Ó þessir trúverðugu fjölmiðlar

Fjölmiðlaflóran er fjölbreytt og ekki eru allir þeirra fyrir alla, sem betur fer. En eru sumir trúverðugri en aðrir? Eru ekki BBC, New York Times, CNN, RÚV og The Guardian traustustu fjölmiðlar heims sem segja sannleikann og ekkert annað? Fagmenn sem rekja uppruna, afla heimilda og greina aðstæður. Veita samhengi úr fortíð til að útskýra nútíð. Vanda sig og reyna að varpa hlutlausu ljósi á viðburði.

Og eru fjölmiðlar eins og Breitbart, Zerohedge og RT ekki áróðursmaskínur hagsmunaafla sem sýna bjagaða mynd af heiminum út frá einhverju sjónarhorni hægrimanna og rússneskra stjórnmálamanna?

Mögulega finnast einhverjir sem taka undir þetta.

En snúum okkur þá aðeins að New York Times.

Blaðamenn þar á bæ lásu eftirfarandi færslu á samfélagsmiðlum:

MAGA

Hinn virti, hlutlausi og áreiðanlegi fjölmiðill var ekki lengi að bregðast við og sendi höfundi skilaboð.

MAGA

Fréttamiðill að leita að frétt, greinilega. Þarna var jú gefið til kynna að einhver væri að lýsa yfir stuðningi við stefnumál Donald Trump. Stórfrétt í stærsta dagblað heims, væntanlega.

Því miður fékk blaðamaður ekki úr miklu að moða:

MAGA

Já, maður veltir því fyrir sér hvað rekur blaðamenn hinna hlutlausu, virtu og áreiðanlegu fjölmiðla áfram. Stjórnmálaskoðanir þeirra, kannski?

(Unnið úr innleggi í fréttabréfi Alex Berenson - blaðamaður sem stóru fjölmiðlarnir geta ekki kyngt.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grátandi börn eru vinsæl og ekki þarf meira til að fréttamenn skrifi grein. Og nýr blaðamaður hjá The New York Times í Seoul Suður Kóreu er þar engin undantekning. Þetta hefði örugglega orðið hin skemmtilegasta "human interest" grein ef fótur hefði verið fyrir, viðtalið farið fram og jafnvel komment frá flugáhöfn og flugfélaginu.

Vagn (IP-tala skráð) 21.4.2022 kl. 18:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Núna ertu bara að reyna skemma góða sögu; að stór fréttamiðill sé að grafa eftir skít hjá Donald Trump og stuðningsmönnum hans. Hnerraði í lófann og kallaði "MAGA airspace" - já hann Trump kallinn, og fylgendur hans, snarruglað lið!

Annars mælist Trump núna vinsælasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna. Hvorki strengjabrúðan né brjálæðingurinn í varaforsetastól eru sérstaklega álitlegir keppinautar. Getur bandaríska vinstrið í alvöru ekki grafið upp eitthvað betra en ...lík?

Geir Ágústsson, 21.4.2022 kl. 19:22

3 identicon

Ekki gat ég séð að fréttamaðurinn væri nokkuð að spyrja um Trump og stuðningsmenn hans. Það er einhver tilbúningur.

Athyglisvert að þú skulir sjá ástæðu til að tala um lík og kalla forseta Bandaríkjanna strengjabrúðu og varaforsetann brjálæðing en hefur frá innrás Putins ekki sagt eitt einasta neikvætt orð um hann.

Vagn (IP-tala skráð) 21.4.2022 kl. 20:04

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er miklu skemmtilegra að tala illa um átrúnaðargoð vinstrimanna (Biden, FDR, Obama, Trudeau osfrv.) en kaldrifjaða harðstjóra og einræðisherra.

Geir Ágústsson, 22.4.2022 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband