vini sína um helgina og sat fyrir á hópmynd. Hjálpi mér.

Geir Ágústsson, 18.8.2020 kl. 11:58

9 identicon

Þarna kemur fram hvað hann segir um þennan mun. 

En það er löngu ákveðið og tilkynnt að eins metra reglan gildi í skólum.

Þetta er alltaf háð mati á aðstæðum, það er til dæmis þéttbýlla í Svíþjóð en hér svo það kemur ekki á óvart að þar sé reglan einn metri. Á móti kemur að þar er samkomubannið tvöfalt strangara en hér (50 manns) og heimsóknir á hjúkrunarheimili bannaðar.

ls (IP-tala skráð) 18.8.2020 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband