Stigið á sporðdreka

Ferðamálastofa - íslenskt stjórnvald - ákvað einhvern tímann í vetur að reyna cancella unga stúlku í kjölfar nafnlausra ábendinga um skoðanir sem hún hefur ekki. Um þetta má lesa nánar hér.

Ferðamálastofa taldi sig sjálfsagt vera að stíga á og kremja lítinn maur. Bara út með þig væna, og málið er dautt.

Þetta virðist hafa verið misráðið því litli maurinn reyndist vera sporðdreki og ætlar að verjast. 

Svar Ferðamálastofu er auðvitað baðað í ljóma pólitísks rétttrúnaðar, en þar segir meðal annars:

Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess.

Skoðanir sem gera hvað? Ganga gegn réttindum fólks? Get ég haft skoðanir sem „ganga gegn réttindum fólks“?

Ekki skrýtið að Ferðamálastofa nefni ekki eitt einasta dæmi því til að hafa skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks þarf maður að vera dyntóttur einræðisherra sem þarf ekki að virða lög og stjórnarskrá og sem getur þá lýst því yfir að ólífur eigi að vera bannaðar - að réttindi fólks til að kaupa og neyta ólífa sé skertur vegna persónulegra skoðana einræðisherrans. 

Nú er að reyna giska á hvað líða margir mánuðir þar til skattgreiðendur fá að borga miskabætur fyrir aðför hins opinbera að ungri konu, og hversu há sú upphæð verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að vera auglýsandans að ákveða hvort einhver sem ráðinn er til að leika í auglýsingu sé í endanlegu útgáfunni eða ekki.

Vagn (IP-tala skráð) 6.2.2023 kl. 15:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Alls ekki kjarni málsins. En takk fyrir innlitið.

Geir Ágústsson, 6.2.2023 kl. 15:52

3 identicon

Útskýringar sem henni eru gefnar, og hún kýs að opinbera, skipta engu máli. Auglýsendum er frjálst að taka ákvarðanir eftir geðþótta og eftir röngum upplýsingum. Skaði, ef einhver er, er til kominn vegna aðgerða leikarans.

Vagn (IP-tala skráð) 6.2.2023 kl. 16:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Nú kvartar þú manna mest yfir að vera bannaður á ýmsum athugasemdakerfum. Telur að um ritskoðun sé að ræða. En núna veistu betu, að mér sýnist.

Geir Ágústsson, 6.2.2023 kl. 17:37

5 identicon

Það er ekki kvörtun þó mér finnist það fyndið og bendi á að sumir bloggarar sem tala mikið um málfrelsi hafi samt lokað á athugasemdir nema frá útvöldum.

Og það er munur á því að fá að tjá sig og því að vera ekki valinn sem atriði í auglýsingu. 

Vagn (IP-tala skráð) 6.2.2023 kl. 18:00

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Nú sé ég ekki að hin unga kona, sem var ráðin sem fagmaður, fékk greitt, framlag hennar sett í hendur klippara og leikstjóra, frumsýnt fyrir framan hóp stjórnenda og loks dreifingaraðila, sé sérstaklega að tala um ákafa sinn í að vera hluti af þessu verkefni.

Heldur miklu frekar það að í marga mánuði hafa skeyti gengið á milli ýmissa manna um að hún hafi hinar og þessar skoðanir, sem er svo ekki hægt að segja frá né sannreyna.

Nú hefur mér sýnst í heimi fagmanna að þegar einhverjum er sagt upp þá sé reynt að útskýra ástæðuna: Hópuppsögn vegna hagfræðingar, vanhæfni, slagsmálahneigð í jólapartýi, skipanir að ofan - eitthvað. En ekki bara "þú ert með ljótar skoðanir sem við getum ekki endurtekið".

Ríkisapparatið Fjölmiðlastofa er auðvitað að reyna ganga í augun á þeim sem senda skeyti á menn og konur hér og þar og rægja einstaklinga með ósönnuðum ásökunum og komast upp með það.

Þakkaðu fyrir nafnleysi þitt Vagn. Kannski það sé til þess ætlað að geta haldið í starf þitt samhliða því sem þú veður um netið með dónaskap og útúrsnúninga. Gott hjá þér!

Geir Ágústsson, 6.2.2023 kl. 19:24

7 identicon

Það hlýtur að vera hluti af málfrelsinu að senda skeyti manna á milli. Og henni var ekki sagt upp, framlag hennar var bara ekki notað.

Vagn (IP-tala skráð) 6.2.2023 kl. 19:34

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Takk fyrir innleggin. Núna þekki ég afstöðu fréttastofu RÚV, kynjafræðinganna í HÍ og öðrum opinberum stöðum og jafnvel forsætisráðherra Íslands. Þetta verður nothæft efni í framhaldinu.

Geir Ágústsson, 6.2.2023 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband