Orð á móti orði

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hafnar því að úkraínska hafnarborgin Maríupol sé nánast öll undir yfirráðum rússneskra hersveita. Hann andmælir hér Pútín sem sagði eitthvað annað. Og blaðamenn skrifa gagnrýnislaust um orð á móti orði.

Er svona blaðamennska ekki úrelt? Erum við ekki með gervihnetti og dróna sem geta fylgst með mannaferðum og talið hausa? Eða er það bara hægt á sumum svæðum?

Ég treysti ekki orðum Pútíns. Hann er kaldrifjaður einræðisherra sem getur sagt hvað sem er við eigin landsmenn og sér til þess að það sé kynnt sem sannleikurinn.

Ég treysti heldur ekki Selenskí sem þrátt fyrir að standa beinn í baki sem forseti ríkis sem er verið að ráðast á er að fórna eigin fólki til að verja, já verja hvað? Stálver! Pínulítið frímerki á stóru rauðu landakorti. Af hverju? Af því að Azov-hersveitin er með bækistöð þar? Kannski að fela NATO-herforingja og efnavopnaverksmiðju á svæðinu? Hver veit. En ástæðan er ekki augljós og hún er ekki sú að passa einhverja verksmiðju og tryggja yfirráð yfir húsarústum.

Annars vona ég að Rússar sitji nú sveittir að skrifa einhvers konar yfirlýsingu um að öllum markmiðum hafi verið náð, nýnasisminn sigraður og öryggi rússneskumælandi fólks tryggt og gefi út þann 9. maí - dagurinn sem Rússar minnast sem degi sigurs á þýsku nasistunum og er mjög mikilvægur í augum rússnesks almennings. 


mbl.is Rússar hafi ekki náð Maríupol á sitt vald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir.

Now you are talking!

Húsari. (IP-tala skráð) 22.4.2022 kl. 10:47

2 identicon

"Fela nato foringja og efnavopnaverksmiðjur"

Vá hvað þú ert brenglaður.  Það telst til kraftaverks að jafn heimskur maður þú sért læs og skrifandi.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.4.2022 kl. 12:21

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Eiginlega tók Bjarni af mér orðið, það er eins og ég síðasta nátttröllið sem upplifði þig sem vitsmunaveru.

Mín ógleði er hinsvegar að ég hélt að Húsari væri annað en sjálf vitiborinnar veru.

Ég dauðskammast mín fyrir að öll þau skipti sem samhljómur var á milli okkar, var ég svona brenglaður???

En Geir, það er eitt að vera vitiborinn maður, annað að hafa vit, þó það fyrra sé forsenda þess seinna.

Ég var að horfa á nýjustu þáttaröð Blacklist í gær, skemmdi mér ekki illa, en dagskrárstjórarnir voru drengirnir sem ég ól fyrir um 17 árum síðan.

Kannski þess vegna brenglaður, en ég las í dag færslu hjá þér sem vísar í afbrigðilega hegðun þess fólks sem sætir kúgun og jafnvel ógn ofbeldismanna.

Það hvarflaði jafnvel að mér að Frú Kolka væri sú  svipa sem héldi vitibornu fólki á línu forheimsku og meðvirkni.

Svo stal Bjarni að mér glæpnum.

Eins og maður sé alltaf að missa af lestinni.

En ég man samt tíma þar sem þú varst betri en þetta.

Kveðjan er samt engu að síður, hvort sem er.

Að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2022 kl. 17:08

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Af hverju þessi áhersla á að ríghalda í stálverksmiðju á ystu nöfn fallinnar borgar?

Geir Ágústsson, 22.4.2022 kl. 17:58

5 identicon

OK, tökum umræðuna aðeins niður á siðlegra plan.  Hvers vegna í veröldinni ætti nato að vilja vera með herforingja og efnavopnaverksmiðju í Úkraínu?  Bara eitthvað til að hugsa um.  Efnavopn eru ekki framleidd við víglínuna, stjórn hers fer ekki fram við víglínuna, hugsa!!!

Bjarni (IP-tala skráð) 22.4.2022 kl. 18:25

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Geir, og þakka þér fyrir skjót viðbrögð, kannski voru sum orð mín of stór.

Eiginlega veit ég ekki af hverju menn halda í sitt síðasta vígi, í stað þess að gefast upp, held samt að hin sameiginlega saga um uppgjöf og dráp í kjölfari skýri að menn vilji frekar falla með vopn í hönd, þegar valið er dráp hvort sem er.

En þá skulum við spá í af hverju, þegar allt er orðið vonlaust, af hverju gefast menn ekki upp??

Hollendingarnir sem vörðu Antwerpen spáðu líklegast ekki í að mótþrói þeirra var sá einstaki atburður sem var vendipunktur seinna stríðsins, þó hljótt fari, þá gáfu þeir breska hernum á flótta tækifæri til að flýja til Dunkirk, þar sem þeim var seinna bjargað.  Ef ekki, þá hefðu Bretar líklegast samið frið við Þjóðverja, og sagan væri öðruvísi í dag.

Ég sá að nafni minn minntist á stálverksmiðjur í Stalíngrad, þó þannig séð sé það eina sameiginleg sé orðið verksmiðja, og stál.

En ég get alveg, sem læs maður, og eldri en sú tómhyggja og forheimska sem tröllríður allri þjóðfélagsumræðu eftir póstmódernisma aldamótanna, vitnað í umsátrið um Leníngrad, þar sem fleiri dóu í umsátrunum en lifðu af.

En trúðu mér Geir, ég hef aldrei lesið nokkuð sem skýrir það sem þú vísar í.

Það er tilraunar eitthvað, Nató eitthvað, verksmiðjur nútíma hernaðar sem þér að segja, myndu aldrei verið valinn sá staður sem stálverksmiðja í Maripol er.

Geir, það er eitt að láta ljúga í sig í kóvid, sem og að ljúga í kóvid, annað er að trúa bullinu sem framleitt er eingöngu til að afvegleiða skynsamt fólk, sem hefur þó þá forsendu að vilja trúa því sem logið er að því.  Þó mér það þvert um geð, þá hafði rafeindin mikið rétt fyrir sér þegar hún benti þér á að þú notaðir stór orð um leiðtoga vestrænna ríkja, en segðir aldrei styggðarorð um Zarinn í Russia sem taldi sig knúinn að grípa til vopna.

Þetta er svona element sem gerir menn auðtrúa.

En svo sem, þú spyrð mann sem seint er þekktur fyrir að svara stutt, þegar langt er í boði. 

Svarið er einfalt, uppgjöfin er táknræn, þar býr ekkert annað að baki.

Það skilja Rússar manna best, því þeir eru ekki heimskingjar, þeir vilja frekar fanga en píslavotta.

Gömul saga og ný Geir, að þekkja hana forðar mörgum að enda í næstu keldu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2022 kl. 18:34

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Rússar ráða yfir kannski 10% af Úkraínu og Maríupol er örlítill angi umkringdur rússneskum áhrifum. Rússar ráða líka hafinu utan við borgina. Úkraínumenn hafa yfirgefið margar tapaðar orustur, jafnvel komið tvíefldir til baka. 

Hitler bannaði sínum hermönnum að gefast upp jafnvel þótt ástandið væri tapað. Yfirvöld í Úkraínu eru að senda svipuð skilaboð.

Nema Azov-liðarnir séu bara í stuði þarna í kjöllurum verksmiðjunnar.

Og svona til að róa taugar þínar og Bjarna: Ég vísaði í síðu sem kallaði þetta með NATO-herforingja og efnavopnaverksmiðju samsæriskenningu og fjallar ítarlega um að ekkert slíkt sé byggt á staðreyndum.

En maður hefur sosem séð í kóvíd að "samsæriskenningar" hafi reynst betri en frásagnir góða fólksins.

Geir Ágústsson, 22.4.2022 kl. 20:13

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha??

Eigðu góðan dag Geir.

Hér er sól og mínir menn að fara að spila á eftir, núna klukkan hálf tólf.

Sólin bætir upp skort minn á bjartsýni og meðal annarra orða þá finnst púkinn í mér oft gaman að ert menn til að fá kjarnyrt svör, tekst stundum, stundum ekki.

Keep on going, kannski er þetta allt saman eitt stórt samsæri, en að því komust við aldrei ef enginn tekur slaginn með því að spyrja spurninga.

Og taka ekki öllu sem gefnu.

Sólarkveðja með smá kvíðahnút í maga að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2022 kl. 11:17

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er spaugilegt að einstaklingar hér norður í ballarhafi fái hreinlega hland fyrir hjartað, þegar Geir veltir einungis hæversklega vöngum yfir trúverðugleika þess fréttaflutnings sem á borð okkar er borinn.

Gæti þessi móðursýkislega hegðun ekki vakið áhugaverðar spurningar?

Jónatan Karlsson, 23.4.2022 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband