Hverjum er ekki d****usama

Nokkrar vinkonur hittust, borðuðu saman og fór í spa. Þær birtu af því myndir. Þetta gera óteljandi einstaklingar á hverjum einasta degi. Ég gerði eitthvað svipað um daginn. Farðu á samfélagsmiðlasíðurnar og þú sérð hrúgur af myndum af fólki að borða saman og leika sér saman.

En nei, bíddu nú við, ein í hópnum er ráðherra!

2 metra reglan, sem segir að óskyldir og ótengdir aðilar geti kurteisislega beðið um að fá að vera í 2 metra fjarlægð frá hvor öðrum, ekki virt!

Reglan, sem er svohljóðandi, brotin!

Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímsem hylur nef og munn.

Eða, bíddu nú við, þessi regla á ekki við um hitting vina. Jafnvel þótt einn í vinahópnum sé ráðherra, þingmaður eða sjálfur páfinn. Svo má ekki bara láta vinkonurnar í friði núna?


mbl.is Myndir af vinkonunum tengist ekki kostun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Voru upplýsingar frá stjórnvöldum um 2m reglu þá bara gabb?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2020 kl. 12:51

2 identicon

Upplýsingarnar á covid.is voru rangar. Ekki gabb heldur mistök. Sem er náttúrlega vont mál.

ls (IP-tala skráð) 18.8.2020 kl. 13:25

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þær voru þá ekki aðeins rangar á covid.is heldur einnig í sjónvarpsþáttunum þar sem reglurnar voru kynntar fyrir almenningi.

Rót misskilningsins eru sú að heilbrigðisráðherra fór hreinlega ekki eftir þeirri tillögu sótttvarnalæknis gera 2m regluna algilda heldur er hún ennþá valkvæð samkvæmt orðalagi auglýsingarinnar.

AUGLÝSING um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 792/2020

"4. gr.

Almenn nálægðartakmörkun.

Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili."

Það á semsagt bara að vera hægt að hafa 2 metra á milli en ekki er skylda að einstaklingar haldi raunverulega þeirri fjarlægð á milli sín.

Ég þurfti að hafa fyrir því að fletta þessu upp í stjórnartíðunum til að komast að hinu rétta. Upplýsingaóreiðan er í boði stjórnvalda.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2020 kl. 13:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefðir getað fundið þessa auglýsingu í athugasemdum með síðustu færslu á þessari bloggsíðu, Guðmundur. cool

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur sagt að þessi vinkvennasamkoma hafi verið óheppileg og að sjálfsögðu væri ekki heppilegt ef öll ríkisstjórnin liggur í rúminu í nokkrar vikur hafi einhver vinkvenna ferðamálaráðherra smitað ráðherrann af Covid-19 í þessum hittingi. cool

Þorsteinn Briem, 18.8.2020 kl. 16:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lögreglan verður að hafa skýra heimild til að leysa upp samkomur, til að mynda á veitingastöðum og skemmtistöðum, þar sem menn hafa sjálfir valið að hafa minna en tvo metra á milli sín en það hefur lögreglan ekki samkvæmt þessari auglýsingu: cool

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

"74. gr. ... Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 18.8.2020 kl. 16:18

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir frábærar færslu og kveðja til Mumma fyrir snilldar athugasemd. Mig langar að bæta við; Það eru engin vísindafræði sem réttlæta gildi félagsfjarlægðar né andlitsgrímu og hvergi nein umræða hérlendis um það atriði, hvergi rætt um vísindin og fjölda vísindamanna sem hafa bent á þetta og verið ritskoðaðir. Þó vísað sé í lög og þó ráðherra gefi út reglugerð (en allar reglugerðir eru óhæfar til dóms) eða tilskipanir (sem er alræði/tyranny), þá þurfa vísindin að standa á sterkum grunni. En ef sá grunnur er hvergi ræddur og ef klappstýrumiðlar rugla í okkur, hvar erum við þá.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 18.8.2020 kl. 16:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"7. gr. Það er almenn skylda að gjalda sem mesta varúð við smitsjúkdómum og gera sér allt far um að sýkja hvorki sjálfan sig né aðra, að svo miklu leyti sem framkvæmanlegt er. ..." cool

"19. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum."

Sóttvarnalög nr. 19/1997

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands verða að sjálfsögðu að sýna gott fordæmi og prédika ekki fyrir öðrum að gera það sem þeir sjálfir gera ekki. cool

Þorsteinn Briem, 18.8.2020 kl. 16:54

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn Briem,

Þú hræðir mig með þessum lagatilvísunum. Það er greinilega galopið á túlkanir hérna. Ég vona að þú vísir líka í lagagrein sem þrengir mjög túlkunarsvið yfirvalda.

Guðjón,

Það er ljóst að fólk lét ýmislegt yfir sig ganga þegar heimurinn var að farast úr hræðslu og menn töldu sig ekki vita neitt um nýjan vírus. En þetta svigrúm er að verða lítið. Fólk er farið að biðja um upplýstar ákvarðanir, ekki örvæntingu. Spurningin er bara hvort komi fyrst; að það þurfi að spyrna við fótum eða yfirvöld slaka á taumnum.

Geir Ágústsson, 18.8.2020 kl. 18:07

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það hefur löngum verið vinsælt að passa betur upp á að aðrir fari eftir reglum en að fara eftir þeim sjálfur

Í dag þá hefur þetta þróast þetta út í  wanabe Víðir

en slíkir einstaklingar verða þó seint vinsælir

Grímur Kjartansson, 18.8.2020 kl. 18:15

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Það sem gerist er að manneskja í kastljósi fjölmiðla hegðaði sér í einn dag eins og allir aðrir. En viðkomandi segir engu að síður, algjörlega að óþörfu: "Þrátt fyr­ir þessa niður­stöðu biðst Þór­dís Kol­brún af­sök­un­ar á að hafa ekki hagað aðgerðum sín­um þannig að þær hafi verið hafn­ar yfir vafa og kveðst ætla að læra af at­vik­inu."

Hún þarf að passa sig, þessi skelegga kona, því þegar hýenurnar sjá haltrandi dýr þá espast þær enn frekar upp.

Geir Ágústsson, 18.8.2020 kl. 18:46

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Vilja ekki kommarnir eins og hinn ljóðræni Steini Briem að konan segi af sér ráðherra þó hann sé yfirleitt ekki afhuga konum sbr. þessi tilvitnun í hann:Best er að vera meðreiðarsveinn á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sólríkum sumarmorgni, taka drifhvíta sængina varlega ofan af bakinu á dömunni í mjúku tvíbreiðu rúminu, vekja hana blíðlega með kossi á vangann og taka hana síðan aftanfrá, þannig að þrösturinn í glugganum hugsi sem svo: "Þetta hefði mér aldrei dottið í hug en auðvitað á að gera þetta svona!" Maðurinn er skáldlegur og lyrískur

Er ekki  um að gera að hamast á pólitískum, andstæðingum, þegar þeim verður á í messunni eins og þeim tókst með Sigríði Andersen sem ég skiol ekki af hverju þuirfti að segja af sér fyrir að framkvæma heildsöluvilja Alþingis.

Halldór Jónsson, 19.8.2020 kl. 12:34

12 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Margir kverúlantar og bloggarar, í takt við þó nokkra elítukálfa, keppast við það þessa dagana að ekkert hafi verið vitað um Sars vírusinn fyrir hálfu ári. Sem sannar aftur ítrekaðar fullyrðingar mínar; Enginn ræðir vísindin. Sars vírusar eru mest rannsakaða lífefni síðustu fimm áratuga. Covid er aðgerð til að rústa menningu okkar og það er full-gegnsætt.

Afsakið dónaskapinn.

Guðjón E. Hreinberg, 19.8.2020 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband