Heimilisvirkið

Á svæðum þar sem innviðirnir eru slakir eru heimilin gerð að hálfgerðum virkjum. Menn eiga mikinn forða af eldsneyti og mat og hafa jafnvel varaaflstöð á svæðinu. Áætlanir eru til staðar ef eldsneyti hættir að berast, rafmagnið hættir að streyma og hitinn verður að kulda.

Víða í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er að finna svæði sem búa við lélega eða óstöðuga innviði. Og undanfarin ár: Á Íslandi.

Snjókoma lokar vegunum svo vikum skiptir.

Rafmagnið svíkur og menn ræsa varaaflstöðvar.

Eldsneytisflæðið virðist ætla að stöðvast og menn bregðast við, þvert á tilmæli yfirvalda, slökkviliðsins og fjölmiðla.

Matur og lyf er meira að segja að lenda í stíflu.

Og ferðamenn eru núna að enda á götunni, til viðbótar við Íslendingana sem eru þar nú þegar af ýmsum ástæðum (svimandi meðlagsgreiðslum, afskiptaleysi, fordómum eða byggðastefnu sem gengur út á að forgangsraða lúxushúsnæði nálægt miðbæjum).

Lausn venjulegs fólks er því vitaskuld sú að byggja virki. Að gera heimili sín að virki. Safna birgðum. Búa sig undir að innviðir detti út.

Þvert á ráðleggingar yfirvalda auðvitað.

Bætum þessu við afhjúpun lygaherferða yfirvalda á veirutímum og ástandið fer að verða frekar slæmt.

En vonandi skjátlast mér. Að framundan sé styrking innviða og bæting á áreiðanleika þeirra. Að fréttatímar hætti að verða upplýsingaveita almennings. Að yfirvöld byrji að beita sér, frekar en að einblína á að framleiða skýrslur og kynfæri úr leir fyrir lítil börn.

Vonandi.


mbl.is Vilja stöðva verkfallið sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"En vonandi skjátlast mér. Að framundan sé styrking innviða og bæting á áreiðanleika þeirra."

Þér skjátlast.

Fyrri reynzla bendir til þess.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.2.2023 kl. 13:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Þeir reyna held ég þessir sem sjá um innviðina að sinna starfi sínu en eru svo étnir lifandi af bákninu. 

Og svo eru það borgarbúarnir sem halda að rafmagnið komi af himnum ofan.

Geir Ágústsson, 16.2.2023 kl. 19:00

3 identicon

Rafmagnsleysi, brýr og vegir lokaðir, samgöngur í lamasessi, fólk flutt úr heimilum sínum í neyðarskýli, já það er frekar fúlt í Danmörku í dag.

Vagn (IP-tala skráð) 17.2.2023 kl. 19:24

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Danir eru svo sannarlega illa viðbúnir ef vindkviður verða aðeins stærri en 30 m/s eða svolítill snjór skellur á, alveg sammála því. Takk fyrir ábendinguna. Svona gerist þegar menn miða við "meðaltalið" og gleyma "sveiflunum" óumflýjanlegu og jafnvel árlegu.

Geir Ágústsson, 18.2.2023 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband