Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023
Miðvikudagur, 15. febrúar 2023
Heimilisvirkið
Á svæðum þar sem innviðirnir eru slakir eru heimilin gerð að hálfgerðum virkjum. Menn eiga mikinn forða af eldsneyti og mat og hafa jafnvel varaaflstöð á svæðinu. Áætlanir eru til staðar ef eldsneyti hættir að berast, rafmagnið hættir að streyma og hitinn verður að kulda.
Víða í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er að finna svæði sem búa við lélega eða óstöðuga innviði. Og undanfarin ár: Á Íslandi.
Snjókoma lokar vegunum svo vikum skiptir.
Rafmagnið svíkur og menn ræsa varaaflstöðvar.
Eldsneytisflæðið virðist ætla að stöðvast og menn bregðast við, þvert á tilmæli yfirvalda, slökkviliðsins og fjölmiðla.
Matur og lyf er meira að segja að lenda í stíflu.
Og ferðamenn eru núna að enda á götunni, til viðbótar við Íslendingana sem eru þar nú þegar af ýmsum ástæðum (svimandi meðlagsgreiðslum, afskiptaleysi, fordómum eða byggðastefnu sem gengur út á að forgangsraða lúxushúsnæði nálægt miðbæjum).
Lausn venjulegs fólks er því vitaskuld sú að byggja virki. Að gera heimili sín að virki. Safna birgðum. Búa sig undir að innviðir detti út.
Þvert á ráðleggingar yfirvalda auðvitað.
Bætum þessu við afhjúpun lygaherferða yfirvalda á veirutímum og ástandið fer að verða frekar slæmt.
En vonandi skjátlast mér. Að framundan sé styrking innviða og bæting á áreiðanleika þeirra. Að fréttatímar hætti að verða upplýsingaveita almennings. Að yfirvöld byrji að beita sér, frekar en að einblína á að framleiða skýrslur og kynfæri úr leir fyrir lítil börn.
Vonandi.
Vilja stöðva verkfallið sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 14. febrúar 2023
Allskonar annað en RÚV og ríkisstyrktir fjölmiðlar
Ég man þá tíma þegar fjésbókin var að stíga sín fyrstu skref. Þar var umræða um allskonar, fólk var að tengjast æskuvinum og öðrum, og spjallið kom og í raun bara einn staður sem hét samfélagsmiðill. Tvítin komu og urðu líflegur staður líka. Jútjúb breytti ýmsu fyrir þá sem vildu deila myndböndum. Í raun góðir tímar.
Svo breyttist auðvitað allt. Þessir miðlar - samfélagsmiðlar - urðu áhrifamiklir. Þetta hristi upp í stoðunum. Að hver sem er gæti tjáð sig og deilt efni óhindrað var farið að grafa undan stoðum ýmissa aðila. Það er hræðilegt! En lítið að gera í því, eða hvað? Jú, eitthvað mátti banna og smátt og smátt myndaðist svigrúm fyrir valkosti við stóru miðlana, en þeir náðu aldrei almennilega flugi.
Síðan skullu á veirutímar.
Veirutímar leiddu af sér mikið óþol yfirvalda og fylgjenda þeirra á einhverjum öðrum sjónarmiðum en fréttatilkynningum yfirvalda. Læknar, prófessorar og sérfræðingar voru bannaðir á samfélagsmiðlunum. Það eitt að segja að ekki eigi að sprauta lítil börn gegn veiru sem þau sigrast auðveldlega á leiddi til banns.
Allt breyttist. Mögulega varanlega. Í dag er umhverfi samfélagsmiðla og fjölmiðla gjörbreytt. Þú færð veðurfréttir og opinberar tölur á þessum eldri miðlum og raunverulega greiningu á öðrum. Þú getur ekki lengur sótt fréttir um ástand heimsins á einum stað. Það sem var áður svæði skoðanaskipta er orðið að svæði einnar skoðunar. Þú ferð á einhvern staðinn til að fá aðra skoðun, en ekki aðrar.
Slíkt umhverfi gerir kröfur til okkar. Við getum ekki lengur kveikt á kvöldfréttum sjónvarps og búist við að fá raunhæfa greiningu á stöðu heimsins.
Því miður, því slíkt hafði ákveðin þægindi í för með sér.
Sem betur fer, því gagnrýnin hugsun fær nú endurnýjun lífdaga.
Mögulega ertu einstaklingur með 3-4 sprautur af ónothæfum bóluefnum í líkama þínum. Telur að Rússar séu bara að leika sér að því að tæma sjóði sína og vopnahirslur. Finnst að apabólan hefði átt að fá meiri athygli. Sérð ekkert að því að óbreyttir borgarar í Sýrlandi fái ekki neyðarhjálp því þeim sé stjórnað af vonda kallinum.
Gott og vel, slíkt hugarástand er algengt. En vonandi rístu upp úr því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 13. febrúar 2023
Geimverurnar ráðast á bandaríska lofthelgi
Hvítir loftbelgir hafa verið að sjást í bandarískri lofthelgi og í kjölfarið skotnir niður af bandaríska flughernum. En hvað eru þeir? Veðurbelgir? Kínverskir njósnabelgir?
Alvarlegir fjölmiðlar endurtaka frumlegar útskýringar, gjarnan í fyrirsögnum:
Hershöfðingi flughersins kveðst ekki útiloka geimverur (ruv.is)
Útilokar ekki að um geimför frá öðrum plánetum sé að ræða (frettabladid.is)
Gott og vel, vissulega er fréttnæmt að hátt settur bandarískur hershöfðingi útiloki ekki að um geimverur sé að ræða. Það er jú ekki hægt að útiloka það alveg, er það? Kannski hefur háþróuð tegund geimvera, sem ferðast yfir hundruð eða þúsundir ljósára til að kanna heiminn, ákveðið að nota loftbelgi til að kanna Jörðina. Í Startrek, þar sem nemar greina samsetningu lofthjúps plánetu og tilurð lífs á augabragði, er jú bara verið að segja skáldsögu. Loftbelgir hafa kannski kosti umfram gervihnetti og ýmis mælitæki sem við, frumstæðir afkomendur apa, sjáum ekki. Kannski!
Engu að síður finnst mér kannski að svolítil hæðni sé við hæfi, jafnvel í fjölmiðlum sem taka sig rosalega alvarlega, kalla sig ábyrga og senda fólk í banvænar sprautur af því opinber embættismaður segir það í bergmálshelli fjölmiðla á ríkisstyrkjum sem hleypa engum öðrum sjónarmiðum að.
En þeir taka þessu öllu mjög alvarlega, þessir blessuðu ábyrgu traustu fjölmiðlar. Hérna er jú margsprautaður bandarískur hershöfðingi að halda öllum möguleikum opnum eftir að blaðamaður tók frá tíma á blaðamannafundi til að spyrja spurningarinnar.
Einu sinni sagði Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, að góð leið til að örva hagkerfi væri að undirbúa okkur fyrir árás geimveira. Þetta myndi setja af stað svimandi eyðslu í allskyns tól og tæki til að verjast árás þeirra. Allir fengju vinnu. Peningaprentvélarnar yrðu keyrðar á fullum afköstum. Vextir heyrðu sögunni til og hallarekstur hins opinbera yrði aukaatriði. Kreppu yrði afstýrt. Enginn gerði grín að þessu nema brjálæðir samsæriskenningasmiðir og fylgjendur hagfræðikenninga á ysta jaðranum. En ég geri grín að hvoru tveggja: Geimverum í loftbelgjum, og hagfræðikenningum Paul Krugman.
Og mér finnst að blaðamenn ættu að hugleiða að gera hið sama.
Eða setja á sig álhattinn í eitt skipti fyrir öll, fullum af sprautum, geimverum, hamfarahlýnun og kynþáttahatri á óbreyttu fólki í Rússlandi, Sýrlandi og Íran.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 12. febrúar 2023
Búinn að leysa verkefni sitt
Jens Stoltenberg ætlar að hætta sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, í október næstkomandi.
Fyrir þessu geta auðvitað verið margar ástæður. Þetta er krefjandi starf sem tekur á. Maðurinn farinn að sjá fyrir sér notkun á ríkulegum eftirlaunum sínum eftir langan feril í háum embættum. Barnabörnin komin af leiðinlegasta ungbarnaskeiðinu og orðin áhugaverður félagsskapur.
Og mögulega það að hann telur sig hafa skilað sínu, lokið verkefni sínu og gert það sem ætlast var til af honum.
Það verkefnið gæti svo mögulega hafa verið það að skera á gasleiðslur Rússa til Þýskalands í Eystrasalti - leiðslur sem hafa alla tíð farið mjög í taugarnar á bandarískum yfirvöldum.
Ef marka má vinnu reynds og Pulitzer-verðlaunaðs blaðamanns sem færði fram rök fyrir því (styttri íslensk útgáfa af þeim rökstuðningi hér) að NATO og norski herinn hefðu staðið á bak við sprengjuárásir á Nord Stream 1 og 2 leiðslurnar í Eystrasalti seinasta haust þá gæti Jens Stoltenberg mögulega talið sig hafa skilað af sér, enda allt í senn Norðmaður, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og yfirmaður NATO.
Ekki það að reyndir og verðlaunaðir blaðamenn séu endilega betri en aðrir. Alls ekki. En frásögn hans vakti athygli og núna er hann kallaður samsæriskenningasmiður og einhver sem sækist í að vera umdeildur.
Hvað sem því líður þá óska ég Jens Stoltenberg góðs gengis við að tæta leynileg skjöl og eyða ýmsum samskiptum áður en hann réttir næsta manni lykilinn að skrifstofu sinni.
Stoltenberg ætlar að hætta í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 10. febrúar 2023
Viðskiptaþing Viðskiptaráðs: Gaman að hittast í fínum fötum
Viðskiptaþing Viðskiptaráðs var haldið um daginn og kallað vel heppnað, enda húsfyllir og margir mikilvægir einstaklingar á svæðinu. Fjallað var um þann einstaka sögulega viðburð að tímarnir breytist og vinnan með og allskyns ábendingar bornar á borð um leiðir til að mæta áskorunum sem fylgja slíkum breytingum, svo sem að liðka fyrir atvinnuleyfi erlendra sérfræðinga og gera eitthvað í menntakerfinu.
En það sem mér finnst fréttnæmast við þetta þing er að það fjallaði alls ekki um helstu áskoranir atvinnulífsins: Svimandi og nánast handahófskennda skattheimtu, kæfandi faðm eftirlitsaðila og inngrip yfirvalda í allskyns tilraunir fyrirtækja til að hagræða með samstarfi og jafnvel samruna (á örlitlum markaði sem er víða í alþjóðlegri samkeppni).
Kynningarefni þingsins fjallar alls ekki um þessar áskoranir.
Kannski mætti því kalla þetta þing Viðskiptaþing stórra fyrirtækja í faðmi ríkisins, í boði Viðskiptaráðs.
Mér gæti auðvitað skjátlast. Kannski lítil og meðalstór fyrirtæki hafi skrifað undir að helstu áskoranir þeirra séu lélegt aðgengi að indverskum forriturum. Að fasteignagjöldin, sem fylgja hækkunum á pappír á andvirði húsnæðis, séu lítill vandi. Að eftirlitsmenn sem láta drepa skepnur og leggja huglægt mat á verðmerkingar séu handahófskennd blessun að ofan. Að ótakmörkuð völd hins opinbera til að loka fyrirtækjum í nafni veiru séu betri en stjórnarskráin.
Hver veit. Ég treysti því að ég verði leiðréttur ef ég fer með fleipur.
Það gerist ýmislegt bak við tjöldin á Hilton Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 9. febrúar 2023
Fyrsta verkfallið mitt
Mikið er nú fjallað um svolítil verkföll á Íslandi. Þá rifjast upp fyrir mér mín fyrsta verkfallssaga.
Ég var ungur maður á menntaskólaaldri og verkamaður á byggingasvæði orkuvers og þar að vinna fyrir verktaka í rafmagnshlutanum. Þetta var skemmtileg vinna og samstarfsfólkið gott en launin lág, eins og gefur að skilja fyrir ófaglærðan ungling. Þó fannst mér ástæða til að biðja um launahækkun eftir svolitla hvatningu, herti upp hugann og gekk á yfirmanninn.
Nei, því miður, var svarið. Ég væri nú þegar á hæsta taxtanum.
Á hæsta taxtanum? Ég vissi ekki að ég væri á taxta og hvað þá að hann héldi mér niðri í launum (ef svar yfirmannsins var heiðarlegt).
Ég talaði við vin minn í kjölfarið. Hann var líka verkamaður á byggingasvæði en fékk svokallað jafnaðarkaup: Einhvers konar meðaltal dagvinnu- og yfirvinnutaxta. Sem sagt, hærri dagvinnutaxti, eða það var mín hugsun.
Ég talaði við atvinnurekanda hans, fékk starf og hætti í fyrra starfinu.
Þetta breytti voðalega litlu fyrir mig hvað varðaði heildarlaun og vinnan var jafnvel leiðinlegri á köflum (auðveldari en leiðinlegri), en lærði töluvert á þessu. Ein lexían er sú að yfirleitt má finna valkosti. Stundum þýða þeir lægri laun, stundum hærri, stundum óbreytt. Stundum verður vinnan leiðinlegri en auðveldari. Stundum, með heppni, skemmtilegri og auðveldari. Að skella í verkfall og skipta um vettvang hefur gagnast mér alla mína starfsævi. Það er mín stærsta lexía.
Myndskeið: Sólveig kallaði á gesti Fosshótela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. febrúar 2023
Húmor fyrr og síðar
Bresku gamanþættirnir Fawlty Towers munu snúa aftur á skjáinn meira en 40 árum eftir að þeir fóru síðast í loftið.
Eða hvað?
Þora menn að gera gamanþætti í dag? Eða réttara sagt: Þora menn að gera fyndna gamanþætti í dag?
Mér finnst flestir gamanþættir, að því marki að ég nenni að horfa á eitthvað annað en Seinfeld, snúast um einhleypt fólk að reyna finna sér maka. Það má ennþá gera grín að stefnumótum, vandræðalegum fyrstu kynnum og annað slíkt.
Að vísu hefur Netflix staðið sig vel að bjóða upp á fjölbreytt efni, svo sem uppistand Dave Chappelle (þrátt fyrir ofbeldi og kvartanir) og auðvitað Seinfeld og marga fræga þætti hans (eins og The Soup Nazi og The Bubble Boy). Mögulega umber BBC líka gömlu góðu kaldhæðnina og staðalmyndir sem má gera grín að. Vonandi fær John Cleese að vera John Cleese.
Aftur á skjáinn eftir meira en 40 ára hlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. febrúar 2023
Nýjustu vísindi: Vítamínpillur virka ekki
Frá örófi alda hafa menn notað svokölluð fæðubótarefni. Þau eru svo skilgreind í íslenskri orðabót:
efni sem bæta úr skorti líkamans á næringarefnum (oft neytt við líkamsrækt og megrun)
Sem dæmi um fæðubótarefni má nefna vítamínpillur og duft af ýmsu tagi, lýsi og jafnvel vökva úr ákveðnum tegundum sveppa.
En vítamín og fæðubótarefni virka ekki segja nýjustu vísindi. Þau styrkja ekki ónæmiskerfið. Þau koma ekki í veg fyrir að tiltekin veira sé gerð skaðminni. Þau hjálpa líkamanum ekki að sigrast á veirum og þeir sem halda slíku fram fá áminningu frá yfirvöldum. Yfirvöld réttlæta afskipti sín með því að búa til strámann og fella hann: Að einhver haldi því fram að fæðubótarefni komi í veg fyrir sýkingu, sem er ekki rétt. Allir vita að ónæmiskerfið kemur ekki í veg fyrir sýkingar. Hins vegar getur það verið misvel í stakk búið að takast á við þær.
Þess vegna var í sjálfum heimsfaraldri lagt mikið kapp á að minnast ekki á bætandi áhrif fæðubótarefna og lá nánast við að þau yrðu nefnd lyfleysa og skottulækningar.
Það eina sem virkar er fæða úr fæðupíramída yfirvalda og auðvitað sprautur lyfjafyrirtækjanna.
Sem betur fer trúðu fáir þessari upplýsingaóreiðu yfirvalda og héldu áfram að taka sín fæðubótarefni. Aðrir gerðu enn meira og fundu upp nýjar aðferðir til að búa til vítamín. Sala á lýsi fór sennilega ekki niður um einn dropa, nema síður sé. Hin nýju vísindi voru vissulega við stjórnvölinn: Fólk lét sprauta sig aftur og aftur jafnvel þótt að það hafi síðan árið 2021 verið ljóst að það hafði engin áhrif. En vítamínin héldu menn líka áfram að taka.
Ný vítamín framleidd með byltingarkenndri tækni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2023 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 6. febrúar 2023
Stigið á sporðdreka
Ferðamálastofa - íslenskt stjórnvald - ákvað einhvern tímann í vetur að reyna cancella unga stúlku í kjölfar nafnlausra ábendinga um skoðanir sem hún hefur ekki. Um þetta má lesa nánar hér.
Ferðamálastofa taldi sig sjálfsagt vera að stíga á og kremja lítinn maur. Bara út með þig væna, og málið er dautt.
Þetta virðist hafa verið misráðið því litli maurinn reyndist vera sporðdreki og ætlar að verjast.
Svar Ferðamálastofu er auðvitað baðað í ljóma pólitísks rétttrúnaðar, en þar segir meðal annars:
Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess.
Skoðanir sem gera hvað? Ganga gegn réttindum fólks? Get ég haft skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks?
Ekki skrýtið að Ferðamálastofa nefni ekki eitt einasta dæmi því til að hafa skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks þarf maður að vera dyntóttur einræðisherra sem þarf ekki að virða lög og stjórnarskrá og sem getur þá lýst því yfir að ólífur eigi að vera bannaðar - að réttindi fólks til að kaupa og neyta ólífa sé skertur vegna persónulegra skoðana einræðisherrans.
Nú er að reyna giska á hvað líða margir mánuðir þar til skattgreiðendur fá að borga miskabætur fyrir aðför hins opinbera að ungri konu, og hversu há sú upphæð verður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 5. febrúar 2023
Þorrinn: Femínistafrír mánuður
Allskyns dagar og jafnvel heilu mánuðirnir eru tileinkaðir allskyns málefnum, baráttumálum og góðgerðarmálum. Sem dæmi má nefna Mottu-mars, Hinsegin daga, Dag íslenskunnar og svona mætti lengi telja.
Hvernig væri ef þorrinn, þ.e. tímabilið frá miðjum janúar til miðs febrúar, verði tileinkaður fjarveru frá femínisma af hverju tagi? Femínistafrír mánuður.
Þetta yrði í raun lítil sem engin breyting fyrir flesta. Þorrablót halda einfaldlega áfram að bjóða upp á minni karla og minni kvenna og lögin sem þar eru sungin fjalla áfram um karlmenn og konur og samskipti þeirra og jafnvel árekstra.
En sumt þyrfti auðvitað að breytast tímabundið. Leikskólar yrðu að taka sér hlé frá því að kenna ungum börnum um kynlíf, kynfæri og kynvitund. Nemendur í ýmsum kjaftafögum í háskólanum yrðu að leggja femíníska heilaþvottinn til hliðar og lesa eitthvað um raunveruleikann. Fjölmiðlar yrðu að hvíla aðeins hvatningar til ungs fólks um að láta sneiða af sér kynfærin.
Eigum við ekki skilið svona mánuð? Svolitla pásu frá rétttrúnaðinum? Ég segi já.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)