Friðsöm mótmæli listamanna

Bubbi Morthens, tónlistargoðsögn á Íslandi, var í viðtali og lætur gamminn geysa.

Spurður um hvort við verðum ekki að fara að læra að lifa með far­aldr­in­um án þess að breyta öllu seg­ist Bubbi á þeirri skoðun.

Ég segi: Auðvitað!

Úti í hinum stóra heimi eru listamenn farnir að mótmæla yfirgangi ríkisvaldsins með friðsömum hætti. 

Meðal annarra má nefna aðra goðsögn, Van Morrison. Hann segir:

Come forward, stand up, fight the pseudo-science and speak up.

Og það er ekki nóg með hvatningarorð. Hann ætlar að skrifa lög til að mótmæla lokun samfélagsins

Er til betri leið til að hafa áhrif á ástandið? Varla.

Ég henti í smávegis leirburð fyrir listamenn sem þeir geta notað að vild.

Allir smitast, enginn veikist,
afhverju að verja þá,
sem hósta ekki, hnerra ekki,
hugsanlega kommaþrá.

Gangi ykkur vel, listamenn!


mbl.is Eins og „Bubbi fallinn“ sé búið að raungerast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það má gera ráð fyrir þrjátíu dauðsföllum fyrir hverja þúsund sem lenda í viðjum atvinnuleysis. Þá eru ótalin dauðsföllin sem verða vegna þess að fólk fær ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu, vegna þess að ef heldur fram sem horfir verður heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið hálflamað árum saman.

Það hafa tíu dáið úr flensunni, enginn síðan í júní.

Þröngsýni er ekki bara heimskuleg. Hún er lífshættuleg!

Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2020 kl. 19:45

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þarf ekkert að segja meira en ÞORSTEINN...innocent

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.9.2020 kl. 22:27

3 identicon

Æ-æ

https://www.svt.se/nyheter/lokalt/stockholm/region-stockholm-om-coronalaget

ls (IP-tala skráð) 22.9.2020 kl. 23:01

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Bubbi er kommúnisti, frábært tónskáld, en samt kommúnisti. Kommúnistar hafa aldrei iðkað gegnsæi og heilindi.

Frábær vísa og gott að minna á baráttu Van Morrison en honum er ekki hægt að lýsa.

Guðjón E. Hreinberg, 23.9.2020 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband