Af hverju þessi mikli áhugi á Maríupol?

Okkur hafa borist stanslausar fréttir af átökum í úkraínsku borginni Maríupol en lítið sagt frá því af hverju Rússar eru svona ákafir í að taka þá tilteknu borg. 

Sem betur fer eru ekki allir fjölmiðlar uppteknari af fyrirsögnunum en innihaldinu og forvitnir geta meðal annars lesið fréttaskýringu TV2 í Danmörku til að vita aðeins meira um mikilvægi Maríupol. Þar eru tilgreindar þrjár meginástæður fyrir ákafa Rússa að taka borgina:

Landleið til Krím-skaga

Þetta er sennilega augljósasta ástæðan. Með því að taka Maríupol komast Rússar landleið til Krím-skaga meðfram strönd Svartahafsins. Í dag er bara mögulegt fyrir þá að komast með brú, að sögn TV2. Mögulega rosalega mikilvægt, mögulega ekki.

Mórall og áróður

Með orðum TV2:

Mariupol er hjemsted for den meget omtalte ukrainske Azov-bataljon, der blandt andet består af højreekstremister og nynazister. Og selvom det er en af de mindre kampgrupper i Ukraine, vil det blive set som en stor sejr for Ruslands præsident, Vladimir Putin, at overtage netop denne by ...

Lausleg þýðing:

Maríupol er bækistöð hinar umdeildu úkraínsku Azov-herdeildar sem meðal annars er mönnuð öfgahægrimönnum og nýnasistum. Og þótt þetta sé einn af minni herflokkum Úkraínu þá mun það teljast vera stór sigur fyrir forseta Rússlands, Vladimir Putin, að taka nákvæmlega þessa borg ...

Rosalega hlýtur þessi herdeild að vera lítil úr því henni tekst að halda í skefjum rússneska landhernum, en það er önnur saga.

Hernaðartaktík í Donbass

Með því að taka Maríupol geta Rússar mögulega styrkt stöðu sína í baráttunni um Donbass.

Ég ræddi við stórneytenda íslenskra frétta um daginn sem kom alveg af fjöllum þegar ég nefndi tvennt af þrennu hér að ofan. Skiljanlega. Íslenskir fjölmiðlar segja bara að Rússar séu að reyna taka Maríupol og nánast leggja borgina í eyði til að takast það. En ekki af hverju. En sem betur fer er fjölmiðlaflóran stærri en Stöð 2 og RÚV. Maður þarf bara að leggja í önnur tungumál.


mbl.is Úkraínumenn hætti „heimskulegri mótspyrnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þetta hefur margsinnis komið fram í íslenskum fréttamiðlum, meðal annars mbl.is.  Hvað Azov sveitina varðar, hefur líka komið fram bæði á Íslandi og erlendis að þó þessi sveit hafi upprunalega verið skipuð öfga hægrimönnum og nýnasistum, þá hafi það breyst töluvert, enda segir í frétt TV2, "blandt andet"  Þeir hafa boðið fram til þings og fengu ef ég man rétt 2,5% atkvæða og komust ekki inn í síðustu kosningum.  

Arnór Baldvinsson, 19.4.2022 kl. 11:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnór,

Það er gott að heyra að Azov sé ekki afskrifað sem einhver hugarburður Pútíns. Um daginn las ég frétt þar sem blaðamaður talaði um "þvælu" þegar nýnasistar eru nefndir sem eitthvað sem skiptir máli í úkraínsku samfélagi. Kjarninn er meira að segja svo gjafmildur að telja Azov-sveitirnar telja "nokkur þúsund manns".

Samtökin sem þú ert sennilega að vísa til eru Svoboda sem fengu 2,15$ í kosningum 2019 en yfir 10% í þeim árið 2010. Annars virðast úkraínskir nýnasistar vera jafnsundraðir og íslenskir vinstrimenn. 

En þótt tilvist nýnasistahreyfinga í Úkraínu réttlæti ekki nokkurn skapaðan hlut þá veitir umfjöllun um þær samhengi, og þöggunartilburðir fjarlægja samhengi.

Geir Ágústsson, 19.4.2022 kl. 12:45

4 identicon

Sæll Geir,

Fjölmiðlar eru á því að við eigum að styðja stjórnvöld í Úkraínu, sama hvað. Við megum alls EKKI spyrja um þetta stríð er stjórnvöld í Úkraínu hófu gegn Donbas (Doneskt og Luhansk) 2014, nú og hefur staðið yfir sl. 8 ár og kostað hefur yfir 14.000 manns lífið.
Það má alls EKKI tala um þessa Neo- Nazista Azov í Úkraínu, svo og má alls EKKI tala um og/eða minnast á öll þau stórhættulegu líffræðileg vopn (biological weapons) er varnamálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur á undanförum árum komið fyrir á 30 stöðum þarna í Úkraínu.
Menn eru á því að Putin karlinn sé Hitler, nú og um leið þá var Zelensky karlinn gerður að hetju, og þessum líka góða og elskulega manni.
Í allri þessari Rússafóbíu og Rússahatri, þá eiga menn að styðja áfram og endalaust stjórnvöld í Úkraínu gegn öll þessu rússnesku ættuðu fólki þarna í Donbas, nú og hefur staðið yfir sl. 8 ár, (sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa reyndar verið að vopna og fjármagna). Menn eru á því að við eigum að styðja áfram Úkraínu, nú og ef menn eru móti þessu proxy- stríði og/eða vilja EKKI styðja Úkraínu, þá fá menn EKKI heldur að vera í friði. 
KV.
         

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2022 kl. 00:28

5 identicon

Sú ánægjulega staðreynd að Þorsteinn Sch er enn á meðal vor er sònnun þess að botnlaus heimska er ekki eins bráðdrepandi og af er látið.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.4.2022 kl. 04:58

6 identicon

Sæll Bjarni,

Hvernig er það eigum við EKKI að vopna og styðja Úkraínu svona áfram, svo og styðja allt þetta Neo -Nazista Azov- lið (Azov Battalion) í því að nota svona óbreytaborgara sem mannlega skildi í Mariupol (ISIS style), eða má fólk nokkuð gagnrýna þetta proxy stríð í Úkraínu, þú? Fjölmiðlar rétt eins og aðrir, er öllum orðið það nokkuð ljóst, af hverju þetta iðnaðarsvæði Azovasal hefur ekki ennþá allt verið sprengt algjörlega upp í tætlur. Það er hins vegar alveg greinilegt að þú hefur eitthvað mikið á móti fólki sem er svona Anti Proxy wars, ekki satt? 
KV. 




Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2022 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband