En hver ætlar þá að tína bómullina?

Þegar umræðan um afnám þrælahalds var í gangi á sínum tíma var meðal annarra röksemda fyrir áframhaldandi þrælahaldi sú að annars myndi hagkerfið ekki virka. Hver á að tína bómullina? Þrælarnir gera það núna og hættan sú að enginn geri það ef þrælahald er afnumið!

Þessu var vitaskuld reynt að svara. Markaðslögmál, laun, framboð og eftirspurn, hvaðeina. En hvað skiptir máli? Jú, þrælahaldið! Afnemum það og við sjáum til með bómullina. Kannski mun enginn tína hana. Það skiptir minna máli en þrælahaldið. Stundum er eitthvað rétt um leið óhagkvæmt. Stundum þarf að sætta sig við fórnarkostnað þess að afnema óréttlæti.

Við lifum mögulega á svipuðum tímum í dag. Ef börn fá ekki að stunda nám og hitta vini, aldraðir fá ekki að hitta afkomendur sína og fólk fær ekki að framfleyta sér því SMIT gætu farið af stað - hvað með það? 

Skiptir meira máli að halda sér á lífi en lifa lífinu?

Skiptir meira máli að fólk sé varið gegn veiru en að það fái að hitta vini og vandamenn?

Veiruhræddir geta auðvitað alltaf lokað sig af, sett á sig þrjár grímur, sprautað sig til dauða og skorið á líkamleg tengsl við aðrar mannverur. Þannig fólk hefur alltaf verið til. En þarf lögreglan, með sínar kylfur og sektarbækur, að koma að slíku?

Það skiptir ekki máli hver tínir bómullina. Það sem skiptir máli er að enginn sé þvingaður til þess, með valdi og ofbeldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir stuttu síðan hefði ég aldrei trúað því að á vesturlöndum myndi fólki vera þvingað í tilraunasprautur gegn tiltölulega saklausri pest. Lífi og limum fólks var sett í hendurnar á Bill Gates. Er fólk almennt ekki að sjá hversu geggjað þetta er?

Þar sem engin teikn eru á lofti um að draga sökudólga til ábyrgðar þá er alveg óhætt að fara að kvíða fyrir hvað kemur næst.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 30.6.2022 kl. 08:44

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað kemur næst,eða kemur eitthvað næst? Jú anda og matast ræða við mávinn sem fær oft afganginn og hlær svo upp í opið geð mans; "Ég veit vel að get ekki flogið eins og þú". Sá lýgur ekki - en þurfum við virkilega að trúa öllu sem planað er af kónum eins og Bill. Þeir koma sem afnema óréttlætið en rétt eins og Geir segir kostar það fórn-ir.

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2022 kl. 15:49

3 identicon

Geir, boðorð löggunnar er:

Hlýddu Víði!  Hlýddu Víði!  Hlýddu Víði!!!

En spurningin er, hver sagði Víði að hlýða?

Hver sagði stjórnvöldum að hlýða

og segja þrælunum að hlýða?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.6.2022 kl. 16:08

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Af hverju gat Big Pharma rekið ríkisstjórnina og Alþingi frá stjórn Ríkisins? 

Hver stjórnar Íslandi í dag? 

Ég er gamall, 87 ára, og skil ekki allt, en bið um skýringar og leiðréttingu á reikningnum, ef ég hef misreiknað. 

klikka á myndir, þá stærri.

afrika-ivermectin   Image1

Covit flensan var ekkert vandamál ef fólkið mátti nota réttu lyfin, lyfin sem kostuðu lítið og eyddu pestinni. 

Lyfið var notað í öllum dýra búskap á jörðinni og þá framleitt í stórum verksmiðjum, í stórum stíl. 

Svona eftir minni, 100 töflur 250 kr.

Nú mega læknar gefa ávísun á töflurnar, en spurning ávísa læknar á töflurnar?

Hér og nú kosta 4 töflur rúmar 10 þúsund krónur, það er ca 2500 kr taflan. 

Ef við margföldum 2500 kr með 100, þá er það 250.000 þúsund krónur. 

Svo deilum við í 250.000 kr með 250 kr og fáum út að ivermectinið hefur hækkað 1000 sinnum, eitt þúsund sinnum.  

Þarna í bláu löndunum, var ivermectin notað og engin pest. 

Hvers vegna hljóp ríkistjórnin í frí og lét landsmenn, 

í hendurnar á Big Pharma? 

Egilsstaðir, 30.06.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.6.2022 kl. 19:28

6 identicon

Skiptir meira máli að halda sér á lífi en að lifa lífinu?

Skiptir meira máli að fólk sé varið gegn veiru en að það fái að hitta vini og vandamenn?

Þetta eru spurningar sem hver og einn verður að svara fyrir sig. Flestir munu þó vera svo frekir til fjörsins að þeir vilji leggja nokkuð mikið á sig til að fá að lifa ögn lengur.

Persónulega er ég ekki hræddur við að deyja. Ég er heldur ekki hræddur við kórónaveiruna, þótt ég sé kominn á níræðis aldri, enda fékk ég fjórðu pfizer sprautuna í gær og líður vel. Ég hitti mína vini og vandamenn, unga sem aldna, án nokkurs ótta við að smitast eða smita þá.

Lífið er nú reyndar aldrei hættulaust og þar sem ég er kominn til ára minna þá gæti ég hæglega dottið og slasað mig úti á götu eða hvar sem er, svo að ég tali nú ekki um að verða bara bráðkvaddur uppi í rúmi. Það er miklu meiri hætta á því heldur en að veikjast alvarlega af kóronnaveiru eftir fjórðu sprautu.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.6.2022 kl. 21:52

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Amma mín heitin var búin að tala um það í a.m.k. 10 ár að hún mætti deyja - væri búin að ná sínum markmiðum (sem var sennilega að sjá öll börn og barnabörn komast á legg og finna sig í lífinu). Hún hefði aldrei bannað heimsóknir og faðmlög óháð heimsfaraldri þótt við yngri hefðum kannski verið smeykari um að smita hana af einhverju. 

En rétt athugað að lífið er aldrei hættulaust. Maður sem lokar sig inni í peningaskáp þarf ekki að óttast neitt, nema köfnun.

Geir Ágústsson, 1.7.2022 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband