Nú hefst ringulreiðin

Fram kom á blaðamanna­fundi al­manna­varna í gær að Þórólf­ur Guðnason, sóttvarnarlæknir, spámaður og veðurfræðingur, myndi leggja nokkr­ar ólík­ar til­lög­ur fyr­ir stjórn­völd í nýju minnisblaði. Hingað til hef­ur hann ein­fald­lega lagt fram til­lög­ur sem hlotið hafa staðfest­ingu ráðherra án beinn­ar aðkomu stjórn­valda. Staðan nú sé önn­ur.

Og þá hefst fjörið.

Stjórnvöld geta ekki lengur tekið skjal frá embættismannakerfinu og innleitt í lög. Núna þarf að taka pólitíska afstöðu!

Ekki verður lengur hægt að segja: Við fylgjum ráðum sérfræðinga. Nei, nú verða gefnir valkostir sem þarf að hugleiða!

Persónulega hef ég þannig séð ekki haft neitt á móti nálgun Íslendinga hingað til. Það tókst að hemja útbreiðslu veiru sem menn vissu lítið um og töldu vissara að kynna sér betur áður en hún næði til fleiri. Það tókst að verja viðkvæma hópa betur en í flestum öðrum ríkjum, og halda flestum þeim á lífi sem veiktust alvarlega.

En núna vita menn meira en í mars og apríl, eða það ætla ég rétt að vona.

Menn vita að í Svíþjóð er veiran nánast hætt að breiðast út og fjöldi dauðsfalla að staðna jafnvel þótt þar hafi ekki einu einasta fyrirtæki verið sagt að loka. Hvernig stendur á því?

Menn vita af lyfjum sem hafa virkað vel á veiruna en eru dottin úr einkaleyfi og því erfitt að græða mikla peninga á þeim. Ný lyf gefa mestan ávinning. Er því skrýtið að það finnist raddir sem tali gegn notkun þekktra lyfja?

Menn komust að því frekar snemma að börn smita minna og smitast minna og hafa styrkst í þeirri trú, sem er gott. En hafa menn ekki lært neitt annað? Af hverju á heilbrigt fólk á aldrinum 15-45 ára að forðast veiru?

Allt svona tal er nú komið á borð yfirvalda sem þurfa að taka afstöðu sem tekur tillit til ýmissa hagsmuna, ekki bara þeirra sem einblína á að forða fólki frá smiti. Kannski fara menn sænsku leiðina (sem íslensk umræða virðist kalla frjálshyggjuleiðina, ótrúlegt en satt). Kannski fjölgar andlitsgrímum. Kannski takmarka menn flugumferð. Kannski verður opnað á meira og hraðar í ljósi þess að álag á heilbrigðiskerfinu vegna veiru er lítið (fyrir utan gríðarlega prófanakeyrslu). 

Kannski. 

En nú hefur sóttvarnarlæknir gefist upp á því að vera settur í stól míní-forsætisráðherra. Nú þarf kjörinn forsætisráðherra að fylla eigin skó.


mbl.is Sóttvarnalæknir afhenti minnisblað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stefán Ólafsson, sá mikli snillingur, heldur því fram að frjálshyggjumenn (og þar með væntanlega sænskir sósíaldemókratar) vilji smita fólk af veirunni. Ég held að alltaf þegar Stefán ímyndar sér frjálshyggjumann sjái hann Hannes Hólmstein fyrir sér - með horn og hala og að hrekkja Stefán :)

Það sem ég skil ekki í þessari umræðu er að engum skuli hafa dottið í hug að gera gangskör að því að stórauka getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við stóran kúf sýkinga. Það voru nokkur einkafyrirtæki (frjálshyggjumenn) sem slógu saman í öndunarvélar. En ríkið virðist lítið hafa gert nema kaupa einhverjar græjur til að skima fólk á landamærum (sem er frekar tilgangslaus iðja).

Miðað við að 50% fái veiruna á einhverjum tímapunkti má reikna með að um 1500 manns lendi á gjörgæslu í heildina. Kúfurinn gæti orðið 100-300 manns gróflega tekið. Mér skilst að það séu kannski 20 gjörgæslurými til staðar. Af hverju er ekki einfaldlega gengið í að margfalda fjölda þeirra? Er það ekki umtalsvert kostnaðarminna en að drepa allt í dróma misserum eða árum saman. Af hverju er þetta ekki gert? Þetta gerðu Svíar.

Eða er óskhyggjan - að veira hverfi bara af sjálfu sér, það finnist bóluefni (sem forstjóri WHO segir fráleitt að treysta á að virki), eða einhverjir yfirnáttúrulegir atburðir gerist og við þurfum bara að halda höfðinu nógu rækilega gröfnu í sandinn þangað til - er það í raun og veru þessi óskhyggja sem ræður för?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2020 kl. 12:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Nú talar þú eins og argasti frjálshyggjumaður! Eða sænskur sósíaldemókrati! Það er víst erfitt að greina á milli um þessar mundir.

Svíar hentu í nokkur hersjúkrahús en þau fengu, að mér skilst, mjög fáa gesti. Kúfurinn, sem reiknað var með, kom hreinlega aldrei (eða varð aldrei hærri en geta heilbrigðiskerfisins til að takast á við slíkan).

Geir Ágústsson, 11.8.2020 kl. 12:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2012 komu um 1.800 erlendir ferðamenn hingað til Íslands að meðaltali á degi hverjum og fjöldi erlendra ferðamanna hér á Klakanum núna í miðju kóvítinu sýnir að framtíð ferðaþjónustunnar hér er björt, þrátt fyrir daglegt svartagallsraus bæði mörlenskra einangrunarsinna og frjálshyggjumanna. cool

11.8.2020 (í dag):

"Á landamærunum voru tekin sýni af rúmlega þrjú þúsund farþegum í gær og þá komu hingað til Íslands um 4.700 farþegar." cool

Þessir farþegar eru langflestir erlendir ferðamenn og að sjálfsögðu verður ekki hætt í fyrramálið að taka sýni hér á Klakanum af ferðamönnum sem koma til landsins.

Ferðaþjónustan er sá atvinnuvegur sem mörg undanfarin ár hefur skapað hér langmestu gjaldeyristekjurnar og langflestu störfin. cool

Og heimsbyggðin verður einfaldlega bólusett á næsta ári gegn Covid-19 og öllu gasprinu í mörlenskum einangrunarsinnum.

Þar að auki eru þeir langflestir orðnir svo gamlir að þeir eiga ekki langt eftir hvort eð er, hvort sem þeir eru lengst til hægri eða vinstri.

Og mörlenskir hagfræðingar eru greinilega sumir hverjir með jafn mikla veiru í kollinum og fyrir Hrunið hér á Klakanum haustið 2008.

Fáir Mörlendingar ferðast núna til útlanda, þeir sem búsettir eru hér á Klakanum eyða því ekki miklum erlendum gjaldeyri erlendis og miklu fleiri erlendir ferðamenn dvelja núna hér á Klakanum en Íslendingar erlendis.

Þar að auki eru flest aðföng og vörur sem seldar eru hérlendis fluttar inn frá útlöndum fyrir erlendan gjaldeyri en ekki mörlenskar krónur, sem eru ekki gjaldgengar erlendis, eins og til að mynda evran.

Og þessi erlendi gjaldeyrir hefur mörg undanfarin ár að mestu leyti komið frá ferðaþjónustunni hér á Klakanum, rétt eins og gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti. cool

Með því að banna fólki að ferðast hingað til Íslands vilja mörlensku einangrunarsinnarnir hins vegar eyða öllum gjaldeyrisforðanum sem fyrst, rétt eins og stríðsgróða Mörlendinga var eytt á skömmum tíma eftir seinni heimsstyrjöldina. cool

Þorsteinn Briem, 11.8.2020 kl. 16:34

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Góð færsla - mjög fínir púnktar.

Guðjón E. Hreinberg, 11.8.2020 kl. 16:56

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég er ekki frá því að ég sé sammála þér - að frjáls för fólks á milli landa sé ekki vandamálið út af fyrir sig. En ég gæti hafa misskilið þig eitthvað.

Geir Ágústsson, 11.8.2020 kl. 18:04

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Takk. Vittu til, ringulreiðin verður ekki falleg. Nú þegar hefur forsætisráðherra móðgast við að stjórnarandstaðan sé í stjórnarandstöðu. Sjáum hvað setur.

Geir Ágústsson, 11.8.2020 kl. 18:08

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, forsætisráðherra var búinn að venjast því að stjórnarandstaðan héldi sér saman og væntanlega farin að halda að hægt væri að treysta á það til frambúðar.

Ringulreiðin er rétt að hefjast eins og þú segir. Veiruþrenningin fer þar í fararbroddi og kemur jafnvel með margar fyrirætlanir sama daginn sem rekast hver í annarrar horn. Svo eru hagfræðingarnir byrjaðir að tísta, og hafa sameiginlega komist að þeirri meginniðurstöðu að eina ástæðan fyrir því að fólk fer á milli landa séu sumarfrí.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2020 kl. 20:46

8 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Geir, 


Ringulreiðin er fyrir löngu byrjuð, nú og það er eins og þessi heilbrigðisyfirvöld hér á landi vilja halda uppi þessu farsóttarstigi áfram og endalaust.   

Miðað við helstu fjölmiðla hér á landi, þá má greinilega EKKI benda á hið svokallaða malaríulyf (hydroxychloroquine er margir læknar hafa verið að mæla með og hafa sagt að virki gegn covid. Nú og auk þess má EKKI heldur tala um þá 640 lækna er segja, að það sé ekki munur á þessari covid- flensu og venjulegri ástímabundinni flensu ("CV 19 is a global scam"), því við eigum að kaupa allan hræðsluáróðurinn án þess að spyrja.

Nú ofan á allt þá passar þetta fálkaorðu þríeyki okkar alltaf uppá að minnast EKKI á eitthvað er gæti styrkt ónæmiskerfið eða eins og td. C og D vítamín og sink, eða eitt eða neitt er gæti styrkt ónæmiskerfið gegn Covid. Því aðalatrið er og hefur verið að reyna láta sem þetta sé hættuleg farsótt, svo og með reyna hvað eftir annað að sanna, að þetta sé farsótt með ÖLLUM þessum líka PCR- test-um, en þetta test var reyndar alls ekki hannað fyrir svona covid- test

"Covid" þýðir samkvæmt öllum vel þekktum læknabókum bara kvef eða flensa. Hann Kary Mullis er fann upp þetta test fullyrti sjálfur, að þetta test er ALLS EKKI fyrir svona covid.  Þetta test gerir heldur ekki nein greinamun á því hvort þú sért með kvef, árstímabundna flensu, mislinga, póló, hepatitis C, hepatitis E, "West Nile fever" eða einhverjar eitranir (COVID Tests Scientifically Fraudulent, Epidemic Of False Positives).

"In 1965, scientists identified the first human coronavirus; it was associated with the common cold. The Coronavirus family, named for their crown-like appearance, currently includes 36 viruses. Within that group, there are 4 common viruses that have been causing infection in humans for more than sixty years. In addition, three pandemic coronaviruses that can infect humans: SARS, MERS, and now, SARS-CoV-2. Every year, about 40% of respiratory illnesses are caused by these coronaviruses.I have said it multiples times, the PCR test used to “detect” the coronavirus is a big joke!

To put it another way, the “epidemic” is based on a lie! From a scientific perspective, we do not know who got the virus or not. I explain in this video why the PCR is a fraud."

https://www.drsergegregoire.com/science/pcr-test-is-still-used-despite-being-a-total-fraud/

Fauci karlinn og hans fylgjendur notast við þetta test til að reyna sanna, að heilbrigt fólk sé veikt, svo og til koma inn þessu bóluefni. Nú og Kári hjá Íslenskri Erfðargreiningu er eins og Fauci er og hefur EKKI eina einustu raunverulega mynd af þessum covid- 19 vírus, eða hvað þá að hann Kári hafi haft fyrir því að einangra (eða isolated and purified)eða eitt eða neitt, heldur kemur Kári hvað eftir annað með þennan hræðsluáróður aftur og aftur.         

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.8.2020 kl. 10:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður erfði nokkra skömmtunarseðla frá ömmu minni á Baldursgötunni og Gylfa Zoëga er velkomið að fá þá til hliðsjónar, því karlanginn vill greinilega verða skömmtunarstjóri mörlenska ríkisins. cool

"
Í ágústlok 1947 var svo illa komið að [mörlensku] bankarnir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar. cool

Til að spara gjaldeyri greip Stefanía [mörlenska ríkisstjórnin] til þess ráðs að skammta ýmsar innfluttar nauðsynjavörur undir forystu sérstaks skömmtunarstjóra. cool

Matvæli, föt og byggingarvörur voru skammtaðar á þessum haftaárum.

Við þennan lista má bæta skófatnaði, kaffi, bensíni og hreinlætisvörum.

Skömmtunarkerfið leiddi af sér hamstur, svartmarkaðsbrask, bakdyraverslun og önnur vandræði sem lyktuðu af spillingu. Vöruskammtanir voru víðtækar og naumar.

Langar biðraðir fyrir utan verslanir voru algeng sjón og fólk stóð jafnvel næturlangt í von um að krækja sér í skópar. cool

Skömmtunarseðlum var úthlutað en þeir dugðu ekki alltaf til, því oft kom fyrir að fólk fékk einfaldlega ekki þær vörur sem það vantaði.

Skömmtunarkerfið og vöruskorturinn olli þannig kurr meðal almennings sem hafði kynnst neysluævintýrum stríðsgróðans.

Til samanburðar má geta þess að á árunum 1945-1947 nærri því tvöfaldaðist bílaeign Reykvíkinga og innflutningur á ávöxtum jókst til muna.

Á sama tíma hófst verulegur innflutningur á heimilistækjum. Skömmtunarárin voru því mikil og þungbær umskipti fyrir almenning.

Sérstök nefnd var stofnuð til að ákveða hverjir fengju leyfi til að flytja eitthvað inn í landið.

Á haftaárunum mátti ekki byggja bílskúra, stéttir eða steyptar girðingar án leyfis hins svokallaða Fjárhagsráðs sem réði öllu um framkvæmdir í landinu." cool

Skömmtunarárin - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 12.8.2020 kl. 11:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 12.8.2020 kl. 11:18

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.7.2020:

"Fimm skip­verj­ar dvelja nú í sótt­varna­hús­inu við Rauðar­ár­stíg. Tveir þeirra eru með staðfest smit og hinir þrír í sótt­kví vegna ná­lægðar við þá. Þetta staðfest­ir Gylfi Þór Þor­steins­son, for­stöðumaður húss­ins.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is eru skip­verj­arn­ir af [súráls]skip­inu Sea­boss, sem lagðist að bryggju við Grund­ar­tanga á miðviku­dag eft­ir sigl­ingu þangað frá Bras­il­íu." cool

Þorsteinn Briem, 12.8.2020 kl. 11:37

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi. cool

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019

Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu og laun í ferðaþjónustunni hér eru hærri en í stóriðjunni. cool

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

Þorsteinn Briem, 12.8.2020 kl. 11:56

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engeyjarættin, sem aldrei hefur haft vit á peningum, til að mynda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra, gapa nú mjög um stóraukinn kaupmátt Mörlendinga síðastliðin ár, sem fyrst og fremst stafar af stóraukinni ferðaþjónustu hér á Íslandi. cool

Mörlenskir hægrimenn hafa hins vegar fundið ferðaþjónustu hér á Íslandi allt til foráttu, eins og mýmörg dæmi sanna, til að mynda hér á Moggablogginu allt frá árinu 2007.

Og hvernig var staðan hér á Klakanum í janúar 2009 þegar Björn Bjarnason hrökklaðist frá völdum sem ráðherra?! cool

Þorsteinn Briem, 12.8.2020 kl. 12:23

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendar skuldir hér á Íslandi hafa að nú mestu leyti verið greiddar upp, fyrst og fremst af ferðaþjónustunni, og þaðan kemur einnig gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti. cool

Þorsteinn Briem, 12.7.2014:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.

22.10.2012:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar

30.9.2013:

Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna

16.6.2016:

"
Ríkissjóður greiðir upp 62 milljarða skuldir. Erlendar skuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt að undanförnu og nema nú 230 milljörðum króna."

23.7.2016:

"L
ækkun ríkisskulda undanfarin fjögur ár á sér engin fordæmi í hagsögu Íslands, þrátt fyrir að skuldsetning ríkissjóðs sé enn nokkuð há í sögulegu samhengi.

Frá árinu 2011 hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um hartnær 500 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, eða úr 86,6% af vergri landsframleiðslu niður í 51%."

14.8.2018:

"H
lutfall hreinna skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu er nú 24% en árið 2013 var það 52%."

16.4.2020:

Gjald­eyris­forði Seðlabanka Íslands nú um 950 milljarðar króna

5.7.2016:

Kaupmáttur hér á Íslandi hefur aukist um 30% frá árinu 2010

Gengi íslensku krónunnar hefur nú fallið um 18% gagnvart gengi evrunnar frá síðustu áramótum, fyrst og fremst vegna þess að mun færri erlendir ferðamenn hafa dvalið hér á Íslandi á þessu ári en síðastliðin ár vegna Covid-19.

Verðbólgan hefur hins vegar ekki aukist mikið hér á Íslandi á þessu ári vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og vegna þess að þeir sem flytja inn og selja hér erlend aðföng og vörur hafa nú getað tekið á sig gengislækkunina að miklu leyti vegna góðæris síðastliðinna ára. cool

Þorsteinn Briem, 12.8.2020 kl. 12:33

16 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Lyfið er bannað á Íslandi?  

Lyfið sem Trump er látinn nota og Forseti El Salvator er látinn nota, þá verða þeir ekki veikir.

Öll Elítan er sögð nota lyfið.

000

Bólusetja, lögreglumenn, gefa þeim pilluna sem öll ELÍTAN tekur og hún kostar 7 krónur pillan, 100 pillur 700 krónur. 

Lifið er til í Lyfju á Egilsstöðum, 

Trump er látinn taka pilluna og forseti El Salvator er látinn taka pilluna. 

Forseti El Salvator segir  (Endursagt)

Google Translate

Bukele sagði við fréttamenn á þriðjudag að „flestir leiðtogar heimsins“ geri slíkt hið sama

og veltir vöngum,

 

af hverju leiðtogum heims sé bent á að nota meðalið, 

 

á meðan almenningur fær ekki að nota það. 

ALLIR taka pilluna, nema ALMENNINGUR.

President of El Salvador Announces That He is Taking Hydroxychloroquine, Says ‘Most World Leaders’ Doing the Same

By Cassandra Fairbanks

Published May 27, 2020 at 12:40pm
207 Comments

President of El Salvador Nayib Bukele has announced that he is taking hydroxychloroquine as a preventative measure against the coronavirus.

Bukele told reporters on Tuesday that “most world leaders” are doing the same and has questioned why world leaders are being advised to use it while the public is not. 

000 

Egilsstaðir, 12.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 12.8.2020 kl. 16:17

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll gamli baráttuvinur,Þorstein Sch Torsteisson,las grein þína með áfergju auk pistlahöfundar og Jónasar þá er ég orðin tímalaus,ætla að standa mig að taka á móti afkomendum á morgun;"sumar vertíðin mín".Vil þó segja að Kári er maður einn fárra sem ég hef frá upphafi dáð sem ærlegasta læknavísindamann.  Og svo í minnngu J.V.J. Pólitík sem slík sem kosið er eftir hér,stýrir ekki lengur x-um sem eg kem til með að ná að nýta. Mb.Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2020 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband