Viðskiptaþing Viðskiptaráðs: Gaman að hittast í fínum fötum

Viðskiptaþing Viðskiptaráðs var haldið um daginn og kallað vel heppnað, enda húsfyllir og margir mikilvægir einstaklingar á svæðinu. Fjallað var um þann einstaka sögulega viðburð að tímarnir breytist og vinnan með og allskyns ábendingar bornar á borð um leiðir til að mæta áskorunum sem fylgja slíkum breytingum, svo sem að liðka fyrir atvinnuleyfi erlendra sérfræðinga og gera eitthvað í menntakerfinu.

En það sem mér finnst fréttnæmast við þetta þing er að það fjallaði alls ekki um helstu áskoranir atvinnulífsins: Svimandi og nánast handahófskennda skattheimtu, kæfandi faðm eftirlitsaðila og inngrip yfirvalda í allskyns tilraunir fyrirtækja til að hagræða með samstarfi og jafnvel samruna (á örlitlum markaði sem er víða í alþjóðlegri samkeppni).

Kynningarefni þingsins fjallar alls ekki um þessar áskoranir. 

Kannski mætti því kalla þetta þing Viðskiptaþing stórra fyrirtækja í faðmi ríkisins, í boði Viðskiptaráðs.

Mér gæti auðvitað skjátlast. Kannski lítil og meðalstór fyrirtæki hafi skrifað undir að helstu áskoranir þeirra séu lélegt aðgengi að indverskum forriturum. Að fasteignagjöldin, sem fylgja hækkunum á pappír á andvirði húsnæðis, séu lítill vandi. Að eftirlitsmenn sem láta drepa skepnur og leggja huglægt mat á verðmerkingar séu handahófskennd blessun að ofan. Að ótakmörkuð völd hins opinbera til að loka fyrirtækjum í nafni veiru séu betri en stjórnarskráin.

Hver veit. Ég treysti því að ég verði leiðréttur ef ég fer með fleipur.


mbl.is Það gerist ýmislegt bak við tjöldin á Hilton Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkilegasta fréttin frá þessari montstefnu var að nánast allir gestir mættu á einkabílum sem var sumum lagt ólöglega og dregnir í burtu. Löggan þyrfti að skipta sér af fleiri og alvarlegri afbrotum í þessum ranni.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2023 kl. 20:32

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Leigubíllinn var of dýr, að mati þessa fólks með fleiri milljónir í mánaðarlaun. Það er önnur saga. 

Og strætó? Nei, hann er "almennings"samgöngur. Þetta var ekki almenningshittingur.

Geir Ágústsson, 11.2.2023 kl. 21:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Starfs mín vegna hefði ég getað sótt viðburðinn mér að kostnaðarlausu en sleppti því þar sem ég hafði annað og betra við tímann að gera.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2023 kl. 21:11

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Stundum eru verðmætin ekki fólgin í því að læra eitthvað nýtt eða verðmætaskapandi heldur styrkja tengslanetið. Það er auðvitað markmið svona Viðskiptaþings. Þú hefðir átt að mæta, vel vitandi að þú værir ekki að framleiða verðmæti eða stuðla að því að framleiða nothæfar tillögur.

Í þeim anda mætti segja að þetta Viðskiptaþing gæti jafnvel sleppt Powerpoint-hlutanum og farið beint í víndrykkjuna. Jafnvel frá hádegi.

Geir Ágústsson, 11.2.2023 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband