Rússneskir miðlar - leiðarvisir

Fyrir þá sem vilja fylgjast með rússneskum fjölmiðlum kemur hér örlítill leiðarvísir.

Ég vil nefna sem fyrirvara að allir eru meira og minna ritstýrðir af rússneska ríkinu. En það skiptir ekki máli í raun því þú ert fullorðin manneskja með heila og vilt melta allar hliðar máls á eigin forsendum. Ekki satt?

RT.com

Mjög læsilegur fjölmiðill á ensku sem fjallar um hvaðeina. Fjölbreytt efni og yfirleitt vel skrifað. Fjésbókin varar mann við tenglum á síðuna sem ætti að vera vísbending um að þar sé ýmislegt áhugavert að finna.

riafan.ru

Fjölmiðill á rússnesku en lítið mál að lesa með hinum ýmsu þýðingartólum (dæmi). Sérstakt áhugamál hjá mér er að bera saman þeirra kort af átakasvæðum í Úkraínu við kort BBC. Þau passa yfirleitt ágætlega saman. 

TASS.com

Sennilega það sem mætti kallast hreinræktað málgang rússneskra yfirvalda, og efnið er á ensku. Engin innrás, bara aðgerðir (svipað og tungutak Bandaríkjamanna seinustu áratugi). Ef þú vilt vita hvað Pútín vill að þú vitir þá er þetta staðurinn.

En er ekki búið að loka á aðgang að þessum miðlum? Kannski, fyrir suma, en þá er hægt að sækja sér VPN-þjónustu. Í símanum nota ég Proton VPN og hef ekki enn rekist á síðu sem er lokuð fyrir mér, jafnvel á þráðlausu neti vinnustaðarins. Ég hef almennt ekki rekist á lokað land í einkatölvunni minni sem keyrir á Debian stýrikerfinu. Og þess má geta að ég nota yfirleitt ekki aðra vafra en Vivaldi og Brave, og nota helst ekki aðra leitarvél en þá frá Brave (Duckduckgo, sem ég notaði áður, datt í réttrúnaðinn) nema ég sé að leita að saklausu efni eins og tónlistarmyndböndum Boney M (sem koma mér alltaf í svakalega gott skap). Vinnutölvan mín lokar á allskonar, bæði óvinsælt og skaðlaust efni, en þannig keyra tölvudeildir margra fyrirtækja. 

Að því sögðu: Góða skemmtun!


mbl.is Rússnesk lygi sem menn á Vesturlöndum falli fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ansi gott hjá Baldri, sérstaklega af því hann er að fjalla um rússneska lygi. Sum af löndunum sem, samkvæmt honum, Pútín á að hafa gefið grænt ljós á að ganga í Nató ... gengu í Nató áður en Pútín varð forseti. Pútín er kannski með tímavél í einhverju herbergi í Kreml.

Jón (IP-tala skráð) 30.6.2022 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband