Geimverurnar ráðast á bandaríska lofthelgi

Hvítir loftbelgir hafa verið að sjást í bandarískri lofthelgi og í kjölfarið skotnir niður af bandaríska flughernum. En hvað eru þeir? Veðurbelgir? Kínverskir njósnabelgir? 

Alvarlegir fjölmiðlar endurtaka frumlegar útskýringar, gjarnan í fyrirsögnum:

Hershöfðingi flughersins kveðst ekki útiloka geimverur (ruv.is)

Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ (visir.is)

Úti­lokar ekki að um geim­för frá öðrum plánetum sé að ræða (frettabladid.is)

Gott og vel, vissulega er fréttnæmt að hátt settur bandarískur hershöfðingi útiloki ekki að um geimverur sé að ræða. Það er jú ekki hægt að útiloka það alveg, er það? Kannski hefur háþróuð tegund geimvera, sem ferðast yfir hundruð eða þúsundir ljósára til að kanna heiminn, ákveðið að nota loftbelgi til að kanna Jörðina. Í Startrek, þar sem nemar greina samsetningu lofthjúps plánetu og tilurð lífs á augabragði, er jú bara verið að segja skáldsögu. Loftbelgir hafa kannski kosti umfram gervihnetti og ýmis mælitæki sem við, frumstæðir afkomendur apa, sjáum ekki. Kannski!

Engu að síður finnst mér kannski að svolítil hæðni sé við hæfi, jafnvel í fjölmiðlum sem taka sig rosalega alvarlega, kalla sig ábyrga og senda fólk í banvænar sprautur af því opinber embættismaður segir það í bergmálshelli fjölmiðla á ríkisstyrkjum sem hleypa engum öðrum sjónarmiðum að. 

En þeir taka þessu öllu mjög alvarlega, þessir blessuðu ábyrgu traustu fjölmiðlar. Hérna er jú margsprautaður bandarískur hershöfðingi að halda öllum möguleikum opnum eftir að blaðamaður tók frá tíma á blaðamannafundi til að spyrja spurningarinnar. 

Einu sinni sagði Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, að góð leið til að örva hagkerfi væri að undirbúa okkur fyrir árás geimveira. Þetta myndi setja af stað svimandi eyðslu í allskyns tól og tæki til að verjast árás þeirra. Allir fengju vinnu. Peningaprentvélarnar yrðu keyrðar á fullum afköstum. Vextir heyrðu sögunni til og hallarekstur hins opinbera yrði aukaatriði. Kreppu yrði afstýrt. Enginn gerði grín að þessu nema brjálæðir samsæriskenningasmiðir og fylgjendur hagfræðikenninga á ysta jaðranum. En ég geri grín að hvoru tveggja: Geimverum í loftbelgjum, og hagfræðikenningum Paul Krugman.

Og mér finnst að blaðamenn ættu að hugleiða að gera hið sama.

Eða setja á sig álhattinn í eitt skipti fyrir öll, fullum af sprautum, geimverum, hamfarahlýnun og kynþáttahatri á óbreyttu fólki í Rússlandi, Sýrlandi og Íran.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Háði er semsagt sóað á þig. Þeim sem fatta brandarana finnst það vera undarlegt að hæðast að bröndurum, eins og einhver sé það heimskur að telja þá setta fram í alvöru. Og virðulegum fjölmiðlum er ekki bannað að segja fréttir af góðu gríni. Það má jafnvel finna teiknimyndaseríur, skopmyndir og stjörnuspádóma í mörgum þeirra, án þess að blaðamennirnir trúi endilega á tilvist Dilberts eða leiti til stjörnuspekinga.

Vagn (IP-tala skráð) 13.2.2023 kl. 20:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Takk fyrir þennan inngang að nútímalegri blaðamennsku. 

Geir Ágústsson, 13.2.2023 kl. 21:46

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er aldrei reiknað með því að gestir frá öðrum plánetum

séu að koma hér í FRIÐSAMLEGUM tilgangi? 

Jón Þórhallsson, 14.2.2023 kl. 10:14

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Það verður stríð á milli jarðar og Mars í framtíðinni! Afkomendur Elon Musk fara í fýlu út í jarðarbúa! Stjörnustríð!

Birgir Loftsson, 14.2.2023 kl. 11:32

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er eina fréttaskýringin sem þarf að lesa um blöðrumálið mikla:

Blöðrubardaginn mikli – koddaslagur kjarnorkustórvelda eða smjörklípa?

Geir Ágústsson, 14.2.2023 kl. 12:51

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vonandi biðja geimverurnar ekki um að fá að hitta leiðtoga okkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2023 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband