Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022

Rússneskir miðlar - leiðarvisir

Fyrir þá sem vilja fylgjast með rússneskum fjölmiðlum kemur hér örlítill leiðarvísir.

Ég vil nefna sem fyrirvara að allir eru meira og minna ritstýrðir af rússneska ríkinu. En það skiptir ekki máli í raun því þú ert fullorðin manneskja með heila og vilt melta allar hliðar máls á eigin forsendum. Ekki satt?

RT.com

Mjög læsilegur fjölmiðill á ensku sem fjallar um hvaðeina. Fjölbreytt efni og yfirleitt vel skrifað. Fjésbókin varar mann við tenglum á síðuna sem ætti að vera vísbending um að þar sé ýmislegt áhugavert að finna.

riafan.ru

Fjölmiðill á rússnesku en lítið mál að lesa með hinum ýmsu þýðingartólum (dæmi). Sérstakt áhugamál hjá mér er að bera saman þeirra kort af átakasvæðum í Úkraínu við kort BBC. Þau passa yfirleitt ágætlega saman. 

TASS.com

Sennilega það sem mætti kallast hreinræktað málgang rússneskra yfirvalda, og efnið er á ensku. Engin innrás, bara aðgerðir (svipað og tungutak Bandaríkjamanna seinustu áratugi). Ef þú vilt vita hvað Pútín vill að þú vitir þá er þetta staðurinn.

En er ekki búið að loka á aðgang að þessum miðlum? Kannski, fyrir suma, en þá er hægt að sækja sér VPN-þjónustu. Í símanum nota ég Proton VPN og hef ekki enn rekist á síðu sem er lokuð fyrir mér, jafnvel á þráðlausu neti vinnustaðarins. Ég hef almennt ekki rekist á lokað land í einkatölvunni minni sem keyrir á Debian stýrikerfinu. Og þess má geta að ég nota yfirleitt ekki aðra vafra en Vivaldi og Brave, og nota helst ekki aðra leitarvél en þá frá Brave (Duckduckgo, sem ég notaði áður, datt í réttrúnaðinn) nema ég sé að leita að saklausu efni eins og tónlistarmyndböndum Boney M (sem koma mér alltaf í svakalega gott skap). Vinnutölvan mín lokar á allskonar, bæði óvinsælt og skaðlaust efni, en þannig keyra tölvudeildir margra fyrirtækja. 

Að því sögðu: Góða skemmtun!


mbl.is Rússnesk lygi sem menn á Vesturlöndum falli fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í miðjum heimsfaraldri!

Viltu reiðast? Brjálast? Bölva ósanngirni og valdmisnotkun? Lestu þá þessa frétt um konu sem fékk ekki að hitta aldraðan föður sinn á Landspítalanum nema bjóða lögreglu að handtaka sig!

Og hvers vegna sigaði spítali lögreglu á aðstandanda sjúklings? Jú, því spítalinn er í miðjum heimsfaraldri!

En sú þvæla. Nú geta aðstandendur vissulega verið leiðinleg aukavinna fyrir starfsfólk spítala. Þeir spyrja spurninga. Þeir lýsa yfir áhyggjum. Þeir vilja vita hvað stendur til að gera. Þeir þurfa pláss og aðgang að salerni og vilja jafnvel geta keypt sér kaffibolla. En í stað þess að eiga við slíkt, og fara að lögum, er spítalinn núna að siga lögreglu á áhyggjufulla vini og vandamenn.

Kemur ekki á óvart, satt að segja. Ég þekki konu sem hefur farið í tvær liðskiptiaðgerðir: Aðra á Landspítalanum og hina hjá Klíníkinni. Hún lýsti fyrir mér mjög ólíkri reynslu af þessum tveimur stöðum. Á þeim fyrri var upplifunin öll af færibandavinnu og því að afgreiða málið eins hratt og hægt er. Á hinum síðari var upplifunin miklu frekar af hótelvist og dekri. Kannski hvatar skipti hér máli. Einn hvatinn er sá að þú færð þín laun óháð vinnuframlagi og gæðum vinnu. Annar er sá að hver einn og einasti sem gengur út með góða upplifun er líklega að fara færa þér nokkra aðra skjólstæðinga seinna sem standa undir hækkandi launum, en verði það ekki raunin er raunveruleg hætta á að fá engin laun.

Við erum ekki í miðjum heimsfaraldri, svo því sé haldið til haga, jafnvel þótt ennþá sé verið að sprauta og færa ungabörnin inn á skotskífuna. Og vorum það sennilega aldrei í raun nema kannski í nokkrar vikur á meðan áhættuhópar voru kortlagðir í tætlur vorið 2020.

Það eru margar ástæður til að vera svartsýnn á framhaldið í ljósi þess hvað yfirvöld hafa seilst langt undanfarin misseri en huggun að vita af fjölmiðlum sem segja frá og reka ekki starfsmenn sem fara yfir ímynduð mörk, og auðvitað fólki sem nýtir sér það og sendir inn ábendingar.


En hver ætlar þá að tína bómullina?

Þegar umræðan um afnám þrælahalds var í gangi á sínum tíma var meðal annarra röksemda fyrir áframhaldandi þrælahaldi sú að annars myndi hagkerfið ekki virka. Hver á að tína bómullina? Þrælarnir gera það núna og hættan sú að enginn geri það ef þrælahald er afnumið!

Þessu var vitaskuld reynt að svara. Markaðslögmál, laun, framboð og eftirspurn, hvaðeina. En hvað skiptir máli? Jú, þrælahaldið! Afnemum það og við sjáum til með bómullina. Kannski mun enginn tína hana. Það skiptir minna máli en þrælahaldið. Stundum er eitthvað rétt um leið óhagkvæmt. Stundum þarf að sætta sig við fórnarkostnað þess að afnema óréttlæti.

Við lifum mögulega á svipuðum tímum í dag. Ef börn fá ekki að stunda nám og hitta vini, aldraðir fá ekki að hitta afkomendur sína og fólk fær ekki að framfleyta sér því SMIT gætu farið af stað - hvað með það? 

Skiptir meira máli að halda sér á lífi en lifa lífinu?

Skiptir meira máli að fólk sé varið gegn veiru en að það fái að hitta vini og vandamenn?

Veiruhræddir geta auðvitað alltaf lokað sig af, sett á sig þrjár grímur, sprautað sig til dauða og skorið á líkamleg tengsl við aðrar mannverur. Þannig fólk hefur alltaf verið til. En þarf lögreglan, með sínar kylfur og sektarbækur, að koma að slíku?

Það skiptir ekki máli hver tínir bómullina. Það sem skiptir máli er að enginn sé þvingaður til þess, með valdi og ofbeldi.


Upplýsandi pistlar á frettin.is

Mikið af góðum pistlum - stundum þýddum - er nú að finna á frettin.is og ég vil sérstaklega mæla með tveimur:

Covid uppfyllti ekki skilyrði fyrir að kallast heimsfaraldur – snemmtækar meðferðir hefðu bjargað flestum

Í þessum pistli, sem er þýddur í tveimur hlutum [1|2] (og fleiri væntanlegir), er farið í saumana á mörgum þáttum hins svokallaða heimsfaraldurs og hvernig læknar voru hindraðir í að beita þekkingu sinni og reynslu til að aðstoða fólk, t.d. með snemmtækum meðferðum.

Hræsni ríka heimsins í loftslagsmálum

Mjög þörf grein í vandaðri þýðingu á tímum þar sem okkur er sagt að gas, olía og kol séu á einhvers konar útleið. Svo er ekki, eins og leiðtogafundur G7-ríkjanna um daginn bar með sér.

Frettin.is á skilið mikið hrós fyrir að gera efni eins og þetta aðgengilegt á íslensku. Þar birtast oft þýddar greinar eftir erlenda sérfræðinga - ritrýndar vísindagreinar, skoðanapistlar sem mætti stundum kalla litlar rannsóknaskýrslur og fleira slíkt. Þessa vinnu er sjálfsagt að styðja við með ýmsum hætti. Ekki veitir af í lítilli fjölmiðlaflóru pínulítils málsvæðis. 


G7-ríkin bregða fæti fyrir G7-ríkin

Bandaríkin tilkynntu í dag um nýjar refsiaðgerðir G-7 ríkjanna sem beinast gegn varnariðnaði Rússlands. Vonast ríkin til þess að aðgerðirnar muni draga úr getu rússneska hersins í Úkraínu.

Ekki veit ég hvaða íhluti Rússar kaupa frá Evrópu og Bandaríkjunum í hernaðarlegum tilgangi en Kínverjar geta kannski bætt upp fyrir tapað framboð. Nú eða Íranar, Indverjar, Tyrkir eða Pakistanar. Hver veit!

Á meðan heldur lífið áfram sinn vanagang. Rússnesk olía flæðir inn í Evrópu. Í Bandaríkjunum halda yfirvöld áfram að traðka á olíuframleiðendum í umhverfi svimandi eldsneytisverðs og ekkert raunsæi í gangi þar frekar en öðru í forsetatíð Biden. Evrópsk kolaorkuver eru að opna aftur. Þjóðverjar og Hollendingar ætla á ný að bora eftir gasi í Norðursjó og Hollendingar undir þrýstingi að auka framleiðslu sína úr gaslindum sem átti að loka. Rússar þéna áfram jafnmikið á gasi sínu og áður þótt þeir selji minna magn. 

Á meðan slæst almenningur við svimandi verðbólgu sem étur upp kaupmátt þeirra og lífskjör á sama tíma og milljarðamæringum fjölgar á heimsvísu. Við þurftum jú að prenta gríðarlega mikið af nýjum peningum til að fjármagna heimsfaraldur og nú þegar búið að boða þann næsta (óvart, segja sumir, enda aldrei að vita hvað fólk með minnisglöp segir í ræðustól). 

Ég veit ekki með ykkur en ég sakna svolítið tímanna þar sem stjórnmálamenn nutu ekki trausts og fengu ekki að komast upp með hvað sem er. Mikið, kannski, en ekki hvað sem er. Og svo vantar auðvitað heiðarleika í blaðamannastéttina en ég er reyni að láta það ekki angra mig.


mbl.is G7-ríkin bregða fæti fyrir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamenn eða blaðamannafulltrúar?

Fyrir hverja vinna blaðamenn eiginlega? Fjölmiðla? Fólkið? Sannleikann? Eru þeir kannski upp til hópa blaðamannafulltrúar sem hamast á lágum launum við að moka undir hagsmuni milljarðamæringa án þess að gera sér grein fyrir því? Ég tel þessum spurningum vera ósvarað.

Einn blaðamaður segir, í svolitlum pistli (The news for Covid vaccines gets worse and worse):

A big study says natural immunity protects against Omicron for over a year; mRNA shots fail in months. This is the third paper with awful mRNA data in a week. When will the media even pretend to care?

Já, góð spurning! Hvenær ætli fjölmiðlar fari að taka eftir nýjustu rannsóknum og byrja að fjalla um þær!

Treystum vísindunum! Það er málið, ekki satt? Til dæmis eins og þau eru framreidd af sóttvarnarlækni, sem skrifaði í grein árið 2018:

Niðurstöður slíkra rannsókna [á bólusetningum barna] hafa sýnt að alvarlegar aukaverkanir bóluefna sem notuð eru hjá börnum í almennum bólusetningum eru mjög fátíðar, eða um ein aukaverkun á hverjar 500.000-1.000.000 bólusetningar.

Maðurinn hlýtur að hafa þrætt vísindagreinar og gagnagrunna til að komast að þessari niðurstöðu. Eða bara stolið skrifum undanfara síns í embætti. Meiri vísindi þarf oft ekki til. Og blaðamenn kokgleypa.

Ég veit ekki alveg hvað blaðamenn ætla að láta traðka á sér lengi. Þeir hljóta hreinlega að hafa valið starf sitt til að afhjúpa, greina, kryfja og benda á mikilvægar hliðar mála. Það hlýtur að hafa verið drifkrafturinn að baki starfsvalinu frekar en lágu launin, löngu vinnustundirnar og vanþakklætið. 

Eða hvað? Eru þeir allir bara að skrifa fréttir á þann hátt að þeir geti síðar orðið blaðamannafulltrúar hjá einhverju ráðuneyti eða fyrirtæki?

Er það metnaður blaðamannastéttarinnar?

Ég tel þeirri spurningu ósvarað.

Á meðan þurfum við hin einfaldlega að finna valkosti við fjölmiðla til að finna fréttir. Því miður.


Hvað drápu sóttvarnaraðgerðir marga?

Enginn vafi er á því að einangrun, atvinnuleysi, ótti, takmarkanir, skerðingar og sprautur hafa reynst banvænn kokteill fyrir marga. En hvað drápu sóttvarnaraðgerðir og sprautur marga? Því er erfitt að svara.

Í grein á heimasíðu Brownstone-stofnunarinnar er vísað í nokkrar tilraunir til að meta hvað sóttvarnaraðgerðir drápu marga. Ein rannsókn, í bandarísku samhengi, segir 170.000 manns, önnur nær 200 þús. manns. Í Evrópu voru svokölluð umframdauðsföll meðal ungs fólks nokkuð stöðug í ríkjum sem sviptu borgara sína miklum réttindum en engin í Svíþjóð. 

New York Times (af öllum fjölmiðlum) sýnir þessu áhuga og spyr: Sóttvarnaraðgerðir vernduðu þá eldri en hvaða heilsufarslega kostnað hafði það í för með sér fyrir yngra fólk?

Að sóttvarnaraðgerðir hafi verndað þá eldri og bjargað lífum þeirra er svo ekkert augljóst. Strax um haustið 2020 var bent á að einangrun og lokanir og skerðing á félagslífi hafi hraðað ýmsum hnignunarvandamálum eldra fólks. Fyrir hvað eiga amman eða afinn að lifa þegar þau fá ekki að hitta börn sín og barnabörn? Lifa af veiru? Skiptir það máli ef lífið er ekki þess virði að lifa?

Umframdauðsföll hafa líka komið fram meðal nýbura og eldra fólks sem má hæglega tengja við sprautur í mæður og lasburða líkama. Ungt fólk er skyndilega í mikilli hættu á að fá hjartaáfall. Listinn er endalaus og sífellt að lengjast.

Sóttvarnaraðgerðir og sprautur hafa sennilega ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, bjargað einu einasta mannslífi og mögulega eru ekki öll kurl komin til grafar á meðan sprautur með óþekkta virkni halda áfram að grassera í líkömum þeirra sprautuðu, og þeir jafnvel að láta sprauta sig aftur og aftur.

Niðurstaðan er því sú að hagkerfi voru sett í þrot, skuldirnar þandar úr öllu valdi með peningaprentun sem er núna að skila sér í verðbólgu, fjöldi ungmenna missti af mótunarárum sínum og menntunarmöguleikum og lífárum fórnað með því að drepa ungt fólk og einangra gamalt.

Gott plan, eða hvað?


Komdu í sprautu, krakki

Dönsk heilbrigðisyfirvöld sjá eftir því að hafa sprautað litla krakka með gagnslausu glundri sem ekki bara veitti enga vörn heldur leiddi líka til alvarlega heilbrigðisvandamála fyrir fleiri börn en okkur hefur verið sagt frá.

Gott.

Íslensk heilbrigðisyfirvöld munu aldrei sýna slíka auðmýkt. 

En að hugsa sér viðbjóðinn. Nánast frá upphafi svokallaðs heimsfaraldurs hefur blasað við að börn eru í engri hættu vegna COVID-19. Sprauturnar hafa frá upphafi verið happdrætti sem hefur tapast. 

Ég legg til að yfirvöldum verði aldrei fyrirgefið fyrir að senda trúgjarna þegna sína í rússneska rúllettu. Og að sömu þegnar hugleiði aðeins trúgirni sína.

Í lokin vil ég fagna því að ritstjórn meginstraumsfjölmiðils sé að finna efni frá öðrum smærri. Kannski hugrekki blaðamanna sé á uppleið. Kannski.


mbl.is Græddu ekki mikið á bólusetningu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprautur og aukaverkanir

Rannsóknir streyma nú fram á yfirborðið sem fjalla á einn eða annan hátt um stórhættulegar og grafalvarlegar aukaverkanir sóttvarnaraðgerða, þar á meðal sprautanna. 

Hvernig veit ég þetta? 

Jú, því ég les skrif og hlusta á orð manna sem fylgjast með, t.d. Substack Alex Berensonhlaðvarp Tom Woods og pistla Brownstone Institute. Og hunsa fréttastofu RÚV. Það hjálpar.

Lítið dæmi: Serious Adverse Events of Special Interest Following mRNA Vaccination in Randomized Trials

The excess risk of serious adverse events found in our study points to the need for formal harm-benefit analyses, particularly those that are stratified according to risk of serious COVID-19 outcomes such as hospitalization or death.

Þeir sem vilja lesa nánari umfjöllun um þessa rannsókn geta gert það á Substack Dr. Robert Mallone

Það fer að verða ansi erfitt að sópa öllum aukaverkunum sóttvarnaraðgerða og sprauta undir teppið. Ein leið er sú að þegja um niðurstöður rannsókna og láta eins og ekkert sé. Ég upplifi samt oftar og oftar í samræðum við fólk á förnum vegi að margir sjái á eftir að hafa látið glepjast til að samþykkja aðgerðir og þiggja sprautur (margir viðurkenna að þeir létu bara sprauta sig til að fá ferðafrelsið). Það er gott og gefur svolitla von um að hjarðhegðunin sé að fjara út og að næsta umferð hræðsluáróðurs verði ekki seld jafnauðveldlega.

En sjáum hvað setur.


Samsæriskenning: Sprauturnar skaða sæðisframleiðslu í karlmönnum

Er verið að gelda okkur með þessum sprautum?

Að þessu hafa bæði menn og konur spurt sig. Konur með óreglu á tíðarhringnum svo mánuðum skiptir hafa spurt sig að þessu. Við sjáum mikla aukningu í umframdauðsföllum nýbura og fjölgun fósturláta. Ef ásetningur yfirvalda yrði raunverulega sá að gelda okkur þá þyrfti ekki að breyta neinu - bara fá fólk til að sprauta sig aftur og aftur.

En nei, ekkert að sjá hér, segja útsendarar sannleikans. Veiran er miklu hættulegri en sprauturnar!

En kannski er það ekki rétt. Nýleg rannsókn bendir til að sprauturnar valdi tímabundinni skerðingu á sæðisframleiðslu. Lengri tíma batalíkur sagðar góðar en ekki tekið sterkar til orða en það.

Bíddu nú við, hvenær var varað við þessu? Að karlmenn upplifi tímabundna geldingu eftir að hafa sprautað sig gegn svolítilli veiru? 

Hvergi nema hjá svokölluðum álhöttum og brjálæðingum.

Þeir höfðu rétt fyrir sér, a.m.k. að hluta. Þöggunin átti ekki rétt á sér. Nýlegar rannsóknir staðfesta samsæriskenninguna og draga úr gildi hins viðurkennda boðskaps.

Hvaða fleiri samsæriskenningar munu rætast á næstu misserum? Áhrif sprautunnar á hjarta ungs fólks? Á frjósemi kvenfólks? Á lífslíkur nýbura? Á taugakerfi fólks? 

Ég held að þær muni allar rætast en að því verði ekki beint flaggað í fjölmiðlum. Þess vegna þurfa allir að vera vakandi og gott fyrsta skref er að hætta að láta sprauta sig. Og hlífa börnunum alveg sérstaklega við glundrinu.

Ekki seinna en núna strax.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband