Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2022

Orð á móti orði

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hafnar því að úkraínska hafnarborgin Maríupol sé nánast öll undir yfirráðum rússneskra hersveita. Hann andmælir hér Pútín sem sagði eitthvað annað. Og blaðamenn skrifa gagnrýnislaust um orð á móti orði.

Er svona blaðamennska ekki úrelt? Erum við ekki með gervihnetti og dróna sem geta fylgst með mannaferðum og talið hausa? Eða er það bara hægt á sumum svæðum?

Ég treysti ekki orðum Pútíns. Hann er kaldrifjaður einræðisherra sem getur sagt hvað sem er við eigin landsmenn og sér til þess að það sé kynnt sem sannleikurinn.

Ég treysti heldur ekki Selenskí sem þrátt fyrir að standa beinn í baki sem forseti ríkis sem er verið að ráðast á er að fórna eigin fólki til að verja, já verja hvað? Stálver! Pínulítið frímerki á stóru rauðu landakorti. Af hverju? Af því að Azov-hersveitin er með bækistöð þar? Kannski að fela NATO-herforingja og efnavopnaverksmiðju á svæðinu? Hver veit. En ástæðan er ekki augljós og hún er ekki sú að passa einhverja verksmiðju og tryggja yfirráð yfir húsarústum.

Annars vona ég að Rússar sitji nú sveittir að skrifa einhvers konar yfirlýsingu um að öllum markmiðum hafi verið náð, nýnasisminn sigraður og öryggi rússneskumælandi fólks tryggt og gefi út þann 9. maí - dagurinn sem Rússar minnast sem degi sigurs á þýsku nasistunum og er mjög mikilvægur í augum rússnesks almennings. 


mbl.is Rússar hafi ekki náð Maríupol á sitt vald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó þessir trúverðugu fjölmiðlar

Fjölmiðlaflóran er fjölbreytt og ekki eru allir þeirra fyrir alla, sem betur fer. En eru sumir trúverðugri en aðrir? Eru ekki BBC, New York Times, CNN, RÚV og The Guardian traustustu fjölmiðlar heims sem segja sannleikann og ekkert annað? Fagmenn sem rekja uppruna, afla heimilda og greina aðstæður. Veita samhengi úr fortíð til að útskýra nútíð. Vanda sig og reyna að varpa hlutlausu ljósi á viðburði.

Og eru fjölmiðlar eins og Breitbart, Zerohedge og RT ekki áróðursmaskínur hagsmunaafla sem sýna bjagaða mynd af heiminum út frá einhverju sjónarhorni hægrimanna og rússneskra stjórnmálamanna?

Mögulega finnast einhverjir sem taka undir þetta.

En snúum okkur þá aðeins að New York Times.

Blaðamenn þar á bæ lásu eftirfarandi færslu á samfélagsmiðlum:

MAGA

Hinn virti, hlutlausi og áreiðanlegi fjölmiðill var ekki lengi að bregðast við og sendi höfundi skilaboð.

MAGA

Fréttamiðill að leita að frétt, greinilega. Þarna var jú gefið til kynna að einhver væri að lýsa yfir stuðningi við stefnumál Donald Trump. Stórfrétt í stærsta dagblað heims, væntanlega.

Því miður fékk blaðamaður ekki úr miklu að moða:

MAGA

Já, maður veltir því fyrir sér hvað rekur blaðamenn hinna hlutlausu, virtu og áreiðanlegu fjölmiðla áfram. Stjórnmálaskoðanir þeirra, kannski?

(Unnið úr innleggi í fréttabréfi Alex Berenson - blaðamaður sem stóru fjölmiðlarnir geta ekki kyngt.)


Fjölmiðlar sem bergmálshellir stjórnvalda?

Endurbirti hér stórgóða grein eftir tvo einstaklinga sem ég er svo heppinn að þekkja. Birtist upphaflega í Morgunblaðinu í dag og aðgengileg áskrifendum blaðsins hér.

Grein


Af hverju þessi mikli áhugi á Maríupol?

Okkur hafa borist stanslausar fréttir af átökum í úkraínsku borginni Maríupol en lítið sagt frá því af hverju Rússar eru svona ákafir í að taka þá tilteknu borg. 

Sem betur fer eru ekki allir fjölmiðlar uppteknari af fyrirsögnunum en innihaldinu og forvitnir geta meðal annars lesið fréttaskýringu TV2 í Danmörku til að vita aðeins meira um mikilvægi Maríupol. Þar eru tilgreindar þrjár meginástæður fyrir ákafa Rússa að taka borgina:

Landleið til Krím-skaga

Þetta er sennilega augljósasta ástæðan. Með því að taka Maríupol komast Rússar landleið til Krím-skaga meðfram strönd Svartahafsins. Í dag er bara mögulegt fyrir þá að komast með brú, að sögn TV2. Mögulega rosalega mikilvægt, mögulega ekki.

Mórall og áróður

Með orðum TV2:

Mariupol er hjemsted for den meget omtalte ukrainske Azov-bataljon, der blandt andet består af højreekstremister og nynazister. Og selvom det er en af de mindre kampgrupper i Ukraine, vil det blive set som en stor sejr for Ruslands præsident, Vladimir Putin, at overtage netop denne by ...

Lausleg þýðing:

Maríupol er bækistöð hinar umdeildu úkraínsku Azov-herdeildar sem meðal annars er mönnuð öfgahægrimönnum og nýnasistum. Og þótt þetta sé einn af minni herflokkum Úkraínu þá mun það teljast vera stór sigur fyrir forseta Rússlands, Vladimir Putin, að taka nákvæmlega þessa borg ...

Rosalega hlýtur þessi herdeild að vera lítil úr því henni tekst að halda í skefjum rússneska landhernum, en það er önnur saga.

Hernaðartaktík í Donbass

Með því að taka Maríupol geta Rússar mögulega styrkt stöðu sína í baráttunni um Donbass.

Ég ræddi við stórneytenda íslenskra frétta um daginn sem kom alveg af fjöllum þegar ég nefndi tvennt af þrennu hér að ofan. Skiljanlega. Íslenskir fjölmiðlar segja bara að Rússar séu að reyna taka Maríupol og nánast leggja borgina í eyði til að takast það. En ekki af hverju. En sem betur fer er fjölmiðlaflóran stærri en Stöð 2 og RÚV. Maður þarf bara að leggja í önnur tungumál.


mbl.is Úkraínumenn hætti „heimskulegri mótspyrnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilviljun

Tilviljun


Bannaðar skoðanir

Sem einhver sem hefur notað gúggl til að auglýsa varning og þjónustu þá var ég heiðraður í dag með eftirfarandi tölvupósti frá auglýsingastofu gúggl (og merki með gulu athyglisverðar setningar):

Googla AdSense og Úkraína

Ég skil þetta bara eftir, í bili.


Ritstýrðir samfélagsmiðar = fjölmiðlar með ritstjórnarstefnu

Ritskoðun á samfélagsmiðlum jafnast á við ritstjórn á efni og samfélagsmiðlar eru því miklu nær því að vera hefðbundnir fjölmiðlar en einhvers konar vettvangur skoðanaskipta. Fyrir utan fyndin myndbönd af hundum og köttum.

En er ekki bara verið að banna hvatningar til ofbeldis, persónulegar aðdróttanir og fullorðna að leita að börnum í vafasömum tilgangi? Nei, fjarri því. Það er verið að ritskoða, loka á tjáningu og stýra því hvað eru leyfðar skoðanir og hvað ekki, þar til því er breytt og það sem var áður bannað er nú leyft, eins og að tala fallega um nýnasista

Þetta er auðvitað útskýrt með ýmsum hætti: Ný gögn hafi komið í ljós, aðstæður krefjist breytinga og nýr vondi kall kominn á sviðið og andstæðingar hans sjálfkrafa orðnir að góða kallinum. 

Með öðrum orðum: Einhver lítill hópur einstaklinga hefur nú ákveðið að þú megir tjá þig með ákveðnum hætti. Þessi hópur er nú sannfærður um að þú sért ekki að ógna hinni leyfðu umræðu. 

Tjáningarfrelsi? Nei, aldeilis ekki. 

Til að þú fáir að tjá þig með ákveðnum hætti þá þarf lítil nefnd einhvers staðar í útlöndum að veita þér leyfi. Starfaði kaþólska kirkjan ekki með svipuðum hætti á tímabili sem sumir kalla hinar myrku miðaldir?

En eru þetta ekki einkafyrirtæki sem eiga að fá að ráðstafa eigin eign (í skiptum fyrir að njósna um þig)? Jú, ætli það ekki, og markaðurinn búinn að bregðast við með fjölda valkosta við hina ritstýrðu miðla sem sjúga út úr þér gögnin og kortleggja líf þitt fyrir auglýsendur og leyniþjónustur. Leitarvélar sem sía ekki út hinar óhreinu skoðanir finnast (gúggle er ágæt til að finna allt sem skiptir engu máli).

En þessi ásýnd stóru samfélagsmiðlanna sem þykjast vera vettvangur frjálsrar tjáningar þarf að bráðna af þeim. Hún er röng. Þetta eru ritstýrðir fjölmiðlar með ritstjórnarstefnu, rétt eins og ríkisfjölmiðlar Kína og Rússlands og gömlu flokksblöðin á Íslandi. Og ef þú ert ósammála stjórnmálaskoðunum miðlanna þarftu mögulega að finna þér annað heimili til að tjá þig. Kattamyndböndin verða áfram á sínum stað.

Ég vil að lokum hrósa þeim sem standa að blog.is fyrir að hafa aldrei svo mikið sem ýjað að því að loka á mig. Ég sé á athugasemdum hér að það megi stundum túlka skrif mín sem stuðning við innrásir harðstjóra og óskhyggju um að drepa gamalt fólk úr veiru. Sem betur fer hefur slíkur útúrsnúningur ekki náð inn á borð vefstjóra.


mbl.is Musk verður ekki í stjórn Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur réttrúnaður skýtur sjálfan sig í fótinn

Við þekkjum öll pólitískan rétttrúnað, ekki satt? Hér er ein skilgreining á honum (úr UrbanDictionary):

Pólitískur rétttrúnaður

Framkvæmd rétttrúnaðarins birtist okkur í ýmsum myndum, og eins og skilgreiningin felur í sér er algeng birtingamynd uppnefni af ýmsu tagi. Til dæmis hefur hvítt fólk verið kallað rasistar fyrir það eitt að skammast sín ekki fyrir kynþátt sinn (er kannski ekki stolt af honum frekar en öðrum líffræðilegum eiginleikum sínum, en skammast sín ekki fyrir hann). Og svo er sá maður auðvitað afneitunarsinni sem hafnar hinum einu sönnu vísindum fyrir að benda á að vaxandi styrkleiki koltvísýrings í andrúmsloftinu virðist ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á loftslag Jarðar, en að baráttan gegn slíkum vexti kostar bæði svimandi fjárhæðir og mannslíf.

En stundum skýtur rétttrúnaðurinn sig í fótinn.

Núna les ég að Reykjavíkurborg stefni að því að gera ýmis salerni ókyngreind. Einhver lesandi má gjarnan hjálpa mér að skilja hvað sú framkvæmd gengur út á (engin kyngreind salerni eða þriðji möguleikinn til jafns við tvo aðra?) en eins og ég skil það þýðir þetta að öll salerni á ýmsum stöðum verði núna almennt opin jöfnum höndum konum og körlum og einhverju þriðja sem getur verið af ýmsu tagi (það sem á ensku kallast "non-binary").

Ef við höldum okkur við karla og konur þýðir þetta í raun að körlum verði hleypt inn á sömu salerni og kvenfólk þarf að nota.

Þeir sem eru af þriðju tegundinni líka, en nú er ég að einblína aðeins á karlkynið.

Kvenfólk þolir ekki umgengni karlmanna á salernum. Karlmenn skilja eftir sig óburstaðar klósettskálar, rassahár á setunni og pissubletti á setu og gólfi. Á mínum vinnustað, í Danmörku, eru flest salerni ókyngreind, og kvenfólkið í minni deild kvartar hástöfum yfir því enda man flest þeirra eftir fyrri tímum þar sem öll salerni voru rækilega kyngreind og saknar þeirra mjög. Sama kvenfólk hefur rætt það opinskátt í hádegishléinu hvernig það fer jafnvel á milli hæða til að finna kyngreind salerni og losna við ummerki karlmanna. Það er að kvartar og skilur eftir skilaboð um að muna nota burstann. En karlmenn láta eins og ekkert sé og skilja eftir sig stórslys, ítrekað.

Falleg hugsun, þessi ókyngreindu salerni? Ég veit það ekki. Kvenfólkið er að minnsta kosti ekki sátt og saknar þrifalegu salernanna sem að auki veittu þeim ákveðið næði, að mér skilst. En engu verður haggað úr þessu. Það væri úr takt við pólitíska rétttrúnaðinn. Eins og svo margt annað skynsamlegt. 


Snjókornin

Grípum niður í skilgreiningu (Urban Dictionary) á fyrirbærinu "snowflake" (snjókorni):

Snowflake - snjókorn

En hvaða fólk er þetta? Einhver örlítill minnihluti, ekki satt?

Nei, ég vil meina að það sé orðið að tískubylgju að tilheyra þessari skilgreiningu. Það má ekki þylja upp niðurstöður rannsókna, vitna í blaðamenn eða spyrja spurninga án þess að snjókornin falli á mann, eins og snjóflóð.

Gott og vel, snjókorn mega alveg lenda á mér. Þau bráðna eða eru hrist í burtu eða þrauka og kæla mig aðeins niður. Það skiptir mig litlu máli. Komið, bara, snjókorn! Komið þegar ég kalla ykkur heilaþvegin. Komið þegar ég gagnrýni framleiðendur lyfjanna sem þið látið sprauta í ykkur. Komið þegar ég rifja upp nokkurra vikna gamlar greinar úr uppáhaldsfjölmiðlum ykkar sem þykja ekki við hæfi í dag. Komið þegar ég opna hér á umræður sem ég hvorki takmarka né amast út í. Umræður sem eiga sér nánast hvergi stað nema í bergmálshellum þeirra sem eru sammála innan þeirra en ósammála þvert á þá.

Komið gjarnan, og ég bið ekki einu sinni um mannasiði, heldur bara það að beina máli ykkar að mér eða öðrum sem bjóða sig.

Og til að hita aðeins upp í pottinum:

  • Svokölluð bóluefni gegn COVID-19 (fyrst gegn smiti og án aukaverkana, og síðar gegn alvarlegum veikindum án aukaverkana, og loks nánast gagnslaus fyrir flesta og stórhættuleg fyrir suma): Sölubrella sem heppnaðist.
  • Eru nýnasistahreyfingar í Úkraínu með blóðuga slóð að baki? Já. Réttlætir það innrás í ríkið sem kostar saklausa borgara lífið? Nei.
  • Rússland er harðstjórnarríki sem má gagnrýna í mörgu orðum (og hefur alla tíð verið gert af miklum ákafa) sem stundar núna óréttmæta innrás í annað ríki, en það gerir ekki nýnasistahreyfingar Úkraínu að skátunum sem aldrei ljúga
  • Loftslagi Jarðar er ekki stjórnað af styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu, fjarri því (en vissulega er gott og gilt að leita í sífellu að betri orkugjöfum)
  • World Economic Forum er annað og meira en saklaus kaffiklúbbur ríkasta og valdamesta fólks heims, sem gefur sér væntanlega ekki tíma í slíka klúbba ef ávinningurinn er enginn

Góða skemmtun!


Blaðamaður og þvæla

Sumir blaðamenn eru með þá einkennilegu vinnureglu að telja allt sem ákveðnir aðilar segja vera lygar og áróður. Þessir aðilar gætu ekki lesið veðurspánna án þess að vera ásakaðir um lygar og þvælu. Þeir gætu ekki sagt þér hvað klukkan er. Nei, allt sem þeir segja er bull og rugl. Og gleymist þá að jafnvel biluð klukka er rétt tvisvar á sólarhring.

Svona var Donald Trump meðhöndlaður. Ef hann mælti með lyfi, varaði við fíkn Evrópu í rússneska orku, gagnrýndi framtaksleysi Evrópubúa í varnarmálum eða ræddi uppruna veiru þá var allt þetta kallað bull. Daginn eftir að hann lét af embætti forseta mátti ræða allt þetta aftur. 

Svona er Pútín meðhöndlaður. Hann talar um hreyfingar nýnasista í Úkraínu. Og þá segir lélegur blaðamaður:

Ríkismiðlar Rússlands fæða í millitíðinni almenning af þvælu um nasista í Úkraínu ...

Þvæla um nasista í Úkraínu. Gott og vel. Kannski blaðamaður The Times, sem skrifaði langa grein um nýnasista í Úkraínu í janúar í ár, megi búast við skeyti frá íslenskum blaðamanni sem ásakar hann um að bera á borð þvælu, eða hvað?

Tilvitnun:

By rights Dmytro Kotsyubaylo, nom de guerre Da Vinci, should be basking in glory. Last month the 26-year-old captain became the first living recipient serving in the ultra-nationalist Right Sector volunteer battalion to be awarded the title Hero of Ukraine by the country’s president.

Photographs of him shaking hands with President Zelensky at the ceremony in the Ukrainian parliament, where he was also decorated with the Order of the Golden Star for courage on the battlefield, marked not just a moment of personal glory for him but a political rehabilitation for a unit mired in controversy since its formation.

Þvæla? Og athugið orðalagið "first living recipient", því hreinræktaðir nasistar hafa áður fengið viðurkenningu forseta (post mortem). 

Hvað segir The Guardian?

The Azov have been partially brought into the military and officially function as a special police unit. There are discussions that Azov and other battalions could be integrated into the army or special forces when the conflict is over. 

Some of them, however, are hoping Ukraine will look very different in the not-so-distant future. And while they may be a tiny minority when it comes to Ukraine as a whole, they have a lot of weapons.

President Petro Poroshenko will be killed in a matter of months, Dmitry said, and a dictator will come to power.

"What are the police going to do? They could not do anything against the peaceful protesters on Maidan; they are hardly going to withstand armed fighting units."

Þvæla?

Hvað segir BBC?

Ukraine's ultra-nationalist party, Svoboda, was a shock winner in October's parliamentary election, capturing 10% of the vote and entering the legislature for the first time.  ... But while the party's radical past can be papered over, it cannot be erased. Its name until 2004 was the "Social-National Party" and it maintains informal links to another group, the Patriots of Ukraine, regarded by some as proto-fascist.

Þvæla?

Hvað segir Deutsche Welle?

Mariupol is also where the Azov Battalion, which is part of the Ukrainian National Guard and thus subordinate to the Interior Ministry, has set up its headquarters. Its fighters are well trained, but the unit is composed of nationalists and far-right radicals. Its very existence is one of the pretexts Russia has used for its war against Ukraine. ... The Ukrainian government decided to incorporate the ultra-nationalists into state structures in 2014. ... In 2019, there was an attempt by US Congress to designate the regiment as a "terrorist organization" but this did not happen. 

Þvæla?

Það má vel vera að Pútín ýki vinsældir, umsvif, drápsgleði, pólitísk og samfélagsleg áhrif, getu, styrk og fjölda úkraínskra nýnasista. Það getur vel verið að þetta sé tiltölulega lítill hópur með takmörkuð áhrif og fáar heiðursorður forseta. En að kalla tilvist þeirra þvælu er þvæla. Að láta eins og þeir séu allir orðnir að kórdrengjum og eigi ekki að baki blóði drifna sögu ofbeldis, pólitískra afskipta og á köflum þokkalegs atkvæðavægis er einfaldlega sögufölsun og dregur úr veikluðum trúverðugleika fjölmiðla sem telja sig vera að segja sannleikann.

Blaðamenn! Það má alveg segja frá hlutum eins og þeir eru, eða voru. Með því er ekki verið að lýsa yfir stuðningi við Pútín, og raunar tel ég að sannleikurinn sé betri og muni gagnast betur en blekkingar í baráttunni fyrir friði og gegn stríði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband