Bloggfærslur mánaðarins, september 2020

Myndbandið sem lokar COVID-19 umræðunni

Fyrir þá sem hafa áhuga á að loka umræðunni um COVID-19 (lokanir, grímur, skólalokanir, sóttkví og hvaðeina) er hægt að nota myndabandið hér að neðan sem heimild:

Þegar einhver reynir að rökstyðja grímur, lokanir, landamæraskimanir, sóttkví og aðrar hömlur á samfélaginu vegna COVID-19 er nóg að benda á þetta myndband og segja: Opnum, núna! Punktur, búið.

Það tekur um 37 mín að tyggja sig í gegnum þetta en framsetningin er alveg frábær.

Ég legg til að einhver sjónvarpsstöðin setji þetta myndband í útsendingu og að einhver blaðamaðurinn skrifi upp úr því grein. Og auðvitað er rétt að deila því sem víðast á netinu.


Milljón leiðir til að safna milljón

Þegar eignaréttur, samúð, viljinn til að láta gott af sér leiða og tæknin renna í sama spor gerast margir góðir hlutir.

Nýlega var mér t.d. bent á þjónustuna DonoreSee. Stutta útgáfan af söluræðunni er hér

Okkur er sagt að við þurfum að hafa velferðarkerfi. Það kostar sitt, sérstaklega í stjórnsýslukostnaði. Er það ekki úrelt fyrirkomulag? Sé það rétt sem talsmenn velferðarkerfsins segja - að fólk vilji hjálpa þeim í neyð - þá er hægðarleikur að miðla þörfum og gjöfum. Það hefur verið hægðarleikur í áratugi (samanber SOS þorpin) en tæknin hefur gert það að enn auðveldara. Þú gætir jafnvel horft á lifandi myndband af viðtakanda taka við þínum dollar! 

Kannski sumir séu enn á því að peningasendingar til íslensks stjórnmálamanns séu vænlegasta leiðin til að hjálpa fátækum nágranna eða hungruðu barni í öðru ríki. En ég er efnis.


mbl.is 89 ára pítsusendill fékk 1.6 milljón í þjórfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnatakan er faraldurinn, ekki veiran

Ég ætla núna að reyna færa rök fyrir því að faraldurinn vegna COVID-19 sé, þegar nú er komið, ekki veirufaraldur heldur greiningarfaraldur. 

Byrjum á þremur myndum frá covid.is, og helst þarf að horfa á þær allar þrjár í einu:

Fjöldi smita

Fjöldi sýna

Hlutfall smitaðra af sýnum

Augljóslega eru vandræði fólgin í því að greina hneigðir með tíma. Áherslur eru alltaf að breytast. Eina stundina eiga allir kost á sýnatöku, þá næstu eiga bara þeir með einkenni að mæta í prófun. Handahófskenndar skimanir hafa verið framkvæmdar, og við landamærin eru skimanir kerfisbundnar. Tölfræðin er ekki sundurliðuð þannig að það megi sjá væntanlega dreifingu smita meðal alls almennings á hverjum tíma. Átaksverkefnin, síbreytileg fyrirmælin og auðvitað raunveruleg smitdreifing er því allt í einum hrærigraut.

Þó má freistast til að draga ályktanir.

Ein er sú að þegar sýnataka er aukin þá fjölgar smitum án þess að hlutfall smita meðal sýna breytist mjög mikið. Undir það seinasta hefur t.d. verið mjög bætt við sýnatökur, og bara þeir með einhvers konar einkenni einhvers beðnir um að koma, og viti menn, fjöldi smita fer upp. Hlutfall smita af teknum sýnum er samt frekar flöt stærð, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að nú er fólk beðið um að láta sýnatöku eiga sig nema vera með einkenni. Skiljanlega eykst hlutfall smita þegar fólk er beðið um að sleppa sýnatöku nema sýna einkenni.

Önnur ályktun er sú að veirufaraldurinn sé í raun prófunar- eða greiningarfaraldur. Ef færri sýni væru tekin væru færri greindir. Spítalar eru svo gott sem lausir við sjúklinga vegna veirunnar svo ekki er um að ræða útbreiðslu á neinu sem raunverulega gerir fólk veikt (enda búið að átta sig á áhættuhópunum og verja þá sérstaklega). Miklu frekar eru menn að taka mörg sýni meðal þeirra sem eru með svokölluð einkenni, greina marga smitaða (að því marki sem veiruprófið grípur slíkt rétt) og taka svo stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framgang samfélagsins í kjölfarið. Væru menn að telja sjúklinga á gjörgæslu væri alveg ljóst að þessi veira er búið spil og lífið getur haldið áfram, óáreitt.

Þriðja ályktunin er svo sú að það er engin raunveruleg aðferðafræði í gangi. Menn telja smit eftir að hafa tekið ýmist mörg sýni eða fá, handahófskennt eða meðal útvaldra, og eru jafnvel að reyna drepa vindkviður með sverðum núna. 

Athugasemdir vel þegnar.


Friðsöm mótmæli listamanna

Bubbi Morthens, tónlistargoðsögn á Íslandi, var í viðtali og lætur gamminn geysa.

Spurður um hvort við verðum ekki að fara að læra að lifa með far­aldr­in­um án þess að breyta öllu seg­ist Bubbi á þeirri skoðun.

Ég segi: Auðvitað!

Úti í hinum stóra heimi eru listamenn farnir að mótmæla yfirgangi ríkisvaldsins með friðsömum hætti. 

Meðal annarra má nefna aðra goðsögn, Van Morrison. Hann segir:

Come forward, stand up, fight the pseudo-science and speak up.

Og það er ekki nóg með hvatningarorð. Hann ætlar að skrifa lög til að mótmæla lokun samfélagsins

Er til betri leið til að hafa áhrif á ástandið? Varla.

Ég henti í smávegis leirburð fyrir listamenn sem þeir geta notað að vild.

Allir smitast, enginn veikist,
afhverju að verja þá,
sem hósta ekki, hnerra ekki,
hugsanlega kommaþrá.

Gangi ykkur vel, listamenn!


mbl.is Eins og „Bubbi fallinn“ sé búið að raungerast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðborgarsvæðið

Ég var á einhverjum þvælingi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga þegar það blasti við mér betur en áður hvað skipting hins íslenska landflæmis upp í sveitarfélög er órökrétt. Myndin hér að neðan sýnir það vonandi.

Höfuðborgarsvæðið og sveitarfélög

Sveitarfélög eru eins konar verkfæri ríkisvaldsins og hafa þann tilgang að sinna ákveðnum lögbundnum verkefnum sem hafa það kannski helst sameiginlegt að krefjast nærveru stjórnvaldsins við íbúana. Sveitarfélög geta svo að auki reist glæsihallir og sjósett gæluverkefni eins og enginn sé morgundagurinn. 

Þegar fjarlægðin milli stjórnvaldsins og íbúanna er orðin mjög mikil er hætt við að tengingin rofni. Þetta getur komið fram með ýmsum hætti, og segir t.d. á einum stað sem túlkun á niðurstöðum ánægjukönnunar meðal íbúa:

Stundum megi ætla að minni sveit­ar­fé­lögin græði á smæð sinni, þar sem ein­hvers konar bæj­arstolt kunni að mati við­mæl­enda Kjarn­ans í sumum til­vikum að hafa áhrif á svör íbúa þeirra.

Bæjarstolt! Þetta kannast ég vel við sem gamall Árbæingur og stuðningsmaður Fylkis sem leit niður á bæði Breiðholt og Grafarvog en aðallega miðbæjarliðið, en auðvitað á vingjarnlegum nótunum. Ég vann sjálfboðavinnu fyrir íþróttafélagið, sópaði götuna mína á hreinsunardeginum á vorin með öllum hinum krökkunum og fannst ég raunverulega tilheyra litlu samfélagi sem væri ólíkt öllum öðrum. Bæjarstolt er gott og þegar það dalar er það slæmt.

Það eru einhver teikn á lofti um að bæjarstolt í sumum hverfum Reykjavíkur sé á fallandi fæti. Ég veit t.d. af því að í sumum hverfum austan við Elliðaá finnist fólki það frekar vanrækt af borgarstjórn (með réttu eða röngu). Og hvað er þá til ráða? 

Ekkert.

Þrýstingur frá ríkisvaldinu er í þá átt að sveitarfélög stækki svo það sé auðveldara fyrir það að fleygja í þau fleiri lögbundnum verkefnum án þess að þurfa hafa áhyggjur af fjármögnuninni. Sveitarfélög geta því sameinast út í hið óendanlega og hætta þannig auðvitað að vera þetta nálæga stjórnvald sem er í nánum tengslum við íbúa sína. Og fólk sem er ósátt þarf að flytja langar vegalengdir til að komast í næsta sveitarfélag. Í Reykjavík er þó, þrátt fyrir allt, frekar auðvelt að skipta um sveitarfélag, og líklegt að það veiti svolítið aðhald. Það gæti breyst ef Reykjavík fær að gleypa nágranna sína.

En af hverju má ekki stokka upp? Eða má það? Segjum sem svo að íbúar Grafarvogs tjái þá skoðun afdráttarlaust í íbúakosningu að þeir vilja frekar tilheyra Mosfellsbæ en Reykjavík. Væri slíkt mögulegt? Væri það þungur róður? Ég spyr því ég veit það ekki en vona um leið að svarið sé: Ekkert mál! Landfræðilega er það a.m.k. skynsamlegt enda er Grafarvogur smátt og smátt að bráðna saman við þéttbýli Mosfellsbæjar (þyrfti bara að kaupa út einn sveitabæ og þá æðir byggðin áfram), og aukin nálægð við stjórnsýsluna væri bara góð fyrir aðhald íbúanna á kjörnum fulltrúum sínum.

Hvað um það. Ef sveitarfélögin eiga ekki að verða þessi ógnarskrímsli sem drepa bæjarstoltið þá þarf sennilega að fara hugsa í átt frá eilífri stækkun sveitarfélaga og að rökréttari legu þeirra svo fólk geti á ný verið nálægt stjórnsýslunni og sparkað þar upp hurðinni ef yfirvaldið gengur of langt.


Getgátur um frétt

Dagbók lögreglu er stundum athyglisverður lestur. Raunar svo að ég vildi óska að fleiri stéttir tækju upp sama sið. Hvar er dagbók lækna til dæmis?

Hvað um það. Að þessu sinni er sagt frá unglingasamkvæmi sem hafi verið stöðvað. Ekki kemur fram hvað margir lögreglumenn komu að því verki né hvað mikið af tíma þeirra hafi farið í þetta brýna þjóðfélagsmál, þar sem einu stóru samkvæmi var breytt í mörg lítil. En eitthvað hefur þetta kostað af fyrirhöfn fyrir lögregluna.

Einnig er sagt frá tveimur innbrotum/innbrotstilraunum. Ekki kemur fram að lögregla hafi mætt á vettvang til að rannsaka málið. Þó er vísað í upptökur eftirlitsmyndavélar svo sennilega hefur einhver lögreglumaður með tíð og tíma skilað sér á vettvang.

Mín ágiskun er sú að unglingasamkvæmið hafi kostað lögregluna a.m.k. tvo lögregluþjóna í 2 tíma, alls 4 manntímar, en að innbrotin hafi samanlagt fengið færri tíma lögreglu. 

Því lögin eru einfaldlega þannig að óteljandi ofbeldislausir verknaðir eru bannaðir með lögum og krefjast gríðarlega krafta af hendi lögreglu á meðan innbrot og ofbeldisverknaðir raðast neðar á listann, óumflýjanlega.

En ekki er þó eingöngu við löggjafarvaldið að sakast því lögreglan hefur vafalaust nokkuð svigrúm til að forgangsraða tíma sínum en velur að forgangsraða í mál sem má ætla að veki mesta athygli. Ég man t.d. vel eftir endurteknum fréttum um lögreglumenn að fjarlægja heimabrugg bænda. 

En þetta eru bara getgátur sem verða vonandi aflífaðar í hvelli. Ég vona það.


mbl.is Lögreglan stöðvaði fjölmennt unglingasamkvæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á meðan í Svíþjóð ...

Á Íslandi er nú verið að skella mörgu í lás. Aftur. Í Danmörku líka, og sennilega bráðum í Noregi:

With infection levels rising lately, government officials are clearly planning for the effects of any stricter Corona containment measures they may feel a need to re-impose.

Þetta eru löndin sem hreyktu sér af góðum árangri í baráttu gegn veiru. Og skutu í hnéskeljarnar á hagkerfinu um leið og fé var tekið að láni, eða dregið úr sjóðum, til að fjármagna hækjuna.

Á meðan, í Svíþjóð, eru menn að opna. Eftir mistök í upphafi faraldurs var skellt í lás á hjúkrunarheimilum, og menn eiga yfirleitt í vandræðum með blokkaríbúðahverfin þar sem innflytjendur frá suðlægari slóðum og afkomendur þeirra búa þétt saman og borða D-vítamínsnauðan mat án þess að fá sólskin á húðina. En í Svíþjóð á nú að opna aftur. Með einhverjum undantekningum er hægt að ferðast til landsins án þess að fara í sóttkví eða skimun.

Ég fékk eftirfarandi frásögn frá Íslendingi sem er búsettur í Svíþjóð. Þetta er lýsing sem yljar mér um hjartarætur því þarna lifir fólk greinilega eðlilegu lífi, og ég samgleðst innilega:

Hér situr fólk þétt saman á grasinu í garðinum. Fólk er óhrætt að ganga og hlaupa nálægt hvort öðru og ekki hægt að sjá neina grímu eða hanska. Fólk fer í ræktina og gufuböð eins og ekkert hafi gerst og mikið fjör á kvöldin á skemmtistöðunum þar sem unga fólkið skemmtir sér. Maður heyrir reglulega hláturköstin frá heimasamkomum og það er enginn hræddur við að hittast. Já það má segja það að hér hefur lítið breyst hér frá 2019, ef það væri ekki fyrir það að maður rekst stundum á fólk fyrir sjötugt með grímur í matvörubúðinni þá mætti halda að það sé enginn vírus í Svíþjóð. Fer sjálfur með konunni í matarboð í hverri viku og eru þar margir yfir fimmtugt, þannig það er ekki bara unga fólkið sem er hætt að vera hrætt, lífsgæðin jukust til muna við að fara út.

Og enginn deyr af veirunni einni saman, nema í undantekningartilvikum, eins og gildir um alla aðra sjúkdóma.

Svo já, menn ættu að hafa lært ýmislegt. Eða ekki.


mbl.is Fylgst með opnum og lokuðum stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimapartý

Ég vil hvetja einhvern blaðamanninn til að verða sér úti um sölutölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, sundurliðaðar eftir vikum, og bera saman við sóttvarnaraðgerðir af ýmsu tagi. Það ætti að vera ágæt vísbending um fjölda heimapartýa, þar sem fólk hittist og gerir sér glaðan dag í lokuðu íbúðarhúsnæði.

Því af hverju ætti t.d. unga fólkið að taka mark á þessum aðgerðum? Það deyr enginn fyrir aldur fram, það er svo til enginn á sjúkrahúsi, læknar eru búnir að læra margar aðferðir til að eiga við veiruna, veiran er sennilega orðin skaðminni en í upphafi, áhættuhóparnir eru nokkuð vel þekktir, fólk sem hóstar heldur sig heima og fæstir sem veikjast verða þess nokkuð varir.

Þríeykið fékk fálkaorðu fyrir að standa af sér erfiðan hjalla í upphafi þegar menn vissu lítið, og á auðvitað skilið hrós fyrir að standa þá vakt, en hefði svo átt að pakka saman og fara heim.

Sænsku leiðina, takk.


mbl.is Hertar aðgerðir á vínveitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir vinna - alltaf?

Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, Samtaka iðnfélaga, segir 

... að átakið „Allir vinna" hafi sannað sig svo um munar á þessum erfiðu tímum en í átakinu var brugðist við efnahagsástandinu af völdum COVID-19 og var endurgreiðslan tímabundið hækkuð úr 60% í 100%.

Eða svo segir í frétt.

Það er gott að fleiri séu að átta sig á drepandi áhrifum yfirgengilegrar skattheimtu, og jafnvel að átta sig á hvetjandi áhrifum skattleysis. Alltaf.

Vonum að þetta hugarfar lifi af veiruna.


Trump á eftir áætlun

Trump segir að það muni kólna. Hann er á eftir áætlun. Nú þegar er fjöldi sólbletta á niðurleið og það er vísbending um kólnandi veðurfar. Myndin hér að neðan er tekin héðan.

Sólblettir

Fækkun sólbletta leiðir til óstöðugleika í lofthjúpnum og ýtir undir myndun svokallaðra skotvinda frá Norðurpólnum. Þeir skjóta ísköldu lofti niður og valda snöggkælingu á svæðum sem eru vön háum hitum. Um leið skýst funheitt loft frá miðbaug upp og veldur snögghitun á svæðum sem eru vön miklum kuldum. Eða í ögn tæknilegra máli (héðan):

Low solar activity is weakening the jet stream, reverting its usual tight ZONAL flow to more of a wavy MERIDIONAL one: this FULLY explains why some northern latitudes (such as Western Canada/Alaska) have been experiencing pockets of anomalous heat of late while the lower-latitudes (CONUS) have been dealing with “blobs” of record cold

Meira um skotvinda hér,

Skotvindar

Svo þá höfum við það. Koltvísýringur leikur hér ekkert hlutverk og fjölmiðlar steinþegja. Það er eins og það er. Trump er loksins byrjaður að fylgjast með vísindunum.


mbl.is „Það mun byrja að kólna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband