Húmor fyrr og síðar

Bresku gamanþættirnir Fawlty Towers munu snúa aftur á skjáinn meira en 40 árum eftir að þeir fóru síðast í loftið.

Eða hvað?

Þora menn að gera gamanþætti í dag? Eða réttara sagt: Þora menn að gera fyndna gamanþætti í dag?

Mér finnst flestir gamanþættir, að því marki að ég nenni að horfa á eitthvað annað en Seinfeld, snúast um einhleypt fólk að reyna finna sér maka. Það má ennþá gera grín að stefnumótum, vandræðalegum fyrstu kynnum og annað slíkt.

Að vísu hefur Netflix staðið sig vel að bjóða upp á fjölbreytt efni, svo sem uppistand Dave Chappelle (þrátt fyrir ofbeldi og kvartanir) og auðvitað Seinfeld og marga fræga þætti hans (eins og The Soup Nazi og The Bubble Boy). Mögulega umber BBC líka gömlu góðu kaldhæðnina og staðalmyndir sem má gera grín að. Vonandi fær John Cleese að vera John Cleese


mbl.is Aftur á skjáinn eftir meira en 40 ára hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Myndi nú ekki gera ráð fyrir að BBC í réttrúnaðinum leyfi eitthvað verulega fyndið. Tókst að eyðileggja Dr. Who algerlega til að klikka í boxin.

Samt er einn nýr breskur þáttur á Disney+ - Extraordinary sem kom verulega á óvart og var fyndinn.

Rúnar Már Bragason, 8.2.2023 kl. 12:04

2 identicon

Nei. Húmorinn er allur.  Blessuð sé minning hans.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.2.2023 kl. 15:12

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Menningin er dauð eins og Guðjón Hreinberg hefur sagt. Eftir er aðeins pólitísk rétthugsun, sem er ranghugsun í raun. Jafnvel spennuþættir eru með sama milljón sinnum notaða söguþræðinum. Star Wars var eyðilagt, X files var eyðilagt, en aðdáendur þessara mynda og fyrirbæra þurftu ekki að horfa á pólitíska innrætingu í þessum myndum, því hún var allsstaðar annarsstaðar fyrir.

Þessir andsetnu framleiðendur fatta ekki að það er bara listrænt og markaðslegt sjálfsmorð að femínískur og woke-boðskapur sé í öllu. Ég hef sagt það áður. Það þarf aðra Hollywood smiðju þar sem bannað er að gera sömu mistökin og þar voru gerð.

En skaupið var gott. Einmitt þessvegna var reynt að gera það grunsamlegt og framleiðendur þess. Getur það ekki einmitt verið að Skaupið hafi verið gott vegna þess að Samherji lét framleiða það en ekki vinstrimenn?

Ingólfur Sigurðsson, 8.2.2023 kl. 15:50

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

Benny Hill þáttunum var hætt 1989. Þeir hjá BBC báru við kostnaði við gerð þáttanna. Skrítið því Benny Hill þættirnir voru vinsælir víða um heim. Sennilega er ástæðan að húmorinn var svoldið gamaldags og ekki í anda kynjajafnréttis.

Hörður Halldórsson, 9.2.2023 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband