Blaðamaður og þvæla

Sumir blaðamenn eru með þá einkennilegu vinnureglu að telja allt sem ákveðnir aðilar segja vera lygar og áróður. Þessir aðilar gætu ekki lesið veðurspánna án þess að vera ásakaðir um lygar og þvælu. Þeir gætu ekki sagt þér hvað klukkan er. Nei, allt sem þeir segja er bull og rugl. Og gleymist þá að jafnvel biluð klukka er rétt tvisvar á sólarhring.

Svona var Donald Trump meðhöndlaður. Ef hann mælti með lyfi, varaði við fíkn Evrópu í rússneska orku, gagnrýndi framtaksleysi Evrópubúa í varnarmálum eða ræddi uppruna veiru þá var allt þetta kallað bull. Daginn eftir að hann lét af embætti forseta mátti ræða allt þetta aftur. 

Svona er Pútín meðhöndlaður. Hann talar um hreyfingar nýnasista í Úkraínu. Og þá segir lélegur blaðamaður:

Ríkismiðlar Rússlands fæða í millitíðinni almenning af þvælu um nasista í Úkraínu ...

Þvæla um nasista í Úkraínu. Gott og vel. Kannski blaðamaður The Times, sem skrifaði langa grein um nýnasista í Úkraínu í janúar í ár, megi búast við skeyti frá íslenskum blaðamanni sem ásakar hann um að bera á borð þvælu, eða hvað?

Tilvitnun:

By rights Dmytro Kotsyubaylo, nom de guerre Da Vinci, should be basking in glory. Last month the 26-year-old captain became the first living recipient serving in the ultra-nationalist Right Sector volunteer battalion to be awarded the title Hero of Ukraine by the country’s president.

Photographs of him shaking hands with President Zelensky at the ceremony in the Ukrainian parliament, where he was also decorated with the Order of the Golden Star for courage on the battlefield, marked not just a moment of personal glory for him but a political rehabilitation for a unit mired in controversy since its formation.

Þvæla? Og athugið orðalagið "first living recipient", því hreinræktaðir nasistar hafa áður fengið viðurkenningu forseta (post mortem). 

Hvað segir The Guardian?

The Azov have been partially brought into the military and officially function as a special police unit. There are discussions that Azov and other battalions could be integrated into the army or special forces when the conflict is over. 

Some of them, however, are hoping Ukraine will look very different in the not-so-distant future. And while they may be a tiny minority when it comes to Ukraine as a whole, they have a lot of weapons.

President Petro Poroshenko will be killed in a matter of months, Dmitry said, and a dictator will come to power.

"What are the police going to do? They could not do anything against the peaceful protesters on Maidan; they are hardly going to withstand armed fighting units."

Þvæla?

Hvað segir BBC?

Ukraine's ultra-nationalist party, Svoboda, was a shock winner in October's parliamentary election, capturing 10% of the vote and entering the legislature for the first time.  ... But while the party's radical past can be papered over, it cannot be erased. Its name until 2004 was the "Social-National Party" and it maintains informal links to another group, the Patriots of Ukraine, regarded by some as proto-fascist.

Þvæla?

Hvað segir Deutsche Welle?

Mariupol is also where the Azov Battalion, which is part of the Ukrainian National Guard and thus subordinate to the Interior Ministry, has set up its headquarters. Its fighters are well trained, but the unit is composed of nationalists and far-right radicals. Its very existence is one of the pretexts Russia has used for its war against Ukraine. ... The Ukrainian government decided to incorporate the ultra-nationalists into state structures in 2014. ... In 2019, there was an attempt by US Congress to designate the regiment as a "terrorist organization" but this did not happen. 

Þvæla?

Það má vel vera að Pútín ýki vinsældir, umsvif, drápsgleði, pólitísk og samfélagsleg áhrif, getu, styrk og fjölda úkraínskra nýnasista. Það getur vel verið að þetta sé tiltölulega lítill hópur með takmörkuð áhrif og fáar heiðursorður forseta. En að kalla tilvist þeirra þvælu er þvæla. Að láta eins og þeir séu allir orðnir að kórdrengjum og eigi ekki að baki blóði drifna sögu ofbeldis, pólitískra afskipta og á köflum þokkalegs atkvæðavægis er einfaldlega sögufölsun og dregur úr veikluðum trúverðugleika fjölmiðla sem telja sig vera að segja sannleikann.

Blaðamenn! Það má alveg segja frá hlutum eins og þeir eru, eða voru. Með því er ekki verið að lýsa yfir stuðningi við Pútín, og raunar tel ég að sannleikurinn sé betri og muni gagnast betur en blekkingar í baráttunni fyrir friði og gegn stríði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þessi "frétt" á visi.is í gær:

https://www.visir.is/g/20222245432d/-mun-aldrei-nast-fridur-eda-vopnahle-ef-vid-erum-bara-i-einhverjum-kor-

er gott dæmi um það sem þú ert að segja Geir. Ólafur Ragnar deilir færslu sem sýnir hina hliðina og er ásakaður um að styðja Rússa. Blaðamaður tekur viðtal við Ólaf en getur samt ekki setið á sér og setur inn allskonar aukaefni sem Ólafur talar ekkert um. Hreint ótrúleg þvæla af blaðamanni.

Rúnar Már Bragason, 7.4.2022 kl. 10:10

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Enda höfum við ekki lengur blaðamenn.

En við höfum nóg af "BLAÐURSMÖNNUM".

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.4.2022 kl. 12:38

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má alveg velta því fyrir sér hvaða nota- og upplýsingagildi er í fréttum blaðamanna sem geta ekki einu sinni fundið nokkrar greinar á netinu til að skilja hvað hinir og þessir eiga við með orðum sínum, og jafnvel í tilvikum þar sem er verið að snúa út úr, ýkja og krydda.

Geir Ágústsson, 7.4.2022 kl. 12:39

4 identicon

Íslenskir fjölmiðlamenn eru einæðingar.

Þeir hugsa ekki, þeir eru nashyrningar.

Tryllt hjörð, án hugsunar, lepja hver upp eftir öðrum.  Þá sjaldan þeir stoppa, er það einungis til að kíkja á eigin tíst og statusa í bergmálshelli þeirra.  Svo heldur hin tryllta hjörð nashyrninganna áfram, skalla veggi hellisins og tryllast enn meira við allan þann skarkala frá þeim sjálfum.  Aumkvunarverð sýn.

Íslenskir fjölmiðlamenn eru fallistar, sem fyrr.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 13:42

5 identicon

Bæþevei, góður og þarfur pistill.  Takk.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 13:48

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Stephan Banderas var svo mikill nasisti að þeir sem fundu upp nasismann köstuðu honum í fangelsi.

Theódór Norðkvist, 7.4.2022 kl. 14:51

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta var reyndar rangt hjá mér, þeir lokuðu hann inni í Sachsenhausen útrýmingarbúðunum.

https://en.wikipedia.org/wiki/Stepan_Bandera#World_War_II

Nasistaforingjar Hitlers voru greinilega lélegir mannþekkjarar, þekktu ekki sína tryggustu bandamenn.

Theódór Norðkvist, 7.4.2022 kl. 15:02

8 identicon

@Theódór

þeir sem fundu upp nasismann

Mig grunar að hér nálgistu kjarna málsins.

Spurningin er þá:  Hverjir voru þeir?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 16:34

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Mér sýnist hann hafa verið handtekinn fyrir að vilja sjálfstæða Úkraínu (í bandalagi við Þýskaland), sem hefði þá sennilega verið stílbrot fyrir nasistana. Og þeir slepptu honum í von um að hann gæti nýst þeim. Þú gleymdir að nefna það:

Bandera cultivated German military circles favorable to Ukrainian independence, and organized OUN expeditionary groups. When Nazi Germany invaded the Soviet Union, he prepared the 30 June 1941 Proclamation of Ukrainian statehood in Lviv, pledging to work with Nazi Germany.[5][6] For his refusal to rescind the decree, Bandera was arrested by the Gestapo, which put him under house arrest on 5 July 1941,[7] and later between 1942 and 1943[8] sent him to the Sachsenhausen concentration camp.[9] In 1944, with Germany rapidly losing ground in the war in the face of the advancing Allied armies, Bandera was released in the hope that he would be instrumental in deterring the advancing Soviet forces.

Geir Ágústsson, 7.4.2022 kl. 16:38

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Símon Pétur, hvað áttu við? Er það ekki ljóst að Hitler og félagar hans fundu upp nasismann?

Geir, ég gleymdi því ekkert, taldi það bara ekki skipta öllu máli. Aðalatriðið er að það er bara einn maður sem er að framkvæma stefnu Hitlers í 40 milljón manna landi og hann heitir Pútín.

Meðan það gengur á, finnst mér afskaplega tilgangslítið að velta sér upp úr einhverju sem gerðist fyrir 80 árum. Það sem skiptir máli er hvað er að gerast núna.

Theódór Norðkvist, 7.4.2022 kl. 17:54

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Minni líka á að Franklin Delana Roosevelt var í samstarfi við Sovétríki Stalíns, sem frömdu ekki minni glæpi gegn mannkyni en Þýskaland Hitlers og miklu nánara samstarfi en Bandera við Þýskaland Hitlers. Engum hefur dottið í hug að segja að Roosevelt sé samsekur um glæpi Stalíns.

Theódór Norðkvist, 7.4.2022 kl. 17:57

12 identicon

Azov málaliðarnir eru u.þ.b. 900 manns.  Snillingurinn Geir telur þetta sönnun þess að nasismi tröllríði ukrÍnska hernum sem telur u.þ.b 250.000 manns,

Ekki er vitið mikið á þessum bænum.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 18:21

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Hérna eru menn að gera það sem heitir "missing the point".

Ég er einfaldlega að benda á afneitun blaðamanns, ekki að tala fyrir málstað Pútíns eða ýkja mikilvægi Azov, Right Sector, Svoboda og annarra samtaka nýnasista í Úkraínu, pólitískra eða hernaðarlega sinnaða eða bæði.

Ef blaðamaður segir, "Það eru svo fá hreindýr á Íslandi að það er þvæla að segja að það séu hreindýr á Íslandi", þá myndu meira að segja þið ágætu herramenn staldra við. 

Geir Ágústsson, 7.4.2022 kl. 20:41

14 identicon

@Theódór

Nei, það virðist vera, en oft liggur annað að baki en því sem virðist vera augljóst.

Hvernig má það t.d. vera að Þýskaland sem var í algjörri efnahagslegri rúst í lok fyrri heimstyrjaldarinnar 1918 skyldi vera orðið öflugasta hernaðarveldið aðeins 21 ári síðar?

Hverjir kostuðu þá ógurlegu uppbyggingu?  Skyldi það geta verið að það séu þeir sömu og skuldsetja allar stríðandi fylkingar.  Deila og drottna og græða á bæði þeim sem sigra og tapa, sama hvaða nafni klafi kálsins og kenninganna er?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 22:10

15 identicon

Sæll Geir,

Þetta "False Flag" hefur ekki alveg virkað hjá Úkraínumönnum. Það hefur ekki alveg gengið eftir að kenna Rússum beint um morðin í Bucha, þar sem að mörg af þessum líkum voru allt af því 3 til 4 daga gömul (Alleged Russian army massacre in Bucha a fake news story).
En Úkraínumenn og stuðnings-liðið þeirra verða núna að reyna finna eitthvað annað til að reyna svona að stöðva algjörlega allar aðrar erlendar fréttir. Það er auk þess orðið mjög mikilvægt fyrir NATO að stöðva allar fréttir varðandi útgáfustarfsemi er stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa svo dreift til alla neo-Nasista- Azov í austurhluta Úkraínu.
KV.

NATO planned to send troops to Ukraine in summer 2022 claims former Ukrainian Prime Minister


NATO Planned to Launch a War Against Russia: Azarov


Former Ukrainian Prime Minister: Russia prevented NATO from starting the third world war

May be an image of 1 person and text that says 'I'M NOT STANDING WITH UKRAINE THEY ARE DEFENDING THE NWO I'VE BEEN RIGHT ABOUT EVERYTHING THE LAST 2YRS AND YOU HAVE BEEN WRONG. PERHAPS YOU NEED TO REALIZE YOU'RE BRAINWASHED AND NEED TO UNLEARN A FEW THINGS ABOUT THE WORLD'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 22:51

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Símon Pétur, ég reyni að hafa ekki áhyggjur af því sem Davos, Klaus Schwab, Bill Gates og hvað þeir heita allir þessir karlar eru að bralla á bak við tjöldin. Ég reyni bara að halda með réttlætinu og hafa áhrif á það sem ég get haft áhrif á.

Auk þess efast ég um að þeir félagar myndu hlusta á mig, ef ég myndi hringja í þá og leggja þeim línurnar.

Til gamans má geta þess að einhverja nóttina dreymdi mig að ég væri að ferðast með Bill Gates inni í Ísafjarðardjúpi. Ég var í vandræðum, því við vorum orðnir svangir og það var alls staðar lokað, þar sem hægt var að kaupa eitthvað að borða.

Ég fann einhverja bændagistingu og spurði ráðskonuna þar hvort það væri hægt að fá eitthvað að borða. Síðan spurði ég Bill Gates hvað hann vildi fá í matinn.

Ég hef sem sagt ekkert samband haft við Bill Gates, fyrir utan þessa einu nótt í draumi. embarassedÉg hef verið í vefforritunarnámi og nánast allur hugbúnaður sem við notum kemur frá gamla fyrirtækinu hans Microsoft. Ég segi því stundum um Bill og Microsoft - If you can't beat them, join them.cool

Theódór Norðkvist, 7.4.2022 kl. 22:56

17 identicon

@Theódór

Skil þig vel og gangi þér vel 😎

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 23:07

18 identicon

@Theódór

Skil þig vel og gangi þér vel.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 23:08

19 identicon

Æi, það gleymdist óvart að minnast á bókina er stjórnvöld í Bandaríkjunum  (National Endowment for Democracy) gáfu svona sérstaklega út handa  öllum þessum Neo -Nasistum í Úkraínu (U.S FUNDING UKRAINE NEO-NAZI FORCES, sjá á tímalínu 3.13). 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 23:34

20 identicon

@Theódór

Reyndar veit ég ekki til að þeir sem þú nefnir hafi kostað nasista Þýskalands á sínum tíma; ég hafði allt aðra í huga; þá sem mætti kalla yfirauðdrottnana sem svifið hafa yfir vígvellina sem hrægammar um árhundruðir og eru þar enn á sveimi, í yfirþjóðlegri bankalána, braski og innheimtustarfsemi.  Þá sem eru hinir huldu eigendur seðlabanka heimsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 23:52

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú Símon Pétur, eru það ekki Rotschildarnir og Rockefellerarnir?

Annars fyrir þá sem eru að leita að nasisma, lesið þessa grein frá Þorsteini Siglaugssyni, sem þveröfugt við nafna sinn Sch. og blaðafulltrúa Pútíns, mælir af viti um málið.

Lesið líka greinina sem hann vitnar til sem síðan leiðir til greinar sem var birt á málgagni húsbónda Þorsteins Sch., RIA hinni rússnesku ríkisreknu fréttaveitu.

Ég fullyrði að þar er lína Pútíns rekin, greinin hefði aldrei verið birt, væri hún í andstöðu við stefnu Pútíns. Þar er kallað eftir því að Úkraína sem ríki verði þurrkuð út og fólkið heilaþvegið að hætti Stalíns, Hitlers og kommúnistanna í Kína.

Ef að þetta er ekki nasismi sem höfundur síðastnefndu greinarinnar er að kalla eftir af hálfu rússneska hersins, þá veit ég ekki hvað nasismi er. Að minnsta kosti getur Geir vinur minn hætt að leita að nasistum, leitin hefur borið árangur.cool Nasisminn á lögheimili númer eitt, tvö og þrjú í Kreml.

Merkilegt hvað þessi áróður er líkur málflutning sumra sem hafa verið að gæla við stuðning við Pútín. Tek fram að ég á ekki við Geir hér, hann er bara að kalla eftir að öll sjónarmið verði birt og það er ekkert óeðlileg krafa. Taki þeir til sín sem eiga.

Grein Þorsteins Siglaugssonar (Wordpress)

Greinin af RIA - ensk þýðing

Theódór Norðkvist, 8.4.2022 kl. 10:17

22 identicon

Theódór Norðkvist,

Þú ert eitthvað svo mikill Zíonisti, nú og afneitar á öllu frá mér, að ég held að það sé alls ekki hægt að benda þér á eitthvað nýtt, þannig er það bara með allt sem snýr að þér. Þú átt það reyndar sameiginlegt með öllum þessum líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðlum hér, að afneita öllum neo- Nazisma í Úkraínu er þessir fjölmiðlar höfðu áður sagt frá og/eða gefið út á prenti þeas. fyrir febrúar 2022, eða allt fyrir þennan líka nýja pró- Úkraínuáróður, þú?      

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.4.2022 kl. 11:30

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eins og ég sagði Merkilegt hvað þessi áróður er líkur málflutning sumra sem hafa verið að gæla við stuðning við Pútín...Taki þeir til sín sem eiga.

Þakka þér fyrir að staðfesta réttmæti þessara orða og fyrir að taka til þín þessa lýsingu og kannast við að þarna er átt við þig.

Theódór Norðkvist, 8.4.2022 kl. 13:08

24 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Theódór,

Það var einhver maður sem skrifaði það hér á blogginu, man ekki hver, að nazisti væri sá einn sem hagaði sér þannig, ekki sá sem hefði slíkar skoðanir. Það myndi þá útiloka Íslendinga en ekki azov sveitirnar úkraínsku. Það er ein skilgreining. 

En eins og grein Þorsteins Siglaugssonar fjallar um þýðir ekki að stunda nornaveiðar eða mannhatur að þeir eigi ekki lífsrétt sem aðhyllast nazisma, þjóðerniskennd, rasisma, fasisma, gyðingdóm eða annað. Þetta er greinilega víð og breið flóra sem hægt er að kalla sama nafni.

Ef þú vilt útrýma öllum sem kannski eru nazistar ertu kominn með sama málflutning og Pútín, sem réttlætir innrásina með að þarna séu nazistar og dópistar. Þá ertu ekkert skárri en Pútín.

Auk þess, Vesturlönd standa með Úkraínu og gagnrýna ekki þessar azov-hersveitir. Eru þá Vesturlönd að stunda nazisma?

Ég viðurkenni að andstaða Pútíns gegn kvenréttindum og stuðningur hans við þjóðernisflokka í Evrópu hefur hrifið mig, ekki kommúnísk arfleifð hans og Rússlands.

En nú eru mjög fáir sem standa með Pútín, eða réttlæta þessi voðaverk.

En nazisminn í Úkraínu hefur verið kannski eina ástæðan fyrir því að Rússar hafa ekki sigrað þá enn. Þjóðerniskennd og nazisma fylgir þessi baráttuvilji sem er einkenni Úkraínumanna, ekki Íslendinga.

Íslendingar myndu allir flýja ef Rússar réðust á okkur, hér er varla einn vopnfær og kjarkaður maður með þjóðerniskennd.

Ingólfur Sigurðsson, 8.4.2022 kl. 15:09

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það var ég sem sagði að nasisti væri sá sem hegðaði sér eins nasisti. Það á að dæma menn eftir hegðun þeirra, ekki fötunum sem þeir eru í eða húsgögnunum í kringum þá. Belja breytist ekki í sebrahest við að mála svartar og hvítar rendur á hana.

Skoðanir hafa vitanlega áhrif á hegðun og leiða til ofbeldisfullrar hegðunar, ef þær eru mannfjandsamlegar og ofbeldisfullar. Þess vegna á að berjast gegn skoðunum líka, ekki með ofbeldi heldur í málflutning.

Þú segist viðurkenna að andstaða Pútíns gegn kvenréttindum hafi hrifið þig. Ég ætla að vona að ég sé að misskilja þig, því þessi orð þín vöktu óhug hjá mér. Áttirðu við ósanngjörn sérréttindi kvenna, frekar en almenn mannréttindi þeirra?

Hvar sagðist ég vilja útrýma öllum sem hugsanlega aðhyllast nasisma? Þvert á móti er það skoðun mín, hafi það ekki komið nógu skýrt fram, að það er einmitt skoðanafrelsi (nema í Rússlandi og leppríkjum þess) og þannig á það að vera. Það ber samt að berjast gegn þeim í riti, annars skjóta þær rótum eins og gerðist í Rússlandi eftir hrun þess númer tvö.

Sagt er að almennt eigi flestir erfitt með að læra af sögunni, en Rússar hljóta að  vera mestu tossar í heiminum í þeim (tossa)bekk. Rússnesk kúgunarveldi hafa hrunið tvisvar og þeir eru ekki ennþá búnir að ná boðskapnum sem mannkynssagan er að reyna að berja inn í hausinn á þeim.

Theódór Norðkvist, 8.4.2022 kl. 15:51

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir minn.

Okkur hefur oft greint á, eðli okkar mismunandi sjónarmiða hef ég talið styrk umræðunnar, og margoft hef ég ítrekað þann einfalda frasa, keep going on.

Ég hef lítt lesið blogg undanfarið, en átti leið framhjá áðan, og veistu Geir, mér brá.

Ég veit fyrir víst að þú ert ekki um eða rétt yfir tvítugt, en sá aldur gæti hugsanlega útskýrt meinta fáfræði fólks sem hefur hvorki glæra glóru, eða nokkra þá þekkingu að vita um þróun stjórnmála í fyrrum ríkjum Varsjárbandalagsins.  Að sökum æsku viti viðkomandi ekki um uppgang þjóðernishópa, stjórnmálahreyfinga, sem eiga allavega eitt sammerkt, að stjórnmálaskýrendur í bómulli vestrænna blaðamennsku þar sem það er víst orðinn glæpur að tala um húðlit, kenna við nýnasisma, og þá þarf ekki endilega búa að baki meint gyðingahatur, heldur áhersla á þjóðerni, þjóðríki, fyrri dýrð, og svo framvegis. 

Við þekkjum þessi dæmi frá Serbíu, frá Ungverjalandi, frá Úkraínu, og þar sem er alvarlegasta vanþekking þín Geir, frá Rússlandi.

En við svo sem getum alveg tekið svipuð dæmi frá Svíþjóð, Austurríki, já og Miðflokkinn hér á Íslandi svo dæmi séu tekinn.

Svona stjórnmálaskýringar gera flokka ekki að nýnasistum, nasistum eða eitthvað annað, svo dæmi sé tekið þá varð Miðflokkurinn ekki að þjóðernispúpulistaflokki þó Sigmundur Davíð hafi leitt andstöðu þjóðarinnar gegn fjárkúgun breta studda glóbal hrægömmum.

En svo við víkjum að Austur Evrópu þá gera þjóðernisöfgar og útlendingaandúð fólk ekki sjálfkrafa að nasistum, og þó það séu til einfeldningar eins og þú virðist vera Geir samkvæmt þessari færslu, þá ráðast ráðamenn einstakra landa í Austur Evrópu ekki á önnur lönd með þeim rökum að þeir vilji slá á meinta nýnasista í viðkomandi landi, taki þeir þessa meinta þjóðernisöfga inná sig, þá er augljóst mál, og þú hefur vitsmuni til að skilja það Geir, að þeir taka fyrst á þessum öfgum innanlands.

Svo dæmi sé tekið úr nýliðnum atburðum, þá myndi Pútín ekki harma dauða þarlends nýnasista, heldur þiggja dauða hans sem tákn um uppgjör við þarlenda þjóðernisöfgamenn og meinta nýnasista.

Geir!!, hvað er eiginlega að þér??

Hví réttlætir þú morð, nauðganir, eyðingu borga, misþyrmingu á fólki, fattar þú ekki að baki alls þessa er einstaklingurinn, sem er skotspónn hins miðstýra árásarafls?

Að öllum mönnum, ert þú skynsami, vel greindi frjálshyggjumaðurinn, að spila þig viðrini líkt og margir sem kóa með viðbjóðnum í athugasemdarkerfi þínu, og þá er ég ekki að vísa í fyrirbrigði hann Steina vin minn.

Þín vegna vona ég að þú komir fljótlega í heimsókn hingað á Mörlandið, og hittir afa þinn.

Hann mun ekki skamma þig, en þú munt skynja frá útgeislun hans að sumt gerir maður ekki.

Þessi pistill er eitt af því.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2022 kl. 17:32

27 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Þú þarft því miður að beina orðum þínum að blaðamönnum BBC, Guardian, DW og Times, sem ég einfaldlega vitna í.

Geir Ágústsson, 8.4.2022 kl. 19:02

28 identicon

Theódór Norðkvist,

"Það var ég sem sagði að nasisti væri sá sem hegðaði sér eins nasisti."

Nú og þegar þeir í Úkraínu skilgreina sig sjálfir sem Nasistar, þá reyna þið með ykkar líka nýja Pró -Úkraínu- og NATO- áróður að segja annað, svona til þess eins þá að reyna styrkja sig svona upp við þessi yfirvöld þarna í Úkraínu, þú?

KV.





Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.4.2022 kl. 21:08

29 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn, hættu að bulla. Ég hef margoft sagt að uppgangur nýnasisma í hvaða formi sem er og hvar sem er, er slæmur. Það má vel vera að einhverjir úkraínunnýnasistar hafi skotið eða pyntað hermenn rússneska innrásarliðsins hugsanlega almenna borgara, en jafnvel þó eitthvað sé hæft í því, hafa hryðjuverkasveitir Pútíns gert slíkt hið sama tífalt, ef ekki hundraðfalt.

Theódór Norðkvist, 8.4.2022 kl. 22:15

30 identicon

Theódór Norðkvist,

"...hafa hryðjuverkasveitir Pútíns gert slíkt hið sama tífalt, ef ekki hundraðfalt."

Þetta bull þitt fyrir allan þennan NATO stuðning, er mjög sérstakt, nú og það án þess að hafa einhverjar sannanir fyrir því sem þú ert að fullyrða. Nú og kannski ertu eitthvað ó-ánægður með að Rússar komu svona í veg fyrir þetta sem að NATO stefndi að framkvæma í Úkraínu? 
KV.

NATO planned to send troops to Ukraine in summer 2022 claims former Ukrainian Prime Minister


NATO Planned to Launch a War Against Russia: Azarov


Former Ukrainian Prime Minister: Russia prevented NATO from starting the third world war

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.4.2022 kl. 22:42

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Geir, þess þarf ég ekki, þessar fréttir sem þú vitnar í, og virðast vera þér einhver ný uppgötvun, eru "but" röksemdir.  Sbr. auðvita er ég á móti ofbeldi og auðvita átti Jón vinur menn ekki að lemja konu sína í klessu svo hún þurfti uppá slysadeild, EN hún hefði getað sleppt því að blikka auganu þegar hann skammaði hana fyrir að brotin á servíettunni hefðu ekki verið skv. Youtube myndbandinu sem hann fann og sýndi henni.

Í samhengi alvarlegra atburða eru "but" röksemdir það sem kallað eru bætiflákar á okkar ástkæra ylhýra, á einhvern hátt er reynt að draga úr alvarleik atburða með því að draga fram skýringar, sem vissulega geta skýrt margt og mikið en bara gilda ekki gagnvart alvarleikanum.

Að króa Rússa útí horni líkt og rottu með útþenslu Nató að landamærum þeirra, skýrir líklegast þá sjálfstýringu sem átök Rússa og vestrænna ríkja er komin í, vilji menn finna lausn eða koma í veg fyrir átök í framtíðinni, þá ættu menn að íhuga sína ábyrgð á átökunum.

Í því felst ekki uppgjöf, í því felst styrkur.

En þegar komið er út í stríð með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja (líka fyrir hina ungu rússnesku hermenn sem steiktir eru lifandi í bryndrekum sínum) þá notar siðaður maður ekki bætifláka, svo einfalt er það. 

Eitthvað sem afar okkar og ömmur vita af langri reynslu og kennslu lífsins.

Og þar sem ég sé að þú ert enn í sömu knérum í réttlætingarpistli þínum, bendir þó til þess að eitthvað skammist þú þín fyrir augljósan skort á samkennd með þjáningum saklausra, að lestu þá fréttina á Mbl.is um Pútín og nasismann.

Og trúðu mér, meintur nasismi serbneskra þjóðernissinna réttlæti ekki loftárásirnar á Belgrad, og þó meintur nasismi væri áberandi hjá ungverskum fótboltabullum þá var það lokað á heimleiki þarlendra í fótbolta vegna ofbeldis og óláta, og engum datt í hug að panta lofárás á Budapest vegna hakakrossins sem margar bullur höfðu látið tattóvera á líkama sinn.

Og þó sænski rétttrúnaðurinn og yfirdrepskapurinn fari í taugarnar á mér, þá er uppgangur Svíþjóðardemókrata með öllum sínum nýnasistatengslum, ekki réttlæting þess að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stríði á hendur Svíum, og biðji Nató að sprengja Uppsali og Lund í loft upp.

Það er sagt Geir að það greini okkur mennina frá dýrunum að við höfum hæfileikann til að finna til samkenndar með öðru fólki.  En það er ekki rétt sem eigendur dýra vita, dýr finna til samkenndar og tjá hana.

Ég held hins vegar að þau viti ekki hvað bætifláki er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.4.2022 kl. 13:53

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ætlaði einmitt að vitna í greinina um Pútín og nasismann, ágætt að Ómar varð fyrri til. Læt hér fylgja með tengil á greinina, sem allir ættu að lesa því hún kveður niður í eitt skipti fyrir öll þá bábilju að fjölmiðlar á Vesturlöndum séu að reyna að þagga niður tilvist nýnasisma í Úkraínu.

Pútín og nasisminn (af mbl.is)

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi afla í þessum stíl. Menn verða samt að skilja að Úkraína er að berjast fyrir lífi sínu gegn næst stærsta her í heimi sem hefur yfir að ráða kjarnorkuvopnum (þar á meðal kjarnorkuvopnum sem Úkraína gaf þeim gegn því að Rússland myndi virða fullveldi þeirra og landamæri, sem þeir hafa nú augljóslega svikið).

Meðan svo er málum háttað er þá gilda sömu lögmál og í sjómennsku hjá okkur á Íslandi. Það þarf allar hendur upp á dekk. Þegar bjarga þarf dýrmætum afla, þá er ekki spurt hvort Jón Haraldsson háseti hafi barið konuna sína í síðustu landlegu, svo vitnað sé í samlíkingu Ómars. Hvað þá þegar bjarga þarf milljónum mannslífa.

Theódór Norðkvist, 10.4.2022 kl. 15:19

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Theódór.

Vil aðeins benda á að þetta dæmi mitt var um "BUT" röksemd og þegar ég las hana yfir þá sá ég að ég pikkaði ekki inn ákveðið lykilatriði sem ég vil nota tækifæri núna.  Það vantaði auðvita orðið ögra og But dæmið átti að vera svona;

" .. ég er á móti ofbeldi og auðvita átti Jón vinur menn ekki að lemja konu sína í klessu svo hún þurfti uppá slysadeild, EN hún hefði getað sleppt því að ögra honum með því að blikka auganu þegar hann skammaði hana fyrir að brotin á servíettunni hefðu ekki verið skv. Youtube myndbandinu sem hann fann og sýndi henni.".

Síðan vil ég benda á að það er hæpið að tala um Austurevrópska þjóðernisöfgamenn sem nýnasista, þeir slá vissulega um sig með táknum en rætur þeirra liggja í sterkri þjóðerniskennd sem brýst út á öfgafullan hátt.  Norðar í Evrópu er hins vegar óhætt að tala um nýnasista.

En algjört aukaatriði, er búinn að koma sjónarmiðum á framfæri, og ég hygg að sorgin í hjarta mínu yfir bætiflákum mæts fólks sé augljós.

Vil svo nota tækifærið og þakka þér Theódór fyrir að standa vaktina með samkennd og mennsku.

Ekki veitir af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2022 kl. 13:18

34 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir sömuleiðis, Ómar, þú ert ekki síðri á sviði mennsku og samkenndar - líka þar þurfum við allar hendur upp á dekk.

Þetta eru orðnar gamlar umræður, Geir búinn að skrifa þrjár færslur síðan þessi var skrifuð, en vil taka fram að samhengið í hverju ég notaði þetta með ofbeldi gegn konum, hafði ekkert að gera með það samhengi sem þú notaðir það í og hefur skýrt vel út núna (þó ég hafi skilið það allan tímann.)

Mér fannst þetta sjónarhorn bara vera gott tækifæri til að koma til skila þessu með að í íslenskri sjómennsku verði allir að taka þátt, sama hver fortíð manna er og sama gildir um þetta sorglega stríð. Bestu kveðjur.

Theódór Norðkvist, 11.4.2022 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband