Í miðjum heimsfaraldri!

Viltu reiðast? Brjálast? Bölva ósanngirni og valdmisnotkun? Lestu þá þessa frétt um konu sem fékk ekki að hitta aldraðan föður sinn á Landspítalanum nema bjóða lögreglu að handtaka sig!

Og hvers vegna sigaði spítali lögreglu á aðstandanda sjúklings? Jú, því spítalinn er í miðjum heimsfaraldri!

En sú þvæla. Nú geta aðstandendur vissulega verið leiðinleg aukavinna fyrir starfsfólk spítala. Þeir spyrja spurninga. Þeir lýsa yfir áhyggjum. Þeir vilja vita hvað stendur til að gera. Þeir þurfa pláss og aðgang að salerni og vilja jafnvel geta keypt sér kaffibolla. En í stað þess að eiga við slíkt, og fara að lögum, er spítalinn núna að siga lögreglu á áhyggjufulla vini og vandamenn.

Kemur ekki á óvart, satt að segja. Ég þekki konu sem hefur farið í tvær liðskiptiaðgerðir: Aðra á Landspítalanum og hina hjá Klíníkinni. Hún lýsti fyrir mér mjög ólíkri reynslu af þessum tveimur stöðum. Á þeim fyrri var upplifunin öll af færibandavinnu og því að afgreiða málið eins hratt og hægt er. Á hinum síðari var upplifunin miklu frekar af hótelvist og dekri. Kannski hvatar skipti hér máli. Einn hvatinn er sá að þú færð þín laun óháð vinnuframlagi og gæðum vinnu. Annar er sá að hver einn og einasti sem gengur út með góða upplifun er líklega að fara færa þér nokkra aðra skjólstæðinga seinna sem standa undir hækkandi launum, en verði það ekki raunin er raunveruleg hætta á að fá engin laun.

Við erum ekki í miðjum heimsfaraldri, svo því sé haldið til haga, jafnvel þótt ennþá sé verið að sprauta og færa ungabörnin inn á skotskífuna. Og vorum það sennilega aldrei í raun nema kannski í nokkrar vikur á meðan áhættuhópar voru kortlagðir í tætlur vorið 2020.

Það eru margar ástæður til að vera svartsýnn á framhaldið í ljósi þess hvað yfirvöld hafa seilst langt undanfarin misseri en huggun að vita af fjölmiðlum sem segja frá og reka ekki starfsmenn sem fara yfir ímynduð mörk, og auðvitað fólki sem nýtir sér það og sendir inn ábendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband